Kynnast hugmyndum manna um uppbyggingu alheimsins

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Fara í flakk Fara í leit

Sól, tungl og stjörnur - kafli 3 - Sólkerfið[breyta]

Sólkerfið verður til[breyta]

Geimþokukenningin[breyta]

 • Höggbylgjur fóru frá sprengistjörnu um geimþoku eða gasský.
 • Geimþokan fór að snúast sífellt hraðar.
 • Þyngdarkrafturinn dró meira og meira efni inn í skífuna í miðjunni.
 • Sólin varð til úr miðparti skífunnar
 • Kekkir úr gasi og ryki mynduðust í kringum skífuna
  • Kekkirnir urðu að frumplánetum

Innri reikistjörnurnar[breyta]

 • Reikistjörnurnar næst sólinni (Merkúr, Venus, Jörðin og Mars) voru svo heitar að léttar lofttegundir eins og helíum og vetni tolldu ekki við þær heldur gufuðu upp
  • Efnin sem urðu eftir voru málmar og grjót.

Ytri reikistjörnurnar[breyta]

 • Þær sem voru lengra frá sólinni voru kaldari (Júpiter, Satúrnus, Neptúnus, Úranus).
 • Létt gös tolldu við þær og þær urðu mjög stórar og eru kallaðar Gasrisar.
 • Þær eru aðallega úr léttum gastegundum

Tungl og smástirni[breyta]

 • Þegar reikistjörnurnar kólnuðu mynduðust í kringum þær fylgihnettir eða tungl.
 • Fá hjá innri reikistjörnunum
 • Mörg hjá ytri reikistjörnunum.
 • Milli Mars og Júpiter mynduðust mörg smástirni úr litlum efniskekkjum; Smástirnabeltið

Hreyfing reikistjarnanna[breyta]

Lögun Jarðar[breyta]

 • Fyrst var talið að jörðin væri flöt
 • Hugmyndir um kúlulögun jarðar komu þó fram á fimmtu öld fyrir Krist (Forngrikkir)
 • Sannanir
  • Sést vel við sjó
  • Pólstjarnan hækkar á lofti ef farið er norður
  • Bogamyndaður skuggi á tunglinu í tunglmyrkvum

Jarðmiðjukenningin[breyta]

 • Forngrikkir töldu að jörðin væri miðja alheimsins.
 • Rök: Þungir hlutir leita niðri á við. Eru að leita til heimkynna sinna í miðju alheimsins.

Sólmiðjukenningin[breyta]

 • Kópernikus (1473-1543) aðhylltist sólmiðjukenninguna.
 • Sólin í miðju alheimsins en ekki jörðin.
  • Jörðin ein af reikistjörnunum
  • Allar reikistjörnurnar á braut um sólu.
 • Jörðin snýst um möndul sinn og tunglið snýst í kringum jörðina.
 • Umferðartími reikistjarna: Tíminn sem það tekur hana að fara einn hring um sólina.(Ár)
 • Sólarhringur: Tíminn sem tekur reikistjörnur að snúast einn hring um möndul sinn.

Brautir reikistjarnanna[breyta]

 • Kepler(1571-1630) uppgötvaði að reikistjörnurnar hreyfast ekki eftir fullkomnum hringjum.
 • Brautirnar eru í raun sporbaugar.


Heimildir[breyta]

Sól, tungl og stjörnur. Kafli 3-1 og 3-2.