Fara í innihald

Jafnlaunavottun

Úr Wikibókunum

Jafnlaunavottun

[breyta]

Fyrirtæki geta fengið Jafnlaunavottun í samræmi við Jafnlaunastaðal ÍST 85:2012[1] að uppfylltum þeim kröfum sem gerðar eru í staðlinum. Fyrirtæki sem hefur innleitt jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012 [2] getur þannig fengið vottunaraðila til að votta jafnlaunakerfið hjá sér og fá staðfestingu á því hvort unnið sé eftir kröfum staðalsins. Vottun á kerfinu staðfestir að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun vinni eftir faglegu verklagi sem stuðlar að jöfnum launum á milli kynjanna ásamt því að hafa undirgengis launagreiningu þar sem mældur er launamunur á milli kynjanna.

Alþingi samþykkti lagabreytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 þar sem jafnlaunavottun skv. staðlinu ÍST 85:2012 er lögfest. Með lögleiðingunni er öllum fyrirtækjum og stofnunum með fleiri en 25 starfsmenn gert að fá jafnlaunavottun fyrir 31.12.2021 [3]


Með innleiðingu jafnlaunakerfi þurfa fyrirtæki að gangast undir
- Starfaflokkun
- Launagreiningu og
- Skjölun á verklagi og skrám sem tengjast jafnlaunakerfinu.

Starfaflokkun

[breyta]

Til þess að starfalokkun sé í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012 [4] þurfa störf að vera flokkuð eftir inntaki starfsins burt séð frá því hver gegnir starfinu.

Launagreining

[breyta]

Launagreining er greining á launamun á milli kynjanna eftir að verðmætamat hefur farið fram á öllum störfum fyrirtækisins.

Krossapróf

[breyta]

Eftir hverju þurfa störf að vera flokkuð eftir?

Fjölda starfsmanna
Staðsetningu
Gerð
Inntaki


Tilvísanir

[breyta]
  1. Staðlaráð Íslands (2012). Jafnlaunastaðallinn (ÍST 85:2012).Sóttur á slóðina: https://ist85.is/
  2. Staðlaráð Íslands (2012). Jafnlaunastaðallinn (ÍST 85:2012).Sóttur á slóðina: https://ist85.is/
  3. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 með árorðnum breytingum 80/2019
  4. Staðlaráð Íslands (2012). Jafnlaunastaðallinn (ÍST 85:2012).Sóttur á slóðina: https://ist85.is/