Lestur og læsileiki

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu

Layout/Umbrot er:[breyta]

m.a. skipting textans í síður og dálka, staðsetning fyrirsagna, staðsetning mynda, staðsetning blaðsíðutals

Til að hafa ávallt að leiðarljósi hámarkslæsileika lesmáls þarf reglur og nákvæmni og jafnvel smámunasemi er nauðsynleg. Reglur eru margar og lærast hægt jafnt og sígandi við hvern prentgrip sem hannaður er.

Gildrur: Þótt texti sé í lagi og uppsetning skipuleg með kaflafyrirsögnum og myndum, getur hönnuður fallið í ýmsar gildrur.

== Leturval ==


skiptir miklu máli og ætti ávallt að vera í samræmi við innihald textans. Þá hefur það ekki síður mikla þýðingu að setja textann upp (layout/umbrot) í samræmi við innihaldið. Allt þetta veltur á hugmyndaauðgi þess sem verkið vinnur og að hann kunni grundvallarreglurnar. Æfingin skapar meistarann.

Læsileiki leturs Þar sem auga þjálfaðs lesanda nemur heil orð eða orðhluta, en ekki staka stafi, er augljóst að útlit orðanna skiptir miklu máli þegar lesið er. Í læsilegu letri eru stafirnir teiknaðir með það í huga að þeir myndi orð. Þeir þurfa að halda sérkennum sínum en þó að falla fyrirhafnarlaust inn í orðin. Meginmálstexti er venjulega gerður úr lágstöfum með hástafi í upphafi setninga og einstakra orða. Útlínur orðsins eru dregnar af upp- og niðurleggjum, broddum og punktum yfir stöfum og öðrum stafmerkjum, sérstakri hæð t og síðan af dráttum hvers stafs fyrir sig.

Lögun upp- og niðurleggja hefur því mikla þýðingu. Lengd þeirra er ekki það eina sem máli skiptir, heldur einnig útlit þeirra að öðru leyti, t.d. hvernig þverendar þeirra eru teiknaðir.

Notið ekki feitt letur í meginmáli, því þá missir áherslan marks. Feitletruð og skáletruð orð inn í texta gera áherslur en ofnotkun gerir óróleika.

Þeir sem ekki þekkja týpógrafískar reglur hafa tilhneygingu til að velja óþarflega stórt meginmálsletur, en ef leturgerð, leturstærð, línubil og línulengd eru hugsað í samhengi er vel af stað farið.


Skýr framsetning:[breyta]

Rétt leturgerð

Rétt leturstærð

Rétt dálkbreidd (línulengd)

Réttur fótur (línubil)


Texti sem eingöngu er settur úr hástöfum er hins vegar kassalaga og mun erfiðari aflestrar. TEXTI SEM EINGÖNGU ER SETTUR ÚR HÁSTÖFUM ER HINS VEGAR KASSALAGA OG MUN ERFIÐARI AFLESTRAR.