Implönt

Úr Wikibókunum

Höfundur Hanna G. Daníelsdóttir

Þessi Wiki síða er fræðsla um implönt (tannplanta) og hentar öllum þeim er leita sér upplýsinga um tannplanta

Hvað eru implönt (tannplantar)[breyta]

Implönt (tannplantar), eru skrúfur úr títaníum málmi sem hægt er að græða í kjálkabein. Tannplantar koma í staðinn fyrir rót á tönn sem hefur tapast eða vantar. Þegar tannplanti kemur í staðinn fyrir tönn sem hefur tapast er hann settur í þar sem rót tannarinnar var. Ofan á hann er smíðuð króna sem líkist raunverulegri tönn. Tannplantar eru líka notaðir þegar margar tennur vantar. Þá eru þeir settir tveir eða fleiri með millibili. Ofan á þá er svo smíðuð brú.

Tannplantar undir tanngervi

Hvernig er þeim komið fyrir[breyta]

Þegar tannplanta er komið fyrir í kjálkabeini er það gert í staðdeyfingu. Þetta er ekki mikil aðgerð, tannholdinu er ýtt til hliðar og borað er fyrir tannplantanum og honum komið fyrir. Tannholdið er svo saumað saman og eftir 7-10 daga eru saumarnir fjarlægðir Það er mismunadi eftir einstaklingum hversu lengi tannplantinn er að gróa. Oftast eru það 6-12 vikur getur verið lengur en það er undantekning. Þegar tannplantinn er að fullu gróinn situr hann fast í beininu og getur haldið uppi krónu, brú eða verið festing undir lausan góm.

Tanngervi smíðuð á implöng

Fimm ástæður fyrir því að fá tannplanta[breyta]

  1. Tannplantar voru þróaðir til þess að hægt væri að vera með varanlega lausn sem væri líka náttúruleg í útliti
  2. Þegar tannplanti er notaður til þess að fylla skarð eru tennur sem eru við hliðina á látnar halda sér og náttúrulegt útlit þeirra
  3. Þegar tannplanti er til staðar hjálpar hann við að viðhalda beini sem annars myndi rýrna af notkunarleysi
  4. Tannplantar halda heilgómun föstum með þar til gerðum smellum. Það gerir það að verkum að gómar sem annars myndu valda særindum og vera lausir sitja fastir. Það veitir þeim einstaklingi aukið öryggi þegar hann talar, borðar og brosir.
  5. Góð reynsla er af notkun tannplanta og vísindalegar rannsóknir staðfesta aukin lífsgæði með notkun þeirra.

Tannplantar lausn til framtíðar[breyta]

Tannplantar eru mjög góð lausn til þess að bæta tap tanna sem hafa tapast eða ekki verið til staðar, þeir draga úr rýrnun kjálkabeins. Þeir hjálpa öðrum tönnum til þess að vera í sínum skorðum. Bros, tygging eru eðlileg og hægt er að tala með eðlilegum hætti. Þeir hjálpa við að líta betur út.Stundum getur lítill hlutur eins og tannplanti orðið til þess að endurlífga bros þitt. Tennur eru mikilvægur þáttur hvað varðar útlit og lífsstíl í nútíma samfélagi. Fallegt bros eykur almennan þokka og heilbrigðar tennur stuðla að auknum lífsgæðum, góðri sjálfsímynd og sjálfstrausti. Heilbrigðar tennur eru ekki sjálfsagður hlutur, að baki hverri tönn sem hefur tapast er saga um slys, tannskemmdir, tannvegssjúkdóma eða arfgenga tannvöntun. Það að missa eina eða fleiri tennur getur valdið því að hæfileikinn til að tyggja skerðist og þær tennur sem eftir eru lenda í aukinni hættu. Við tannmissi rýrnar beinið sem umvafði tannrótina og getur það haft áhrif á bit og útlit. Tannmissir hefur þar að auki áhrif á tal.

Heimildir[breyta]

Áhugaverðir tenglar[breyta]

Spurningar[breyta]

  1. Nefnið þrjár góðar ástæðir fyrir því að fá tannplanta?
  2. Hvenær eru saumar fjarlægðir eftir tannplanta aðgerð?
  3. Hvert er hlutverk tannplanta?

Krossaspurningar[breyta]

1 Hvað eru implönt?

Eitthvað til þess að borða
Nýr tannbursti
Tannþráður
Títan skrúfa sem hægt er að græða í kjálkabein

2 Hvað er tannplanti lengi að gróa?

6-12 vikur
7-10 daga
1 ár
5-12 mánuði

3 Tannplanta aðgerð er gerð með

Svæfingu
Þarf ekki deyfingu
Staðdeyfingu
Glaðlofti