Fara í innihald

Hjálp:Tenglar

Úr Wikibókunum

Tenglar eða hlekkir eru notaðir til að tengja saman síður. Fyrir grunnupplýsingar um notkun tengla, sjá Handbók Wikibóka. Það eru þrjár gerðir tengla notaðar á MediaWiki (wiki-tenglar, innri tenglar og ytri tenglar), og hver er með sitt eigið CSS-útlit.

Wiki-tenglar

[breyta]

Wiki-tengill eða innvortis tengill er tengill sem tengir síður í aðrar innan sama verkefnis.

Dæmi um notkun:

Inntak Úttak Virkni
[[a]] a Einfaldasta notkunin.
[[a|b]] b Tengill á greinina "a", merktur "b".
[[a]]b ab Tengill á greinina "a", merktur "ab". Eins mætti skrifa [[a|ab]].
[[a|b]]c bc Tengill á greinina "a", merktur "bc". Eins mætti skrifa [[a|bc]].
a[[b]] ab Tengill á greinina "b", merktur "ab".
[[a]]<nowiki>b</nowiki> ab Tengill á greinina "a" við hliðina á "b".
[[a]]''b'' ab Tengill á greinina "a" við hliðina á skáletruðu "b".
''[[a]]''b ab Tengill á greinina "a" við hliðina á feitletruðu "b".
[[a|b]]c<nowiki>d</nowiki> bcd Tengill á greinina "a", merktur "bc" við hliðina á "d".
[[a]][[b]] ab Tenglar á greinarnar "a" og "b" við hliðina á hvor öðrum.

Tenglar með færibreytu (nafn tengilsins) eru sagðir „pípaðir“ vegna þess að pípumerki er notað ( | ).

MediaWiki kannar sjálfkrafa hvort að síðan sé til staðar. Ef að síðan er ekki til, leiðir tengillinn þig á breytingaskjá, og er síðunni úthlutaður klasinn „new“. Slíkir tenglar eru kallaðir „rauðir tenglar“ vegna þess að þeir eru litaðir rauðir í sjálfgefnu stílsíðunni á sjálfgefni uppsetningu á MediaWiki. Rauðir tenglar eru nytsamlegir þegar kemur að því að sjá hvort að síða sé nú þegar til.

Myndir, flokkar og tenglar á önnur tungumál lúta sömu reglu. Tilraun til að tengja síðu á venjulegan hátt við mynd mun setja myndina á síðuna. Ef flokkur er tengdur á þennan hátt mun síðunni vera bætt í flokkinn og ef tungumálatengill er settur á síðu með þessu móti mun hann virka sem tengill á grein á viðeigandi máli. Þetta má forðast með því að forskeyta tvípunkti framan á tengilinn, sem að brýtur út úr þessari virkni. Dæmi: [[:Mynd:MediaWiki.png]], [[:Flokkur:Wikibækur:Leiðbeiningar]] og [[:nl:Help:Gebruik van links]].

„nl“ er ISO kóði fyrir hollensku.

Tenglar á stubbagreinar

[breyta]

Innri tenglar

[breyta]

Innri tengill er tengill sem að tengir síðu við aðra síðu á annari vefsíðu. Óháð því hvað nafnið bendir til, þá þarf tengillinn ekki að tengja síðuna við aðra síðu á Wiki-tengdri síðu, en það þarf að vera á innritenglakortinu. Þessir tenglar eru í sambandi við CSS-klasan „extiw“. Þessir tenglar eru eins og wiki-tenglarnir að ofan, en láta forskeytið tilgreina áfangstaðinn. Til dæmis, á WikiMedia verkefnum og mörgum öðrum Wiki, tengist w:Forsíða á forsíðu Wikipedia. Það má fela forskeytið („w“ fyrir Wikipedia) með því að hafa tengilinn pípaðan, svona [[w:Forsíða|Forsíða]] en þá birtist bara „Forsíða“ í síðuna.

Innri tenglar við sama verkefnið

[breyta]

Þó að innri hlekk megi nota til að tengja við Wiki frá sjálfum sér, er ekki mælt með því. MediaWiki nemur ekki hvort að síðan sé til eða ekki, svo það er ekkert sérstakt forsnið á hlekknum. Enn frekar tekur MediaWiki ekki eftir því hvort að tengillinn vísi á síðuna sjálfa þannig að þeir tenglar yrðu ekki feitletraðir (svona: Hjálp:Tenglar), þar sem að innritengill á sjálfa síðuna yrði eðlilega: (w:Hjálp:Tenglar).

Ytri tenglar

[breyta]

Ytri tenglar nota fulla vefslóð til að vísa á vefsíður. Þessir tenglar eru í sambandi við CSS-klasan „external“. Hefbundnir ytri tenglar líta svona út [http://www.wikipedia.org Aðalsíða Wikipediu] og myndi birtast svona „Aðalsíða Wikipediu“. Einnig má sleppa að hafa texta í hlekkinum, svona [http://www.wikipedia.org] en þá birtast þeir númeraðir, á þennan veg „[1]“. Til að sýna slóðina eins og hún leggur sig er kassasvigunum sleppt; http://www.wikipedia.org.

Ytri tenglar við sama verkefnið

[breyta]

Ytri tenglar eru oft notaðir til að hægt sé að hafa sérstakar færibreytur í tenglum. Með þessu er hægt að hafa tengla á breytingaskrána, breytingaglugga og mismun tveggja breytinga á síðu.

Örvamerkið (Monobook)

[breyta]

Monobook þemað setur örvamerki á eftir öllum ytri tenglum. Því má sleppa með CSS-klasanum „plainlinks“ í HTML-skipuninni „<span>“. Þá yrði [http://www.wikipedia.org Aðalsíða Wikipediu] svona <span class="plainlinks">[http://www.wikipedia.org Aðalsíða Wikipediu]</span> og útkoman væri „Aðalsíða Wikipediu“. Einnig virkar þetta þó svo að textanum í tenglinum sé sleppt eða vefslóðin ein sé sýnd. Þetta er gott að nota ef tengillinn nær yfir í næstu línu.

Svæðistenglar (akkeri)

[breyta]

Svæðistengill eða akkeri kallast sú tegund tengla sem að leiða á áhveðna staðsetningu í síðum. Akkeri geta leitt á bæði stað á síðunni sem að þau eru á og einnig á öðrum síðum og staðsetningin getur verið nafn fyrirsagnar í síðu eða valin. Til að virkja þetta er „#“ notað sem forskeyti í tenglinum.

Dæmi: Akkeri á fyrirsögninga „Wiki-tenglar“ yrði gert svona [[#Wiki-tenglar]] og kæmi út #Wiki-tenglar. Til að fela kassamerkið er akkerið haft pípað.

Til að akkeri vísi hefst í síðu er „#top“ haft sem innihald tengilsins. Þetta orð er frátekið og mun ekki vísa á fyrirsögn undir þessu nafni nema að hún sé til staðar.

Dæmi: Þetta [[#top]] framkallar „#top“, sem að má hafa pípað.

Þegar akkeri á að vísa á valna staðsetningu er HTML-skipunin „<span>“ notuð með eigindinu „id“. Skipunin er staðsett þar sem að akkerið á að leiða.

Dæmi: Akkeri sem á að leiða á áhveðan staðsetningu á síðu yrði gert svona [[#nafn_tengils]] og myndi það leiða þangað ef <span id="nafn_tengils"><span> væri þar. Ekki má hafa kassamerk í „span“-skipuninni. Einnig mun þetta ekki virka ef að fyrirsögn með sama nafni er til staðar.

Tengt efni

[breyta]

Stuðningur og virkni MediaWiki á: