Japanska/Hiragana
Hiragana
[breyta]Hér fyrir neðan er listi yfir hiragana táknin. Strokuröðin, þ.e. í hvaða röð í í hvaða stefnu strikin í táknunum eru skrifuð, eru mjög mikilvæg því þegar táknin eru handskrifuð geta línurnar tengst og breyst örlítið, rétt eins og þegar íslendingar skrifa texta hratt með íslenskum stöfum. Þá er mikilvægt að skrifa línurnar í rétta röð svo þær tengist saman á þann hátt að stafurinn skiljist ennþá.
Hvert hiragana stendur fyrir eitt atkvæði sem samanstendur annað hvort af einum sérhljóða (a, e, i, o eða u) eða samhljóða ásamt sérhljóða (til dæmis ka, ke, ki, ko eða ku)
あ a | え e | い i | お o | う u | |
---|---|---|---|---|---|
k | か ka | け ke | き ki | こ ko | く ku |
s | さ sa | せ se | し sji | そ so | す su |
t | た ta | て te | ち tsi | と to | つ tsu |
n | な na | ね ne | に ni | の no | ぬ nu |
h | は ha | へ he | ひ hi | ほ ho | ふ hu |
m | ま ma | め me | み mi | も mo | む mu |
y | や ya | よ yo | ゆ yu | ||
r | ら ra | れ re | り ri | ろ ro | る ru |
w | わ wa | を wo | |||
n | ん n/m |
A, E, I, O og U
[breyta]Sérhljóðarnir あ (a), え (e), い (i), お (o) og う (u) eru notaðir þegar sérhljóði stendur fremst í orði eða þegar tveir sérhljóðar eru hlið við hlið, t.d. eru tveir hiragana sérhljóðar í orðinu ありがとう (arigatou). Arigatou þýðir "takk" á íslensku. Gætið ykkar á því að japanskt U er borið fram eins og íslenskt U, ekki sem Ú eins og sumir halda, en I er borið fram eins og íslenskt Í. Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.
KA, KE, KI, KO og KU
[breyta]Hiragana táknin fyrir k-hljóðin eru fimm: か (ka), け (ke), き (ki), こ (ko) og く (ku). Sömu tákn eru notuð fyrir g-hljóð en þá er tveimur kommum bætt við í efra hægra hornið が (ga), げ (ge), ぎ (gi), ご (go) og ぐ (gu). Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.
SA, SE, SJI, SO og SU
[breyta]Hiragana táknin fyrir s-hljóðin eru líka fimm: さ (sa), せ (se), し (sjí), そ (so), す (su)). Athugaðu að し er borið fram "sjí" með j-hljóði á milli s og í. Rétt eins og með K-táknin má bæta við tveimur kommum í efra hægra horninu til að radda hljóðin og fæst þá raddað s, ritað sem z: ざ (za), ぜ (ze), じ (dzjí), ぞ (zo), ず (zu). Hér er じ borið fram eins og enskt "j" en ekki eins og zí. Z og enskt J eru hljóð sem sumir íslendingar geta þurft að æfa sig í til að ná. Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.
TA, TE, TSI, TO og TSU
[breyta]Tvö af T-táknunum fimm bæta við sig S-hljóði. T-táknin eru eftirfarandi: た (ta), て (te), ち (tsí), と (to) og つ (tsu). Ef bætt er við tveimur kommum í efra hægra hornið breytast hljóðin í D-hljóð: だ (da), で (de), ぢ (dzí), ど (do) og づ (dzu). Athugið að じ (t-tákn) og じ (S-tákn) er borið fram eins (dzí, með ensku "j" hljóði). Í nútímajapönsku er þetta hljóð nánast alfarið ritað með じ nema í einstökum orðum af sögulegum ástæðum. じ og ぢ hafa því sambærilega tengingu og I og Y í íslensku þar sem hljóðin voru ólík áður fyrr en framburðurinn hefur breyst með tímanum í að vera eins. つ (tsu) getur einnig staðið samsettur við lokhljóð (T, D, P, B, K og G) og tvöfaldar þá samhljóðann. Það er gert með því að setja lítið つ fyrir framan lokhljóðið. T.d. gefur みた okkur orðið MITA, みつた gefur okkur orðið MITSUTA en みった gefur okkur orðið MITTA. Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.
NA, NE, NI, NO, NU og N/M
[breyta]Alls eru fimm hiragana stafir samsettir af N og sérhljóða: な (na), ね (ne), に (ni), の (no) og ぬ (nu). Auk þess er einn stakur samhljóði, ん (n/m), sem er notaður þegar N eða M hljóð kemur í enda orðs eða á undan öðrum samhljóða. Í enda orðs getur ん hljómað annað hvort sem n eða m en innan orðs hljómar hann yfirleitt sem N nema hann sé fyrir fyrir framan B, P eða annað M. Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.
|- |
RA, RE, RI, RO, RU
[breyta]R-táknin eru fimm: ら (ra), れ (re), り (ri), ろ (ro) og る (ru). Japanir rúlla R'ið ekki jafn mikið og við íslendingar svo það getur oft hljómað meira sem L en R hljóð. Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.
HA, HE, HI, HO, FU
[breyta]H-táknin eru fimm e aðeins þrjú þeirra hafa H-hljóð: は (ha), へ (e), ひ (hi), ほ (ho) og ふ (fu). Athugið að へ er yfirleitt borið fram eins og え (e-hljóð) nema へ er þá ekki notað í orðum heldur á milli orða til að tákna ákveðið smáorð á milli orða. Þegar は stendur á milli orða til að tákna fall orðs er það borið fram sem "wa". Ef WA-hljóð er í orði er notað annað tákn (sjá W-táknin hér fyrir neðan). H-táknin eru auk þess notuð til þess að rita B-hljóð, með því að bæta við tveimur kommum í efra hægra hornið: ば (ba), べ (be), び (bi), ぼ (bo) og ぶ (bu) og P-hljóð með því að bæta við litlum hring í stað kommanna tveggja: ぱ (pa), ぺ (pe), ぴ (pi), ぽ (po) ぷ (pu). Með því að læra H-táknin fimm ertu því í rauninni að læra alls 15 stafi (H-táknin fimm, B-táknin fimm og P-táknin fimm). Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.
MA, ME, MI, MO, MU
[breyta]M táknin eru fimm: ま (ma), め (me), み (mi), も (mo) og む (mu). Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.
JA, JO, JU
[breyta]J táknin eru þrjú: や (ja), よ (jo) og ゆ (ju). J-ið er borið fram sem íslenskt J. Auk þess að standa sjálfstæð innan orða geta þau einnig verið samsett öðrum hiragana stöfum. Það er gert með því að taka tákn með Í hljóði í endann, t.d. KÍ き og bæta litlu J tákni við, t.d. JU ゆ. Ef J táknið stendur sjálfstætt fæst eftirfarandi orð: きゆ = KÍJU. Ef J táknið er sameinað fyrra tákninu fæst eftirfarandi orð: きゅ = KJU (þ.e.a.s. Í hljóðið dettur út og J hljóðið kemur í staðinn). Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.
WA, WO
[breyta]W táknin eru tvö: わ (wa) og を (o). Gættu þín á því að を er borið fram rétt eins og O, án v-hljóðs. を er ekki notað í japönskum orðum heldur á milli orða til að skilgreina fall þeirra. Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.
Lokakönnun:
[breyta]Athugaðu hvort þú getir lesið eftirfarandi texta og skrifað hann rétt inn í textaboxið (athugaðu að "ha" á milli orða er skrifað "wa", íslenskt j-hljóð er skrifað með y og v-hljóð er skrifað með w):