HTML/Undirbúningur
Útlit
< HTML
Um HTML
[breyta]- HTML stendur fyrir Hyper Text Markup Language.
- HTML skjal verður að enda á .htm eða .html.
- HTML skjal getur verið búið til með einföldum textaritli.
- HTML mörk segja vafranum hvað hann eigi að birta.
HTML er ívafsmál sem vinnur vaframegin, þ.e að skjalið virkar án þess að vefþjónn þýði það.
Þú getur búið til HTML skjöl í einföldum textaritli svo sem Notepad eða TextEdit. HTML skjöl er hægt að opna í öllum vöfrum þar sem HTML er grunnmál þegar kemur að vefsíðun.