Fara í innihald

Humlur

Úr Wikibókunum

Salvör Gissurardóttir október 2022 - námsefni í tengslum við Minecraft Education lexíur um býflugur.

Húshumla á blómi
Húshumla

Humlur eða hunangsflugur eru félagsskordýr eins og býflugur. Þær eru ekki býflugur heldur eru flugur af ættkvíslinni Bombus sem svo tilheyrir býflugnaætt (Apidae) . Býflugur eru önnur ættkvísl af sömu ætt.

Býflugur lifa ekki villtar á Íslandi en fimm tegundir af humlum lifa villtar á Íslandi. Humlur (hunangsflugur) eru um margt líkar býflugum, þær mynda bú þar sem í eru móðir (býflugnadrottning) og dætur hennar sem vinna í búinu (þernur). Hunangsflugur gera hins vegar bú sín í jörðu eða við jörðu en býflugur gera hins vegar stór bú ofanjarðar. Það er ekki hægt að safna hunangi frá humlubúum, til þess eru búin of lítil. En humlur gegna miklu hlutverki í náttúrunni sem frævarar og margar tegundir eru stærri en býflugur og með lengri rana og tungu og ýmsar tegundir blómjurta reiða sig á humlur við frævun m.a. tómatar. Líkami humlu er loðinn ólíkt líkama býflugu.

Hér á Íslandi eru núna (2022) fimm tegundir af hunangsflugum. Aðeins ein þeirra móhumla hefur verið hér lengi. Það er hunangsflugan móhumla sem er stundum í daglegu tali kölluð randafluga.

Hér er listi yfir humlur á Íslandi, fræðiheiti þeirra og hvenær þær bárust til landsins

  • móhumla   Bombus jonellus Hefur verið hér frá landnámi
Myndband af garðhumlu að safna blómasafa

Auk þessara fimm tegunda má ætla að hér sé líka tegund sem ber fræðiheitið Bombus pratorum og einnig er flutt inn býflugnategundin jarðhumla (Bombus terrestris) til frjóvgunar í gróðurhúsum.

Garðhumla er stærri en móhumla og með lengri tungu og getur því sótt blómsykur í stærri blóm. Húshumla sem er ennþá stærri kom svo árið 1979 og er grunur á að húshumla hafi átt þátt í að ýta bæði móhumlu og garðhumlu út af þéttbýlissvæðum og getur hugsanlega flokkast sem ágeng tegund.

Rauðhumla er minni en húshumla en stærri en móhumla. Ryðhumla er lík rauðhumlu en munur m.a. á hvernig þær staðsetja bú, Ryðhumla velur stað fyrir bú á yfirborði, undir sprekum eða mosa. Rauðhumla er hinsvar alltaf inn í húsveggjum og þökum og er aldrei með bú niðri á jörðu.

Lífsferill hunangsflugu

[breyta]
Bú ryðhumlu með drottningu

Ný drottning kemur úr vetrardvala á vorin. Hún gerir þá bú í holu í jörðinni oft undir steini eða inn í vegg og verpir þar. Hún útbýr fæðu fyrir afkvæmi sín úr blómasykri  og frjókornum. Blómasykur breytist í hunang eftir að hafa farið gegnum meltingarveg býflugu.

Úr eggjum hunangsflugu klekjast út þernur sem lifa um það bil 30 daga. Þernur sjá um að byggja við búið, gera hirslur fyrir hunangsflugulirfur, safna fæðu og fæða lirfurnar. Hirslurnar eru úr vaxi sem þernurnar framleiða. Sérstakar hirslur eru fyrir hunang, frjókorn og fyrir lirfur.

Á veturna leggjast hunangsflugur í dvala en karldýr og þernur deyja og á vorin vakna ungar drottningar úr dvala og byrja að byggja nýtt bú.

Hunangsflugur gera nýtt bú á hverju ári.

Hunangsflugur lifa eingöngu á afurðum blóma.

Móhumla

[breyta]
Móhumla

Móhumla sem hefur verið hér í þúsund ár er aðlöguð að loftslagi og jurtum hérna. Eftir að móhumludrottning vaknar úr vetrardvala þarf hún fyrstu vikurnar að safna orku eftir vetrardvalann. Þá lifir hún mikið á víðireklum því hún fær frjókorn úr karlreklum og blómasykur úr kvenreklum. Hún fær líka fæðu úr bláberjalyngi, blóðbergi og hvítsmára. Móhumludrottning býr sér svo til hreiður og  býr þar til flata köku, aðallega úr frjókornum. Í þessa köku gerir hún hólf úr vaxi og verpir í það 10-12 eggjum. Við hliðina á klakhólfinu gerir hún hólf sem hún fyllir með hunangi. Klakhólfið innsiglar hún vaxi og svo liggur hún á eggjum og heldur hita í hreiðrinu þar til eggin klekjast út. Á meðan nærist hún á hunanginu.

Húshumla

[breyta]
Húshumla

Húshumla er tiltölulega nýr landnemi á Íslandi og hún þarf aðgang að blómum um leið og hún vaknar úr vetrardvala. Drottningar húshumlu vakna og fara á kreik upp úr miðjum apríl. Þær sem vakna snemma af vetradvala þurfa að reiða sig á víðitegundir sem blómgast snemma svo sem viðju (salix myrsinifolia) og alaskavíði (Salix alaxensis).

Darwin um humlur og rauðsmára

[breyta]

Náttúrufræðingurinn Charles Darwin skoðaði vel samband á milli líkamsgerðar skordýra og þeirra blóma sem þau sjúga hunangslög úr. Í bók hans Uppruni tegundanna frá árinu 1859 þá fjallar hann um samband á milli humla og rauðsmára. Hann segir að það séu yfirleitt humlur sem flytja frjóduft á milli blóma rauðsmára. En hvar myndi gerast ef humlur hyrfu spyr hann. Þá þyrfti nýjan frjóbera ef rauðsmári ætti ekki að deyja út. Býflugur sem hafa styttri tungu en humlur gætu tekið við og þær býflugur sem hefðu lengsta tungu gætu náð niður í blómbotn rauðsmára og hefðu nóg æti því engin samkeppni væri. Smán saman myndu svo tungur býflugnanna lengjast út af náttúruvali og blóm rauðsmárans myndu líka breytast svo býflugur næðu betur í hunangslög og frjóduft rauðsmára.

Lexíur um býflugur í Minecraft Education Edition

[breyta]

Minecraft Education Edition er útgáfa af tölvuleiknum Minecraft sem sérstaklega er ætluð til náms og kennslu. Mikið af lexíum fylgir með þessari útgáfu, hver lexía er einn eða fleiri leikheimar. Margar lexíur eru til sem fjalla sérstaklega um býflugur og vistkerfi tengt býflugum. Einnig eru sérstakar einingar í leiknum sem tengjast býflugum, þar á meðal veran býfluga sem getur flogið um og býkúpa og býflugnakassi.

Þessar lexíur eru m.a. námsefnið Kids and Bees í samvinnu við félag býflugnaræktenda og býflugnarannsakenda. Kids and Bees er safn af lexíum fyrir börn um býflugur en þær mynda samtengdan heim. Í hlutanum Beehive þá er spilari lítill eins og býfluga og flýgur frá býkúpunni til að safna hunangi og frjódufti. Spilari getur líka verið inn í býkúpunni, þar þarf að koma upp nýrri kynslóð býflugna, búa til hunang og býflugnavax, læra um býflugnadansins, þétta býflugnabúið og fleira. Spilari getur verið klæddur eins og býfluga. Í hlutanum Beetopia fer spilari frá býflugnabúinu og lærir ýmislegt um vistkerfi býflugna og um mismunandi tegundir býflugna og hvaða ógn steðjar að þeim. Í kaflanum Farm þá ferðast spilari um bóndabýli þar sem ræktaðar eru býflugur og talar við  bændur og býflugnaræktendur um hvernig býflugur eru ræktaðar og hvernig landbúnaður henti fyrir býflugur.

Hér er skjáupptaka (án hljóðs ) þar sem farið er í gegnum Kids and Bess lexíur.

Einnig er komin út lexía sem m.a. fjallar um hánorræna humlutegund Labland bumblebee. Bombus_lapponicus

Í þeirri lexíu/leikheim eiga nemendur að stýra humludrottningu sem safnar blómasafa og passar búið sitt, passar að eggin frjósi ekki.

Hugmynd að lexíu um humlur inn í Minecraft Education Edition

[breyta]

Þú getur sett inn leikheim í Minecraft um humlur þar sem spilari lærir um þessar fimm tegundir af hunangsbýflugum sem finnast á Íslandi og hvað einkennir hverja tegund. Texti inn í slíkri Minecraftlexíu getur verið frá þessari síðu eða úr heimildunum. Þú getur sett upp skilti og merkingar og einnig NPC persónur sem spilari á að tala við og látið býflugur birtast í heiminum og spilari eigi t.d. að búa til gróðurkerfi sem hentar hunangsflugum á Íslandi.

Hafa má til hliðsjónar lexíuna/áskorunina Bee Creative https://education.minecraft.net/en-us/challenges/bee-creative

Einnig er nýkomið (í október 2022) námsefni sem m.a. fjallar um hánorræna humlutegund Labland bumblebee. Bombus_lapponicus

Í þeirri lexíu eiga nemendur að stýra humludrottningu sem safnar blómasafa og passar búið sitt, passar að eggin frjósi ekki.

Slóðin á þá lexíu er: https://education.minecraft.net/en-us/lessons/frozen-planet-ii-frozen-lands2

Hér er upptaka frá spilun á þeim hluta þar sem nemandi leikur snædrottninguna, lapplandshumlu sem vaknar til lífsins að vori.

Sérstaklega má taka fyrir hvort og hvernig það getur hamlað landgræðslu og ræktun að fá skordýr séu frævarar og í tilfelli Íslands þar sem mikil ylrækt er stunduð hvernig býflugnaræktun fer saman við ylrækt.

Einnig umræðu um ágengar tegundir og nýjar tegundir sem hér nema land. Hvaða áhrif hefur það eða getur haft ef þær tegundir ryðja burt þeim sem fyrir eru?

Einnig að skoða sérstaklega hve mikilvægar víðitegundir eru fyrir humlur.

Heimildir og ítarefni

[breyta]

Er hunangsfluga og býfluga það sama? Vísindavefurinn

Getið þið sagt mér eitthvað um hunangsflugur? Vísindavefurinn

Gulvíðir og loðvíðir leiðbeiningar um ræktun Landgræðsla ríkisins 2006

Gulvíðir (stutt grein eftir Pétur Halldórsson í Bændablaðinu í júlí 2022

  • Móhumla (grein eftir Erling Ólafsson, Náttúrufræðistofnun Íslands)
  • Húshumla (grein eftir Erling Ólafsson,Náttúrufræðistofnun Íslands)
  • Garðhumla (grein eftir Erling Ólafsson,Náttúrufræðistofnun Íslands)
  • Ryðhumla (grein eftir Erling Ólafsson,Náttúrufræðistofnun Íslands)
  • Rauðhumla (grein eftir Erling Ólafsson,Náttúrufræðistofnun Íslands)
  • Humlur (smárit til kennslu í grunnskólum eftir Hörpu Jónsdóttur gefið út af Menntamálastofnun 2021)


  • Álitsgerð um innflutning á hunangsflugum (Bombus spp.) til Íslands (skýrsla eftir Kristján Kristjánsson, Háskólinn í Reykjavík, unnin að beiðni atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis 2013)
  • Samþróun (grein eftir Örnólf Thorlacíus í Náttúrufræðingnum 2006)

Myndefni á Commons

[breyta]

Myndaflokkurinn Bombus

https://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Bombus

Hunangsflugur á blómum

https://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Bombus_on_flowers

Tenglar

[breyta]

Hér er tengt í ýmis konar náms- og fræðsluefni á ensku um humlur .