Japanska/Hiragana

Úr Wikibókunum

Hiragana[breyta]

Hér fyrir neðan er listi yfir hiragana táknin. Strokuröðin, þ.e. í hvaða röð í í hvaða stefnu strikin í táknunum eru skrifuð, eru mjög mikilvæg því þegar táknin eru handskrifuð geta línurnar tengst og breyst örlítið, rétt eins og þegar íslendingar skrifa texta hratt með íslenskum stöfum. Þá er mikilvægt að skrifa línurnar í rétta röð svo þær tengist saman á þann hátt að stafurinn skiljist ennþá.

Hvert hiragana stendur fyrir eitt atkvæði sem samanstendur annað hvort af einum sérhljóða (a, e, i, o eða u) eða samhljóða ásamt sérhljóða (til dæmis ka, ke, ki, ko eða ku)

あ a え e い i お o う u
k か ka け ke き ki こ ko く ku
s さ sa せ se し sji そ so す su
t た ta て te ち tsi と to つ tsu
n な na ね ne に ni の no ぬ nu
h は ha へ he ひ hi ほ ho ふ hu
m ま ma め me み mi も mo む mu
y や ya よ yo ゆ yu
r ら ra れ re り ri ろ ro る ru
w わ wa を wo
n ん n/m

A, E, I, O og U[breyta]

Sérhljóðarnir あ (a), え (e), い (i), お (o) og う (u) eru notaðir þegar sérhljóði stendur fremst í orði eða þegar tveir sérhljóðar eru hlið við hlið, t.d. eru tveir hiragana sérhljóðar í orðinu ありがとう (arigatou). Arigatou þýðir "takk" á íslensku. Gætið ykkar á því að japanskt U er borið fram eins og íslenskt U, ekki sem Ú eins og sumir halda, en I er borið fram eins og íslenskt Í. Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.

"A" eins og í alheimurinn
"E" eins og í eyðimörk
"I" eins og í Hawaii
O eins og í golf
"U" eins og í sundurskorið U á hlið
Strokuröð hiragana sérhljóðanna


1 Hvernig kemstu næst því að skrifa "Ái!" á japönsku (vísbending: íslenskt Á er tvíhljóði samsettur úr A og Ú. Táknaðu Ú með tákninu fyrir U?

あうい
おえう
おうい
うえう

2 Hvaða stafir eru þetta: うえ

O og I
U og E
I og A
A og E


KA, KE, KI, KO og KU[breyta]

Hiragana táknin fyrir k-hljóðin eru fimm: か (ka), け (ke), き (ki), こ (ko) og く (ku). Sömu tákn eru notuð fyrir g-hljóð en þá er tveimur kommum bætt við í efra hægra hornið が (ga), げ (ge), ぎ (gi), ご (go) og ぐ (gu). Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.

"KA" eins og í kattamatur
"KE" eins og í ???
"KI" eins og í enska orðinu key (lykill)
"KO" eins og í japanskir koi fiskar
"KU" eins og kurr í dúfu
Strokuráð K-táknanna

1 Hvernig skrifar þú kaka á japönsku?

かか
がが
けけ
げげ

2 Hvað stendur hér: かいか

keke
kaika
kauka
kiiki


SA, SE, SJI, SO og SU[breyta]

Hiragana táknin fyrir s-hljóðin eru líka fimm: さ (sa), せ (se),  し (sjí), そ (so), す (su)). Athugaðu að し er borið fram "sjí" með j-hljóði á milli s og í. Rétt eins og með K-táknin má bæta við tveimur kommum í efra hægra horninu til að radda hljóðin og fæst þá raddað s, ritað sem z: ざ (za), ぜ (ze), じ (dzjí), ぞ (zo), ず (zu). Hér er じ borið fram eins og enskt "j" en ekki eins og zí. Z og enskt J eru hljóð sem sumir íslendingar geta þurft að æfa sig í til að ná. Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.

SA eins og ???
SE eins og ???
SJÍ eins og sítt hár með j'i
SO eins og ???
SU eins og ???
Strokuröð S-táknanna

1 Hvernig skrifarðu KAISA á japönsku?

いけす
くけか
かいさ
ぐじえ

2 Hvað stendur hér:すずみか

Sasamuke
Susumika
Zuzumeku
Suzumika


TA, TE, TSI, TO og TSU[breyta]

Tvö af T-táknunum fimm bæta við sig S-hljóði. T-táknin eru eftirfarandi: た (ta), て (te), ち (tsí), と (to) og つ (tsu). Ef bætt er við tveimur kommum í efra hægra hornið breytast hljóðin í D-hljóð: だ (da), で (de), ぢ (dzí), ど (do) og づ (dzu). Athugið að じ (t-tákn) og じ (S-tákn) er borið fram eins (dzí, með ensku "j" hljóði). Í nútímajapönsku er þetta hljóð nánast alfarið ritað með じ nema í einstökum orðum af sögulegum ástæðum. じ og ぢ hafa því sambærilega tengingu og I og Y í íslensku þar sem hljóðin voru ólík áður fyrr en framburðurinn hefur breyst með tímanum í að vera eins. つ (tsu) getur einnig staðið samsettur við lokhljóð (T, D, P, B, K og G) og tvöfaldar þá samhljóðann. Það er gert með því að setja lítið つ fyrir framan lokhljóðið. T.d. gefur みた okkur orðið MITA, みつた gefur okkur orðið MITSUTA en みった gefur okkur orðið MITTA. Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.

TA eins og T og A skrifað saman
TE eins og tennisspaði
TSÍ eins og enska orðið chicken
TO eins og að Traðka Ofan á eitthvað
TSU eins og tsunami alda
Strokuröð T-táknanna


1 Hvernig skrifarðu Satsuatsu katta á japönsku?

しつまち けつた
めつかつ きった
さつあつ かった
せまおて くつ

2 Hvað stendur hér: だいとう

Tadaima
Doomoo ("doumou")
Tokyo
Daitoo ("daitou")


NA, NE, NI, NO, NU og N/M[breyta]

Alls eru fimm hiragana stafir samsettir af N og sérhljóða: な (na), ね (ne), に (ni), の (no) og ぬ (nu). Auk þess er einn stakur samhljóði, ん (n/m), sem er notaður þegar N eða M hljóð kemur í enda orðs eða á undan öðrum samhljóða. Í enda orðs getur ん hljómað annað hvort sem n eða m en innan orðs hljómar hann yfirleitt sem N nema hann sé fyrir fyrir framan B, P eða annað M. Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.

NA eins og ??
NE eins og nektarínutré
NÍ eins og tt hné
NO eins og enska orðið no (með O hljóði í stað Ó)
MU eins og ???
N eins og n með löngum línum
|-
Strokuröð N-táknanna


1 Hvernig skrifarðu kitsune á japönsku?

きんえ
けった
きねつ
きつね

2 Hvað stendur hér:なんで

Nande
Nanio
Nenote
Nende


YA eins og jakuxi
YO eins og lastarjana (með "o" hljóði, ekki "ó" hljóði)
YU eins og ??
Strokuröð Y-táknanna

RA, RE, RI, RO, RU[breyta]

R-táknin eru fimm: ら (ra), れ (re), り (ri), ろ (ro) og る (ru). Japanir rúlla R'ið ekki jafn mikið og við íslendingar svo það getur oft hljómað meira sem L en R hljóð. Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.

RA eins og enska orðið rabbit
RE eins og regndropi
RÍ eins og enska orðið river
RO eins og ??
RU eins og rauður ruðningsbolti
Strokuröð R-táknanna

HA, HE, HI, HO, FU[breyta]

H-táknin eru fimm e aðeins þrjú þeirra hafa H-hljóð: は (ha), へ (e), ひ (hi), ほ (ho) og ふ (fu). Athugið að へ er yfirleitt borið fram eins og え (e-hljóð) nema へ er þá ekki notað í orðum heldur á milli orða til að tákna ákveðið smáorð á milli orða. Þegar は stendur á milli orða til að tákna fall orðs er það borið fram sem "wa". Ef WA-hljóð er í orði er notað annað tákn (sjá W-táknin hér fyrir neðan). H-táknin eru auk þess notuð til þess að rita B-hljóð, með því að bæta við tveimur kommum í efra hægra hornið: ば (ba), べ (be), び (bi), ぼ (bo) og ぶ (bu) og P-hljóð með því að bæta við litlum hring í stað kommanna tveggja: ぱ (pa), ぺ (pe), ぴ (pi), ぽ (po) ぷ (pu). Með því að læra H-táknin fimm ertu því í rauninni að læra alls 15 stafi (H-táknin fimm, B-táknin fimm og P-táknin fimm). Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.

HA eins og hallærislegur fugl
HE eins og í eftirlífinu
HI og hlátur:
HO eins og ???
FU eins og Fujima fjall
Strokuröð F-táknanna


1 Hvernig skrifarðu Teguri wa ii desu á japönsku? Athugaðu að hér er "wa" milli orða til að tákna fall orðins fyrir framan.

でくり ば ええ てず
たける へ おお だち
てぐり は いい です
たける お ない たぢ

2 Hvað stendur hér: ふりがな は ふいつ

Haigana wa haritsu
Furigana wa fuitsu
Heikana ho herita
Burikana wa buritsu


MA, ME, MI, MO, MU[breyta]

M táknin eru fimm: ま (ma), め (me), み (mi), も (mo) og む (mu). Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.

MA eins ??
ME eins og medalía
MÍ eins og mismunandi litir
MO eins og ??
MU eins og ??
Strokuröð M-táknanna

JA, JO, JU[breyta]

J táknin eru þrjú: や (ja), よ (jo) og ゆ (ju). J-ið er borið fram sem íslenskt J. Auk þess að standa sjálfstæð innan orða geta þau einnig verið samsett öðrum hiragana stöfum. Það er gert með því að taka tákn með Í hljóði í endann, t.d. KÍ き og bæta litlu J tákni við, t.d. JU ゆ. Ef J táknið stendur sjálfstætt fæst eftirfarandi orð: きゆ = KÍJU. Ef J táknið er sameinað fyrra tákninu fæst eftirfarandi orð: きゅ = KJU (þ.e.a.s. Í hljóðið dettur út og J hljóðið kemur í staðinn). Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.

WA, WO[breyta]

W táknin eru tvö: わ (wa) og を (o). Gættu þín á því að を er borið fram rétt eins og O, án v-hljóðs. を er ekki notað í japönskum orðum heldur á milli orða til að skilgreina fall þeirra. Hér fyrir neðan sést hvernig á að skrifa hvert tákn ásamt myndum sem hjálpa til við að muna táknin.

WA eins og grátshljóð við jarðarför (Va)
WO eins og ofan í vatni
Strokuröð W-táknanna


Lokakönnun:[breyta]

Athugaðu hvort þú getir lesið eftirfarandi texta og skrifað hann rétt inn í textaboxið (athugaðu að "ha" á milli orða er skrifað "wa", íslenskt j-hljóð er skrifað með y og v-hljóð er skrifað með w):

わたし の なまえ は めぐみ です。 わたし の ねこ は かわいい です。 いらっしゃいませ、 どうもう ありがとう ごおざいます!

Hvað stendur í textanum:

.