Kæling á afla

Úr Wikibókunum
Skutttogri á veiðum

Sjávarútvegur og fiskveiðar[breyta]

Hér eru mjög gagnlegar upplýsingar um sjávarútveg á Íslandi. Á þessari síðu er einnig vísað í mikinn fróðleik sem tengist efninu.

Mynd frá Vestmannaeyjum, skip og fiskvinnslustöðvar.
Fiskvinnsla hjá Granda 2011
Grandi snyrting á fiskflökum 2011

Af hverju kæling[breyta]

Nauðsynlegt er að kæla afla til að varðveita ferskleika. Því fyrr sem aflinn er kældur og þvi hraðar sem kælingin á sér stað, því ferskari verður aflinn og tíminn sem ferskleikinn helst verður lengri.

Kælt með ís[breyta]

Algengasta aðferð við kælingu á afla á Íslandsmiðum er að nota ís. Ísinn er venjulega framleiddur í landi með ferskvatni og gengið frá honum í kör sem tekin eru með í veiðiferðir. Fiskinum er síðan raðað í körin og blandað saman við ísinn í hlutföllunum fiskur 2/3 og ís 1/3

Ísaður fiskur í kari

Kælt með kældum sjó[breyta]

Á síðari árum hafa menn veirð að leita leiða til að hraða kælingunni og hafa þá gripið til þess ráðs að blanda saman ís og sjó í körin. Með þessu móti verður mun minni þrýstingur á aflann og kældur sjórinn kemst í betri snertingu við aflann og kælingin verður hraðari. Með þessari aðferð styttist kælitíminn nokkuð og geymslutími aflans verður umtalsvert lengri.

Ofurkæling[breyta]

Á allra síðustu árum hefur orðið mikil breyting á kælitækni og svokölluð undirkæling á afla hefur rutt sér til rúms. Ferlið er þannig að fiskurinn er blóðgaður og slægður strax og fer svo í blóðgunarkar með kældum sjó. Fiskurinn ferðast svo í gegnum kælinguna með stórum snigli sem flytur hann á milli og yfir í kaldari sjó og að endingu er henn kominn niður fyrir 0°C. Hann er síðan settur í kör og geymdur í lestinni við -1°C og þanni er ferskleikinn tryggður. Hér er myndband sem sýnir þennan búnað um borð í Íslensku fiskiskipi.

Krossapróf[breyta]

1 Hvað telst vera ferskur fiskur?

Fiskur sem er frosinn
Skreið
Fiskur og franskar
Ófrosinn óskemmdur fiskur

2 Hvað er rétt fullyrðing um ís til kælingar á fiski?

Ís sem notaður er til kælingar á fiski er búinn til úr mjólk
Ís sem notaður er til kælingar á fiski er búinn til úr frostlegi
Ís sem notaður er til kælingar á fiski er gerður úr hitaveituvatni
Ís sem notaður er til kælingar á fiski er búinn til úr ferskvatni í landi

3 Hvert er kjörhitastig í kældum fiski?

10°C
5°C
0°C
-4°C

4 Hvaða fyrirtæki hefur sérhæft sig í ofurkælibúnaði fyrir skip

Marel
Valka
Vélsmiðja Akraness
Skaginn 3X stál