Fara í innihald

Kýr

Úr Wikibókunum

Inngangur[breyta]

Þessi Wikilexía er um íslensku kúna. Markmið lexíunnar er að fræða nemendur á miðstigi grunnskólans um kúna okkar. Fjallað verður um fengitíma kýrinnar, meðgöngu hennar og kálfinn. Einnig verður fjallað hver tilgangur kýrinnar er hér á landi.

Íslenska kýrin[breyta]

Kýrin er spendýr. Kýr geta orðið um 450 kg og naut 600kg. Fæða þeirra er gras, hey og kjarnfóður (t.d. fóðurmjöl og graskögglar). Flestar kýr hafa ekki horn og eru því kollóttar. Ef þær hafa horn eru þær hyrndar. Naut geta verið hættuleg fólki og þá er talað um að þau séu mannýg.

Til þess að kýrin nái að mjólka sem best þarf hún að fá gott hey og ótakmarkaðan aðgang að vatni. Talið er að hún drekki allt að 100 lítra af vatni á dag. Góð mjólkurkýr getur mjólkað allt að 25-30 lítra á dag sem eru þá 25-30 1 lítra mjólkurfernur.

Þar sem kýrin er jurtaæta hefur hún sérstakt útlits einkenni. Augun hennar eru á hliðunum og hún getur hreyft eyrun. Ástæðan fyrir því er svo hún geti varað sig á rándýrum. Rándýr eru dýr sem eru kjötætur og veiða sér dýr til matar.

Meðganga[breyta]

Það er ekkert ákveðið fengitímabil hjá kúnni. Fengitímabil er sá tími sem kýrin er tilbúin að verða ófrísk. Hún er dálítið eins og við mannfólkið, eignumst börn hvenær sem er á árinu. Ef við tökum hesta sem dæmi um dýr að hafa ákveðið fengitímabil. Þá verða hryssurnar óléttar(fylfullar) á haustinn og kasta (fæða) á vorin (meðgöngutími hryssa er 11 mánuðir).

Kýrin gengur með kálf í rúma níu mánuði eða að meðaltali 287 daga. Kona gengur með barn í 280 daga. Þegar kýrin er með kálfi er sagt að kýrin sé kelfd. Þær eiga yfirleitt einn kálf í einu en stundum koma tveir en það er sjaldgæft. Þegar kýrin fæðir kálfinn þá kallast það að bera.

Kálfurinn[breyta]

Síðustu vikurnar fyrir burð (áður en þær bera) eru þær ekki mjólkaðar þar sem það er mikilvægt fyrir kálfinn að fá broddinn, sem er fyrsta mjólkin eftir burð til þess að bæta ónæmiskerfi kálfsins. Ýmis efni eru í broddinum.

Þegar kálfurinn fæðist verður hann strax sjálfbjarga og vegur um 30kg þegar hann fæðist. Kálfurinn fær yfirleitt ekki að sjúga spena móður sinnar því þá tapar bóndinn mikilli mjólk sem hann hefði annars geta selt. Lögun spenanna breytast einnig og getur verið erfitt að fá mjólk útúr þeim með mjaltarvélum ef þær hafa verið sognar af kálfi í einhvern tíma.

Tvíburar eru sjaldgæfir. Ef tvíburar af sama kyni fæðast (kvíga og kvíga eða naut og naut) er í lagi með kálfana. Hinsvegar ef kvíga og naut fæðast er kvígan ófrjó (getur ekki eignast kálf og mun þá aldrei mjólka). Kvígan er því oftast slátruð. Kvenkynsorðið kvíga er notað yfir kú sem hefur ekki eignast kálf. Þegar hún hefur eignast kálf má kalla hana kú en oft er hún kölluð fyrsta kálfskvíga af bændum ,þær mjólka oft minna en þær sem hafa átt fleiri kálfa. Kvígurnar eiga að vera orðnar kynþroska þegar þær hafa náð 210kg eða við 13 mánaða aldur og tilbúnar til þess að verða kelfdar þegar þær eru orðnar um 260-270kg sem er um 55% af þyngd fullorðinnar kýr.

Í hvað nýtist kýrin?[breyta]

Notagildi kýrinnar er fjölbreytt. Það sem við þekkjum helst er að hún er notuð fyrir mjólkina og kjötið, en skinnið og hornin er einnig notað. Íslenska kýrin hefur minna kjöt en aðrar erlendar kýr. Flutt hafa verið inn erlend naut, svokölluð holdanaut, af Galloway kyni til að auka kjötframleiðslu á hverjum grip. Holdanaut hafa verið pöruð við íslenskar kýr til að auka kjöt á kálfunum sem koma undan þeirri pörun. Mjólkin er notuð í allskonar vörur s.s. smjör, rjóma, ost og aðrar mjólkurafurðir. Úr skinni nautgripa er t.d. búið til föt, skó og töskur. Sú fæða sem kýrin getur ekki melt skítur hún og kallast mykja eða kúadella. Skíturinn er síðan borin á túnin svo grasið vaxi betur.

Kýrin á myndinni er í svokölluðum brjóstahaldara þar sem júgrið er orðið svo stórt að það flaksar um allt þegar hún gengur og þarf því stuðning. Kýr sem þurfa brjóstahaldara eru oftast orðnar aðeins eldri og búnar að eignast marga kálfa.

Algeng nöfn[breyta]

Rauðka, Brúnka, Skjalda, Dimma, Kola, Brandur, Búkolla, Guttormur, Auðhumla,

Heiti yfir nautgripi[breyta]

Karldýr: Naut, boli, tuddi, tarfur

Kvendýr: Kýr, kusa, belja, kvíga (ungdýr)

Afkvæmi: Kálfur

Spurningar[breyta]

Getur þú nefnt fleiri nöfn til þess að nefna kýr eða naut?

Hvaða fleiri mjólkurvörur er hægt að búa til?

Hefur þú farið inní fjós? Hvað sástu?

Hefuru smakkað mjólkina beint úr spenanum á beljunni? Hvernig var það?

Hvað fannst þér skemmtilegast að læra um í greininni? Afhverju?

Segðu frá þremur nýjum orðum sem þú lærðir þegar þú last textann.

Krossapróf[breyta]

1 Hvað af þessum orðum er heiti yfir karldýrið?

Kvíga
Kálfur
Kusa
Boli

2 Hvað kallast fyrsta mjólkin sem kemur úr kúnni eftir hún er búin að bera?

Mjólk
Broddur
Búðingur
Fengitími

3 Fengitímabil kýrinnar er

Allt árið
Á sumrin
Á haustin
Á vorin

4 Kvígur eiga að vera orðnar kynþroska þegar þær hafa náð...

120kg
280kg
210kg
250kg

5 Góð mjólkurkýr getur mjólkað allt að

10-15 lítrum á dag
15-20 lítrum á dag
20-25 lítrum á dag
25-30 lítrum á dag


Heimildir[breyta]

Guðný Harðardóttir. (2015). Uppeldi kvígna. Sótt af https://www.rml.is/static/files/Utgefid_efni/uppeldi_kvigna_gudny_25032015.pdf

Ragnheiður Hermannsdóttir og Sigrún Bjarnadóttir. (2004). Íslensku húsdýrin. Sótt af https://www1.mms.is/husdyr/animal.php?id=3