Klínískur tannsmíðameistari
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema |
Höfundur Aðalheiður Svana Sigurðardóttir
Nám
[breyta]Til þess að verða Klínískur tannsmiður þarf að ljúka BS námi í tannsmíði sem tannsmiður. Framhaldsnám í klínískri tannsmíði er hægt að stunda við SKT (Skolen for kliniske tandtekniker)í Háskólanum í Arhuus Danmörku.
Nám sem Klínískur tannsmiður/meistari er ekki kennt á Íslandi.
Starfssvið
[breyta]Klínískir tannsmiðir/meistarar á Íslandi starfa sjálfstætt og hafa starfsleyfi til að starfa við smíði gervitanna og parta á eigin ábyrgð skv gildandi lögum þar um. Þeir sjá um máttökur og mátun á þeim gervitönnum og tanngervum sem þeir smíða, og sjá alfarið um tannuppstillingar og frágang og skil þeirra tanngerva sem þeir smíða.
Hversu fjölmenn er stéttin
[breyta]Á Íslandi er stéttin mjög fámenn, og hafa níu aðilar íslensk starfsleyfi sem Klínískir tannsmiðir.