Fara í innihald

Kveikjur

Úr Wikibókunum

Kveikja í kennslu þjónar því markmiði að ná til hópsins. Hún grípur athygli nemenda, skapar áhuga og vilja til að taka þátt og samstillir hópinn. Til að finna upp á kveikju þarf kennarinn að taka púlsinn á hópnum, skilja hvar hann er staddur og vinna út frá því. Kveikjur sem tengja námsefnið við fyrri þekkingu eða daglegt líf námsmanna virka vel í fullorðinsfræðslu.

Ingvar Sigurgeirsson bendir í bók sinni “Litróf kennsluaðferðanna, 1999” á mikilvægi þess að vekja nemendur til umhugsunar með góðum og markvissum spurningum. Einnig nefnir hann að nota klípusögur, gátur, þrautir, leiki og tilraunir. Ýmsir hlutir eru einnig til þess fallnir að fanga athygli námsmanna, svo sem líkön, ljósmyndir og þess háttar. Skrýtlur geta líka verið skemmtilegar kveikjur. Ein sem notuð hefur verið af stærðfræðikennara er í formi spurningar:

Hvað eru: 3y + 3y ? Svarið er sexy

Mikilvægast er sennilega að hver og einn þrói kveikjur sem falla að hans persónulega stíl, vali á kennsluaðferðum og nemendum. --Arnybirg 19:39, 13 desember 2006 (UTC)