Fara í innihald

Hugarkort

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Salvör Gissurardóttir

Handskrifað hugarkort

Hugarkort er kort eða tengslamynd sem sýnir tengsl orða, hugtaka, hugmynda eða verkefna miðað við einhverja miðju sem oft er orð eða hugmynd. Hugarkort eru aðferð í námstækni og ýmiss konar hugmyndavinnu og þankahríð, aðferð til að flokka og raða hugmyndum og hugtökum og til að setja hugmyndir fram á myndrænan hátt.

Hugarkort nýtast sem námstækni þannig að nemandi gerir eigin hugarkort til að skilja og muna flókin hugtök. Hugarkort geta nýst í allri hugmyndavinnu svo sem til að greina vandamál og leita að lausnum og sem hjálpartæki við ákvarðanatöku.


Tölvuforrit til að búa til hugarkort[breyta]

Það eru til ýmis tölvuforrit til að búa til hugarkort. Eitt vinsælt forrit er Mind Manager. Annað forrit er Freemind sem er ókeypis, opinn hugbúnaður sem allir geta hlaðið niður af Netinu.

Skjávarp[breyta]

Hér er skjávarp sem sýnir hugmyndavinnu í Freemind þegar viðfangsefnið er að skrifa námsefni á vef um fuglinn fálka. Þegar vinna á með efni eins og wikisíður eða aðrar vefsíður sem tengjast á ýmsa vegu þá getur verið gott að búa til hugarkort um hvernig síðurnar eða námsefnið á að tengjast.

Ítarefni[breyta]

Verkefni fyrir þig[breyta]

  • Prófaðu að hlaða einhverjum búnaði til hugarkortagerðar (t.d. Freemind eða 30 daga prufuútgáfu af Mind Manager) niður á tölvuna þína og skoða hvað tekur þig langan tíma að læra að gera einfalt hugarkort.
  • Gerðu uppkast að námsefni/lexíu í wiki í hugarkortakerfi.
  • Gerðu uppkast í hugarkortakerfi að verkefni sem hópur á að vinna að t.d. vef í Wikispaces.