Kælitækni
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema |
Höfundur Jóhann Ólafson
Þessi Wikibók fjallar um kælikerfi
Kælikerfi[breyta]

Kælikerfi er kerfi til að flytja orku (varmaorku) frá einum stað til annars. Til þess er notað kerfi vélarhluta pressa, eimir, eimsvali, þensluloki og kælimiðill sem flytur orkuna.
Kælikerfi finnast á mörgum stöðum og örugglega þekkjum við best starfsemi þeirra úr ísskápum sem staðsettir eru inn á flest öllum heimilum.
Pressa[breyta]
Pressa kerfisins sér um að halda þrýsting niðri í lágþrýstihlið kerfisins (eiminum). Það gerir hún með því að soga til sín kælimiðilinn þegar hann er kominn í gasform.
Eimari[breyta]
Eimari er sá hluti kælikerfisins sem er inni í kælda rýminu, t.d. inni í ísskápnum. Inni í eiminum þá sýður kælimiðillinn við fyrirfram óskað hitastig
Eimsvali[breyta]
Eimsvalinn sér um að þétta kælimiðilinn eftir að hann kemur frá kæli pressunni. Kælimiðilinn þéttist þegar hann kólnar í eimsvalanum. Í ísskápum er eimsvalinn grindin sem safnar ryki aftan á honum
Kælimiðill[breyta]
Kælimiðill er notaður til að flytja varmann frá einu rými til annars.
Þensluloki[breyta]
Þenslulokinn sér um að stjórna suðu kælimiðilsins inni í eiminum og skipta kerfinu í lág- og háþrýstihlið
Spurningar[breyta]
1. Hvaða hlutverki gegnir þenslulokinn?
2. Hvar er eimirinn staddur í kælikerfinu?
3. Hvaða hlutverki gegnir kælimiðilinn?
4. Hvaða hlutverki gegnir kælipressan?
5. Hvað gerist í eimsvalanum?
Þessi tengill hér á eftir leiðir inn á krossapróf úr efninu Krossapróf