Linkedin

Úr Wikibókunum

LinkedIn[breyta]

Efnisyfirlit[breyta]

• 1 Hvernig nota á LinkedIn? • 2 LinkedIn sérfræðigrunnur • 3 Hvað gerir LinkedIn ? • 4 Heimildir

Hvernig notar á LinkedIn?[breyta]

Fer inn á http://www.linkedin.com[breyta]

Á forsíðunni skráir maður sig sem nýjan notanda, fyllir inn helstu upplýsingar. Nafn, föðurnafn, veffang og lykilorð sem maður vill nota – þá færir síðan mann áfram og þú skráir nánari upplýsingar um starfsferil og menntun.

LinkedIn er vefsíða sem gefur manni tækifæri til að stjórna kennimarki sínu á netinu. Hefurðu gúglað þig nýlega? Þú veist aldrei hvað kemur upp. LinkedIn ferill kemur efst upp í leitarvélum og því stjórnar þú fyrstu kynnum við fólk sem leitar að þér á netinu. Ef þú ert að leita þér að vinnu þá er það fyrsta sem atvinnurekandi gerir er að gúgla þig.

LinkedIn er eitt stærsti sérfræðigrunnur í heimi og eru yfir 50.000.000 notendur að honum. Það eru margir sem nota sér leitarvél LinkedIn og eru skráðir á LinkedIn. Þeir sem eru skráðir í sérfræðigrunninn hafa fullkomna stjórn á því hverjir sjá og hvað af síðunni þinni, aðeins þeir sem þú telur æskilegir geta haft aðgang að upplýsingum sem gæti leitt til aukinna tækifæra fyrir þig.

Persónulegar upplýsingar birtast á tvennskonar formi[breyta]

• Þar sem aðrir sjá af ferli þínum • Þar sem maður getur lagfært og breytt á ferli sínum.


LinkedIn sérfræðigrunnurinn þinn?[breyta]

Á LinkedIN upplýsingunum fyllir maður út í ákveðna dálka • Reynsludálk • Menntunardálk • Meðmæladálk • og fleira....

Í reynsludálki segir maður frá reynslu sinni í námi, kennslu og vinnu. Í menntunardálki segir maður frá menntun sinni og námskeiðum og fyrirlestrum sem maður hefur haldið og sótt. Í meðmæladálki færð þú vini þína til að gefa þér meðmæli í gegnum LinkedIn, sömuleiðis getur þú gefið þeim meðmæli. Hvað gerir LinkedIn fyrir mig?

Vinir, ættingjar og kunningjar hafa ekki alltaf það sem til þarf til að hjálpa þér að ná langt í starfsframa og því er LinkedIn eins og vegvísir um heiminn og hjálpar þér að ná sambandi við réttu aðilana í réttu störfunum. Hvort sem þú ert að leita þér að nýjum atvinnu möguleikum, ná þér í nýja viðskiptavini eða að byggja upp þitt fagmannlega mannorð. LinkedIn kemur þér í samband við störf, viðskiptavini og fyrirmyndar samstarfsaðilum. LinkedIn notar öflugar leitarvélar og er með atvinnumiðlun sem sýnir hverja þú þekkir í hvaða fyrirtæki. LinkedIn er síða til að nota til að auðlast ný tækifæri.

Mikilvægt er fyrir fólk að þegar námi líkur að það kunni og geti komið sér á framfæri þannig að það fái viðeigandi starf. Nýútskrifað fólk þekkir ekki alltaf alla möguleika sína og LinkedIn hjálpar þeim að komast í samband við réttu aðilana. Í stuttu máli, þá veit maður aldrei hverja vinir manns þekkja og hverja vinir vina mans þekkja og hvernig þeir geta hjálpað þér að komast í samband við rétta fólkið og LinkedIn gerir þér það kleift.

Sambærileg íslensk síða er www.kvennaslodir.is, en útbreiðsla og leitarvél LinkedIn er svo margfalt öflugri. --Arnheidursig 10. desember 2009 kl. 22:52 (UTC)Arnheiður Sigurðardóttir Heimildir [1] Sótt 10.desember 2009 Sótt frá „http://is.wikipedia.org/wiki/LinkedIn“