Kasakska/Lærðu kasöksku 1/Inngangur
Қош келдіңіз!
!قوش ﻛﻪلدﯨﯖﯩﺰ
Qoş keldiñiz!
Velkomin(n) að þessari Wikibók um kasöksku! Bókin er ætluð fyrir byrjendur sem vilja læra kasöksku.
Almennt um kasöksku
[breyta]Kasakska er opinbert tungumál Kasakstans. Hana tala 11,5 milljónir manna sem móðurmál, flestir í Kasakstan. Önnur lönd þar sem hún er töluð eru Mongólía, Úsbekistan og Kirgistan, auk minnihlutahópa í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Tyrklandi. Kasakska flokkast til tyrkískra mála. Kasakska er mjög svipuð kirgísku, úsbeksku, tadjikisku, túrkmensku, asersku og tyrknesku. Greina má mörg sameiginleg orð og fólk sem kann kasöksku á oft auðvelt með að lesa þessi mál.
Ástæður þess að læra kasöksku
[breyta]Meðal ástæðna fyrir því að læra kasöksku má nefna:
- til að læra um kasakska menningu.
- til að tala við kasökskumælandi fólk.
- til að skilja sögu Mið-Asíu og Turkestan.
- til að skilja önnur tungumál, svo sem tyrknensku, asersku og kirgísku.
- til að nýta á ferðum um Kasakstan og fleiri svæði Mið-Asíu.
- til að bæta framburð og tungutak í tungumálum almennt.
- ánægjan af því að kunna tungumál!
Er erfitt að læra kasöksku?
[breyta]Öll tungumál eru erfið. Ef móðurmál þitt er íslenska, þá ættir þú ekki að eiga í miklum vanda með að læra kasöksku. Það erfiða við að læra kasöksku er að læra að skrifa hana og lesa, þar sem notast er við kyrillískt stafróf (en ekki latneskt, líkt og íslenska notar). Málfræði er ekki erfið heldur jafnvel léttari en íslensk málfræði.
Hvernig á að nota þessa kennslubók
[breyta]Í fyrsta lagi þarftu að hafa stílabók. Það er til þess að þú getir skrifað allt sem þú lest í hana, en það er mikilvægt upp á skilning að gera.
Til að læra ný orð og setningar er gott að skrifa þau 5 sinnum í stílabókina til þess að muna þau betur. Gerðu þetta daglega þar til þú manst orðin.
Seinna, þegar 'Verkefnabók' verður tilbúin í PDF, skaltu prenta hana og nota hana til æfinga.
Áður, á meðan, eða eftir að þú ert búinn með kaflann í dag, hlustaðu á kasöksk útvörp hérna og smelltu á FTP. Þetta ætti að hjálpa þér að skilja talaða kasöksku.
Lærðu á þínum eigin hraða. Hægara er betra! Og mundu, 20 eða 30 mínútur á dag eru miklu betri en 1 klukkutími á viku!
Gangi þér vel!