Hreindýraveiðar á Íslandi

Úr Wikibókunum

Höfundur: Dagný Rut Kjartansdóttir

Almennt um hreindýr[breyta]

Hreindýr (Rangifer tarandus) eru í flokki hjartardýra. Hreindýr labba um í hjörðum en það er mismunandi eftir árstíðum hversu mörg dýr eru í hjörð[1].

Flokkun

Ríki:           Dýraríki (Animalia)

Fylking:     Seildýr (Chordata)

Undirfylking:  Hryggdýr (Vertebrata)

Flokkur:     Spendýr (Mammalia)

Ættbálkur:     Klaufdýr (Artiodactyla)

Undirættbálkur:   Jórturdýr (Ruminantia)

Ætt:   Hjartarætt (Cervidae )

Ættkvísl:    Hreindýr (Rangifer)

Tegund:  Rangifer tarandus

Hreindýraveiðar[breyta]

Það þarf að huga að ýmsu áður en sótt er um leyfi til veiða. Veiðimaðurinn þarf að hafa skotvopnaleyfi B og gilt veiðikort. Það verður að fara á námskeið til að öðlast þessi réttindi.

Hvert ár er gefinn út hreindýrakvóti sem segir til um hvað má veiða mikið af dýrum. Svæðin eru skipt frá 1 til 9 og er sérstakur kvóti fyrir hvert svæði. Þegar sótt er um leyfi þá verður umsækjandinn að sækja um tarf eða kýr og velur síðan svæðið. Nöfn umsækjenda fara í pott og dregið er úr umsóknum í beinni útsendingu á netinu. Reglur eru um útdrátt dýra og hægt er að finna hann hérna

Hreindýraveiðin á tarf er frá 15. júlí - 15. september en kýrnar má veiða á tímabilinu 1. ágúst - 20. september.

Ef umsækjandi fær úthlutað hreindýri þá verður hann að standast skotpróf fyrir 1. júlí hjá viðurkenndu skotfélagi. Það eru 22 skotfélag víðsvegar um landið með 97 prófdómurum sem geta séð um verklegt próf.

Hreindýraleiðsögumaður[breyta]

Lögum samkvæmt skal veiðimaður ráða sér leiðsögumann áður en haldið er til veiða. Hægt er að finna lista með leiðsögumönnum inn á vef umhverfisstofnunar. Hlutverk leiðsögumanns er að fylgja veiðimönnum á veiðislóð og sjá til þess að veiðar fari fram með löglegum hætti og að dýrið verði fellt á mannúðlegan hátt. Hann skal einnig passa uppá alla öryggisþætti er við kemur veiðunum, tryggja að bakland sé gott og ýmislegt fleira. Ef veiðimaður hittir ekki nægilega vel og dýrið særist skal leiðsögumaður fella dýrið á skjótann og öruggann hátt.

Krossapróf[breyta]

1 Hvað er Hjarðdýr?

mávar
ný tegund af dýrum
dýr sem halda sig í hópum
öll dýr

2 Hvenær má veiða hreindýratarf?

15. ágúst - 15. september
1. janúar - 15. janúar
15. nóvember - 15. desember
allt árið

3 Hvað þarftu að hafa í lagi til að mega skjóta hreindýr?

nýja skó og gott nesti
gilt skotvopnaskirteini og veiðikort
eiga byssu og felulitaföt
upphækkaðann jeppa


Tenglar og heimildir[breyta]

[1] Hreindýr inn á umhverfisstofnun


  1. „Hreindýr“. www.na.is. Sótt 25. febrúar 2021.