Hornafjörður

Úr Wikibókunum

Þessi síða er unnin sem verkefni við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2022.

Sveitarfélagið Hornafjörður

Svetarfélagið Hornafjörður
Skjaldamerki Hornafjarðar

Sveitarfélagsið Hornafjörður[breyta]

Sveitarfélagin Hornafjörður er staðsett á Suð-Austurlandi og er eitt lengsta sveitarfélag landsins, nær frá Skeiðarársandi í Öræfum í vestri og að Hvalnesskriðum í Lóni í austri. Sveitarfélagið hvílir í skjóli stærsta jökuls Evrópu Vatnajökuls og hæsti tindur Íslands Hvannadalshnjúkur rís þar hæst 2109,6 m. fyrir ofan sjávarmál. [1] Höfn tilheyrði Nesjahreppi þar til kauptúnið varð sérstakt hreppsfélag 1946 með liðlega 300 íbúa. Það fékk kaupstaðarréttindi 31. desember 1988. Árið 1994 sameinaðist Hafnarkauptún, Nesjahreppi og Mýrahreppi úr varð Hornafjarðarbær. Árið 1998 sameinaðist Hornafjarðarbær Hofshreppi, Bæjarhreppi og Borgarhafnarhreppi, þá voru öll sveitarfélögin í sýslunni sameinuð í eitt, Sveitarfélagið Hornafjörð.[2]

Íbúafjöldi[breyta]

Íbúar Hornafjarðar voru 2.387 í janúar 2021 skv. Þjóðskrá Íslands.

Í skjóli Vatnajökuls[breyta]

Náttúra og menningarsaga Vatnajökulsþjóðgarðs er einstæð á heimsvísu. Náttúran mótast af mikilli eldvirkni á Mið-Atlantshafshrygg og loftslagi á mörkum hlýrra og kaldra strauma í hafi og lofti. Ísland varð til við eldsumbrot og á það settist Vatnajökull, mesta jökulbreiða Evrópu.

Saga mannlífs og menningar við rætur jökulsins í þúsund ár á engan sinn líka; um það vitna heimildir og menningarminjar. Löngum var þar barátta lífs við náttúruhamfarir, eldgos, gjóskufall, jökulhlaup, kuldaskeið og jökla sem skriðu yfir gróið land. En þar var skráð reynsla af sambýli þjóðar við jökla og þekking á eðli þeirra svo að þaðan má rekja upphaf skilnings á tilurð og hreyfingu jökla. En landið gat verið gjöfult. Lífríki er fjölbreytt, einkum gróður og fuglalíf, slægjuland grösugt á láglendi sunnanlands. Á flæðiengjum Eyjabakka er eitt stærsta votlendissvæði hálendisins. Þar er fellisvæði heiðagæsa sem verpa í þúsundatali á Snæfellsöræfum. Á sömu slóðum eru sumarhagar um 2.000 hreindýra, helmings íslenska hreindýrastofnsins. Skeiðarársandur og Breiðamerkursandur við suðurjaðar þjóðgarðsins eru mikilvægustu varplönd skúms og þórshana. Einstakur birkiskógur er í Bæjarstaðarskógi. Mosi er hvergi á Íslandi jafn ríkjandi í gróðurfari og í suðvesturhluta þjóðgarðsins. Gamburmosi í bland við breiskjufléttur í Skaftáreldahrauni myndar breiskjuhraunavist sem er afar sjaldgæf á landsvísu og finnst líklega hvergi annars staðar í heiminum. Norðan jökuls eru víðáttumikil eldhraun þar sem breiskjufléttur eru nánast eini gróðurinn. Meira en níu tíundu af landi þjóðgarðsins eru þó jökull eða auðnir, gróðurlausar eða lítt grónar.[3]

Spurningar[breyta]

  1. Undir hvaða jökli er Hornafjörður?
  2. Hvernig skógur er í Bæjarstaðarskogi?
  3. Hvað sameinuðust mörg sveitarfélög þegar Sveitarfélagið Hornarfjörður varð til?

Krossapróf[breyta]

1 Hvar á landinu er Hornafjörður?:

Suð - Austurlandi
Suðurlandi
Norðurlandi
Norð - Vesturlandi

2 Hvaða fuglar eiga sér mikilvæg varplönd í suðurjaðri þjóðgarðsins?:

Skúmur og Þórshani
Lóa og tjaldur
Skúmur og gæs
Álft og gæs


Heimildir[breyta]

  1. https://en.wikipedia.org/wiki/Hvannadalshnj%C3%BAkur/
  2. https://www.hornafjordur.is/mannlif/baerinn/saga-hornafjardar/
  3. https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/fraedsla/um-vatnajokulsthjodgard/serstada-thjodgardsins/