Japanska/Lærðu japönsku 一/Inngangur
Útlit
Japanska (日本語, „nihongo“) er tungumál, bæði tal- og ritmál, sem er aðallega notað í Japan. Um 130 milljón manns kunna tungumálið og er það áttunda mest talaða tungumáli heims. Málvísindamenn deila um flokkun japanska tungumálsins, en ein af megin kenningunum er sú að það sé einangrað tungumál sem á sér margar birtingarmyndir og í raun yfirheiti á tungumálaætt sem kallast japönsk tungumál. Önnur megin kenning segir að japanska sé hugsanlega hluti af svokallaðri altísktri tungumálaætt sem nær yfir mikinn hluta Mið-Asíu og inniheldur einnig tyrknesk, mongólsk, kóresk og mansjúrísk mál. Hvorug þessara kenninga hafa enn verið samþykktar opinberlega.