Fara í innihald

Hawairósir

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Sófus Guðjónsson

Þessi bók fjallar um stofuplöntuna Hawaiirós eða Kínarós. Þetta er til fróðleiks og ánægju fyrir þá sem hafa gaman að því að rækta falleg blóm. Rósin er falleg og gróskumikil stofuplanta.

Uppruni

[breyta]

Kínarósiner upprunin í Kína og hefur verið nefnd Kínarós. Hún er af svokallaðri Malvaceae ættinni. Þar sem hún vex á suðlægum slóðum vex hún sem tré eða runni. Víða í hitabelti- eða heittempruðu löndunum hefur Hawairósin verið notuð í limgerði vegna þess hversu þétt hún er. Plöntusafnarar fluttu Hibiscus til Evrópu árið 1731 og hefur hún síðan verið mjög vinsæl og sérstaklega sem stofuplanta.

Útlit

[breyta]
Rauð Hawairós

Hawaiirósin er ræktuð vegna blómfegurðar. Blöð plöntunnar eru sérstaklega vel mótuð, fallega glansandi og dimmur dökkgrænn litur á þeim ef plöntunni líður vel. Seint á 18.öld þekktu menn minnst þrjú afbrigði Hawaiirósar. Blómin eru öll fagurlituð. Þekktasta tegundin er sú rauða, með einföldu undirkrýndu blómi og sú fyllta með yfirkrýndu blómi. Aðrir þekktir litir á blóminu eru gul eða appelsínurauð. Nú eru ræktuð mun fleiri afbrigði af Hawairósinni.


Tegundir

[breyta]

Hefðbundna rósin er sú rauða. Önnur afbrigði eru m.a. H.archeri sem er frá Vestur-Indíum og er hún mjög lík H.rosa-sinensis en með stærri blöðum og getur orðið allt að 4 m há en er með minni rauðum blómum. H.mutabilis sem er frá Asíu er með svera og sterka stöngla með mjúku hári á og getur orðið mjög há. H.schizopetalus er kynblendingur frá hitabelti Afríku. Blómin eru minni, sterkrauð að innan og ljósari að utan og hún er einnig blaðminni. Hawaiirósin á það til að missa blómaknúppana ef hún er í of þurru lofti og er misvökvuð. Blómgunin er aðall rósarinnar og hafa því verið ræktaðir nýir kynblendingar H.Weekend og H.Moonlight sem ræktaðar hafa verið með tiliti til þess að knúpparnir detti síður af. Talið er að tegundir Hawaiirósar séu allt að 250.

Stærð tegundar

[breyta]

Hawaiirósir sem seldar eru í blómabúðum á Íslandi eru ekki mikið stærri en 35-45 sm. Hún getur þó orðið allt að 150 cm í potti. Oftast við góð skilyrði tvöfaldar hún vöxt sinn á einu vaxtartímabili. Á suðlægum slóðum í heitari löndum vex hún villt utandyra og getur orðið 4 m há og ef hún nær að klifra upp vegg eða girðingu við góð skilyrði á móti sólu geta bæst við margir metrar.

Vökvun

[breyta]

Á vaxtartíma þarf að vökva 2 í viku, oftar ef plantan er í mikilli sól og í suðurglugga og einnig að gefa væga áburðarblöndu yfir sumartímann. Hawaiirósina er gott að hvíla á veturna og vökva einu sinni í viku. Það má láta moldina þorna á yfirborðinu á milli þess sem vökvað er. Plantan þarf mikla birtu, góðan hita og raka á sumrin. Sumarhiti má vera allt að 25- 30°C og á veturna allt niður í 10°C.

Þjóðarblóm

[breyta]

Í Malasíu er Hawairósin þjóðarblóm.

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: