Kennitölur ársreikninga

Úr Wikibókunum

Helstu kennitölur ársreikninga

Þegar þarf að meta fyrirtæki og í hversu vel statt fyrirtækið er, er notast við svokallaðar kennitölur. Kennitölur er hægt að reikna út frá ársreikningum fyrirtækja. Þá þarf að hafa aðgang að efnahagsreikningi fyrirtækisins til þess að reikna þær út. Þær kennitölur sem helst er notast við til þess að meta fyrirtæki, er Arðsemi Eigin Fjár, Veltufjárhlutfall, Eiginfjárhlutfall og EBITDA.

Arðsemi Eigin Fjár sýnir okkur hversu vel fyrirtæki er að hagnast á rekstrinum. Því hærra sem hlutfallið er því betra. Hagnaðurinn er því metinn út frá Eigin Fé fyrirtækisins. Þá í raun erum við að skoða hversu mikið Eigið fé er að aukast á árinu.

Arðsemi Eigin Fjár reiknast svona: Hagnaður ársins *100 / Eigið fé í ársbyrjun = Arðsemi Eigin Fjár

Veltufjárhlutfall, sýnir okkur hversu líklegt fyrirtækið er til að standa straum af skuldum sem þarf að greiðast á komandi ári. Þá er skoðað hlutfall þeirra krafa sem við rukkum inn á næsta ári og þeirra skulda sem við munum greiða á komandi ári. Því hærra sem hlutfallið er þeim mun líklegra er að við munum geta staðið í skilum.

Veltufjárhlutfall reiknast svona: Veltufjármunir (skammtímaeignir) / Skammtímaskuldir (skuldir sem við greiðum á innan við ári) = Veltufjárhlutfall

Eiginfjárhlutfall segir okkur hversu mikill hluti af heildarfjármagninu sem bundið er í fyrirtækinu kemur frá eigendum og hversu mikið er lánsfé. Því hærra sem eiginfjárhlutfallið er því meiri styrkur er í fyrirtækinu, þ.e. þá er hluti lánsfjár minni heldur en eign eigandanna.

Eiginfjárhlutfall reiknast svona: Eigið fé * 100 / (skuldir + eigið fé) = Eiginfjárhlutfall

EBITDA er sú kennitala sem helst er stuðst við þegar meta á söluverð fyrirtækja. EBITDA er hagnaður fyrirtækisins þegar á eftir að taka tillit til afskrifta, fjármagnsgjalda og skatta.