Fara í innihald

Hlutverkaleikur

Úr Wikibókunum

Í hlutverkaleik bregða nemendur sér í hlutverk í fyrirfram ákveðnum ímynduðum aðstæðum. Þessi aðferð gefur nemendum möguleika á að velta fyrir sér mismunandi sjónarhornum og prófa sig áfram með mismunandi aðferðir til að ráða fram úr vanda. Hlutverkaleikur hentar ágætlega til að kenna og eða þjálfa nýtt tungumál, viðtalstækni eða samræðulist. Til dæmis er aðferðin notuð við þjálfun ráðgjafa. Þá skiptast nemendur á að vera ráðgjafi og skjólstæðingar og spinna vanda sem þarfnast úrlausnar. Nemendur geta hvort heldur sem er verið þeir sjálfir í ímynduðum aðstæðum eða leikið hlutverk annarrar persónu. Nauðsynlegt er að kennarinn taki kennsluaðferðina alvarlega þó vissulega sé af hinu góða að krydda hana með kímni. Ef kennarinn hefur ekki trú á hlutverkaleik sem gildri kennsluaðferð verður verkefnið kjánalegt og óþægilegt nemendum að taka þátt. Fyrir utan að vera skemmtileg æfing getur hlutverkaleikur verið nemendum tækifæri á að tengja námsefnið lífinu utan skólastofunnar. Vissulega eru aðstæðurnar tilbúnar en þó byggðar á þeim aðstæðum sem nemendur sjá fyrir sér að þeir komi til með að nota þá færni og þekkingu sem þeir afla í skólanum.--Arnybirg 19:36, 13 desember 2006 (UTC)