Lífverur í söltu vatni
Höfundur María Jónsdóttir
Í hafinu býr ótrúlegur fjöldi lífvera. En flest sjávardýr og plöntur lifa í yfirborðslaginu í um það bil 150 metra dýpi. Í þessari dýpt er hlýjast og eini hluti hafsins sem sólarljósið nær til. Það er hægt að greina hvaða lífverur eru í hafinu eftir lit þess. Í bláu hafi er venjulega lítið um lífverur. En í grænum sjó er mikið af lífverum, en græni liturinn kemur frá fljótandi plöntum og plöntusvifi sem er næringin sem allt líf byggist á.
Hér verður fjallað um smádýr og plöntur og sagt frá hvernig dýr og plöntur hafa aðlagað sig að umhverfinu. Þetta eru allt plöntur og dýr sem allir geta fundið þegar farið er í fjöruferð á Íslandi.
Síðan er hugsuð fyrir nemendur á miðstigi og alla sem hafa áhuga á lífríki í sjó. Farið yrði með nemendur niður í fjöru að skoða aðstæðurnar þar og sjá hvernig lífverurnar hafa aðlagast umhverfinu. Láta þá safna saman lífverum til þess að greina þær og skoða nánar inn í skólastofu.
Þetta eru meðalstórir sniglar. Kuðungurinn þeirra er með fremur háan og þykkan kuðung með fimm snúningum. Þeir verða oftast ekki hærri en 3 cm. Þeir geta verið fjölbreyttir að lit, hvítir, gulir og brúnir litir eru algengastir. Röndóttir kuðungar eru einnig nokkuð algengir. Þessir kuðungar eru algengir í fjörum þar sem þang vex. Nákuðungar eru rándýr og éta kræklinga og hrúðurkarla. Til að brjóta upp skelina á kræklingunum nota þeir skráptungu til að komast að fæðunni innan við skelina.
Aðlögun: Snigillinn hefur aðlagað sig að umhverfinu með því að vera í kuðung. Kuðungurinn ver snigilinn fyrir óvinum, briminu og sólinni sem hitar og þurrkar
Í þessum kuðungi býr smávaxinn snigill. Snúningarnir á kuðungnum eru fremur litlir. Hann er oftast grágrænn að lit en það eru einnig til gulari og dekkri afbrigði. Þessir kuðungar finnst nær eingöngu þar sem þang vex í grýttum fjörum. Þessi snigill er jurtaæta og nærist á þangi og þörungum.
Aðlögun: Snigillinn hefur aðlagað sig að umhverfinu með því að vera í kuðung. Kuðungurinn ver snigilinn fyrir óvinum, briminu og sólinni sem hitar og þurrkar.
Þetta er gulhvít þykk skel. Hún er næstum því hringlaga með um það bil 25 grófir sem liggja samsíða út að rönd skeljarinnar. Þær geta orðið 5 cm langar og svipað breiðar. Þær finnast oftast í sand- eða leirfjörum. Þær grafa sig ofan í sandinn. Þær nærast á lífrænum ögnum sem eru í sandinum.
Aðlögun: Skeljunum er haldið saman með vöðvum svo önnur dýr eigi erfiðra með að komast að lífverunni innan við skelina. Skelin er svo með inn- og útstreymisop.
Kræklingur er með fagurdökkbláa skel sem er fremur fíngerð og getur orðið allt að 8 cm langur. Þær finnast oft saman í knippum. Hann er algegnastur í sandfjörum en hann festir sig við laust grjót með festiþráðum. Kræklingur nærist á ögnum sem eru í sjónum, sem hann síar með tálknum.
Aðlögun: Kræklingarnir búa í skel sem er haldin saman með vöðvum. Skelin ver lífveruna fyrir öðrum dýrum. Til að festa sig niður og við hverja aðra nota þeir sérstaka þræði.
Þetta eru þykkar og traustar skeljar, er nokkuð kúpt og eilítið ílöng og með fínum lengdarrákum. Nefið er aðeins framan við miðju. Hýðið er þykkt, ljósbrúnt og gljáandi í fyrstu en verður grámóleitt eða grásvart og gljálaus með tímanum. Er algeng umhverfis land á allt að 0-100 m dýpi. Kúskel rekur mikið á fjörur.
Aðlögun: Skeljunum er haldið saman með vöðvum svo önnur dýr eigi erfiðra með að komast að lífverunni innan við skelina. Skelin er svo með inn- og útstreymisop.
Marfló er mjög algengt krabbadýr í íslenskum fjörum. Þetta eru þunn- og smávaxin dýr. Þegar maður finnur þær skríða þær á hliðinni en á sundi eru þær uppréttar. Bolurinn á þeim skiptist í marga liði. Þær hafa marga fætur og eru þeir stærri á frambol en afturbol. Þær eru með fálmara á höfinu og augu sem eru annaðhvort svört eða rauð. Þær geta verið fjöbreyttar á litinn en flestar eru þá gráleitar. Þær geta orðið 2,5 – 3 cm á lengd. Marflær finnast víða en þá helst í fjörum þar sem er sandur. Flestar marflær eru rándýr eða hræætur en þær geta líka verið jurtaætur.
Aðlögun: Þegar marflær hreyfa sig á þurru landi skríða þær á hlið en eru ekki uppréttar. Það gæti verið vegna þess að þá eru þær ekki eins áberandi og ef þær væru uppréttar. Þær hafa einnig liðskipta fætur sem eykur hreyfanleika þeirra. Þær aðlaga líka lit sinn að umhverfinu því hann getur verið fjölbreyttur þó svo að hann sé oftast gráleitur. Fæturnir á henni liggja þétt að líkamanum því hún er ekki með neina skel til þess að verja það svæði.
Bogkrabbi hefur kubbslegan bol og hann er oftast um 6 cm á lengd og 9 cm breidd. Augun á honum eru fyrir miðju fremst á bolnum. Milli augnanna er mjög stutt trjóna. Fremstu fæturnir eru kröftugir með gripklóm. Þeir eru dökkir á litinn að ofan en ljósari á kviðnum. Bogkrabbar finnast í sandfjörum, klettafjörum og þarafjörum. Hann er rándýr sem étur fjördýr eins og til dæmis skelfisk, burstaorma og smærri krabbadýr).
Aðlögun: Þeir eru með klær til þess að klófesta bráð sína og síðan taka við sterkir kjálkar til að vinna á henni. Flestir krabbar eru með 10 fætur og ef þeir missa einn þá vex annar í staðinn. Krabbar eru með fálmara til að skynja með. Hann er með þykkan skjöld til að verja sig og svo er hann þannig á litinn að það getur verið erfitt að koma á hann í t.d. sandfjörum og klettafjörum.
Snúðormar
[breyta]Snúðormar eru litlir burstaormar sem lifa í litlum snúðlaga kalkskeljum sem eru hvítar og sjást því mjög vel. Skeljarnar eru um 4mm í þvermál. Ormarnir geta dregið sig alveg inní skelina og þola því þurrk mjög vel. Þegar það er flóð stinga þeir höfðinu út sem er alþakið greinóttum fálmurum. Snúðormar festa sig við þang, á stóra kuðunga og skeljar. Þeir sía fæðuagnir úr sjónum með fálmurunum.
Aðlögun: Þeir mynda um sig kalkhús til þess að verjast örðum dýrum. Þeir stinga svo út fálmurnum og veifa þeim til að sigta lífrænar agnir sér til matar. Ef það þeir sjá einhverja hættu fara þeir aftur inn í kalkhúsið og loka því með einum fálmurunum.
Brúnþörungar
[breyta]Bóluþang er brúnt á litinn en stundum er það grænleitt eins og sést hérna á myndinni. Það er um 40 – 90 cm hátt. Það er með loftfylltum bólum sem sitja oftast tvær og tvær saman á hverri grein þangsins. Þær eru oftast ofan til á þanginu en stundum eru þær alveg í röðum eftir allri plöntunni. Bóluþang finnst kringum allt Íslands. Það festir sig á steina eða klappir í fjörum.
Aðlögun: Þangið er með blöðrur til þess að það geti flotið, dreift úr sér og teygt sig upp í birtuna.
Stórþari
[breyta]Þetta er sórvaxinn þörungur sem getur orðið allt að 5 metra langur. Stilkurinn er sívalur og stinnur sem mjókkar neðan frá og upp. Ef maður beygir stilkinn þá fer hann í sundur. Hann festir sig kröftuglega við botninn, festan er kölluð þöngulhaus. Þöngulhausinn er gerður úr sívölum greinóttum festusprotum. Ef stilkurinn er skorinn þversum sjást greinilegir vaxtabaugar eða árhringir neðst i stilknum. Efst á stilknum er leðurkennd blaðka sem er klofin í margar misbreiðar ræmur.
Aðlögun: Þeir eru stórir, þykkir og miklir um sig. Það er lítil hætta á því að þeir ofþorni út af þykkt þeirra. Út af því hvað þeir eru stórir þurfa þeir ekki að hafa miklar áhyggjur af plássi og ljósi. Eru með sveigjanlegan stilk svo þeir brotni síður í ölduganginum.
Söl kemur í ljós þegar það er fjara því hann vex neðst í fjörunni. Það virðist þrífast best þar sem er nokkuð brim. Út frá stofnblöðkunni vaxa margar minni blöðkur. Söl er oftast um 10 – 40 cm á lengd. Það er vínrautt á litinn en stofnblaðkan er dekkst. Söl hefur sérstöðu því hann er ætiþörungur
Brimskúfur
[breyta]Brimskúfur er mjög fíngerður þörungur og mjúkur viðkomu. Hann er fallega grænn á litinn. Getur verið misstór. Þegar hann er ekki í vatni klessist hann allur saman.
Krossapróf
[breyta]
Spurningar
[breyta]- Hvernig hefur þangdoppa aðlagað sig að umhverfinu?
- Hvaða tilgangi þjónar blöðrurnar á bóluþangi?
- Hvað getur stórþari orðið langur?
- Lýstu bogkrabba?
- Hvernig hefur kúfskel aðlagað sig að umhverfinu?
Heimildir
[breyta]- Heimaslóð ...þó á Höfðanum þjóti ein þrettán stig...
- FJARAN greiningarlykill um smádýr
- Fjaran og hafið
- Sólrún Harðardóttir.(2005).Lífríkið í sjó. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
Ítarefni
[breyta]Tenglar
[breyta]Myndbönd á youtube.com
- What Hides In Your Trunks After A Swim In The Ocean? - Under The Microscope (video 7:29 mín)
- A clam licking the salt around it (video 3:43 mín)
- 8 Most Dangerous Crustaceans in the World (video 10:01 mín)
- Mussels and Microplastics | Ocean Up Close | Ocean Wise (video 2:14 mín)
- Mussel Dissection 2017 (video 3:15 mín)