Hagamús

Úr Wikibókunum

Arna Vala Eggertsdóttir Þessi wikibók fjallar um hagamúsina.

Hvað er hagamús?[breyta]

Hagamús er lítil mús sem er ættuð frá Evrópu. Talið er að hún hafi komið hingað til lands með skipum landnámsmanna. Kvendýrin kallast kvenmús, karldýrin steggur og karlmús og afkvæmi þeirra kallast músarungar.

Hagamús

Hvernig dýr er hagamús?[breyta]

Hagamús er spendýr og nagdýr og hún er ein af fjórum landspendýrum á Íslandi sem getur lifað án mannsins. Þær vilja félagsskap og á veturna búa þær margar saman en á sumrin búa kvendýrin sér og búa til svæði fyrir ungana sína. Karlmýsnar hjálpa ekki til við uppeldið á ungunum sínum.

  1. tilvísun [[1]]

Á hagamúsin sér einhverja óvini?[breyta]

Já. Þeirra helstu óvinir eru minkar, refir og auðvitað kettir

Hvað borðar hagamúsin?[breyta]

Ber, ýmis blóm, skordýr og grasfræ.

Hvað er hagamúsin stór?[breyta]

Hagamús er mjög smágerð. Hún er um 9 cm frá snjáldri og að skottrót en skottið sjálft er um 8 cm langt.

Myndir[breyta]

Mús

Mús

Heimildir[breyta]

  1. tilvísun [[2]]