Hvolsvöllur

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Fara í flakk Fara í leit

Hvolsvöllur[breyta]

Hvolsvöllur er þorp í Rangárvallasýslu. Sveitarfélagið heitir Rangárþing eystra. Það er nýtt sveitarfélag sem var myndað úr öllum hreppum eystri hluta Rangárvallasýslu árið 2002. Gömlu hrepparnir hétu Austur- og Vestur-Eyjafjallahreppar, Austur- og Vestur-Landeyjahreppar, Hvolhreppur og Fljótshlíðarhreppur. Íbúafjöldi á Hvolsvelli er rúmlega 800. Í sveitarfélaginu búa nú tæplega 1700 manns. Sveitarfélagið er Sögusvið Njálssögu er í og margir fagrir staðir s.s. Þórsmörk, Markarfljót, Eyjafjallajökull, Emstrur og fl. Á Hvolsvelli er grunnskóli, Hvolsskóli, Leikskólinn Örk, þar starfar sýslumaður Rangárvallasýsl og einnig er læknir á staðnum. Héraðsbókasafn Rangæinga er starfrækt í samvinnu við Hvolsskóla.

Rangarvallasysla.png Rangárvallasýsla


Vefir[breyta]

Heimasíða Rangárþings eystra [1]