Húsráð fyrir piparsveina

Úr Wikibókunum

1. Ef skán er í kaffi- eða tebollum, þá er þjóðráð að setja alla bollana í heitt vatn með örlitlu klóri út í. Látið bollana liggja í nokkra stund og þá eyðist skánin. Endurtakið eftir þörfum.

2. Til að ná grasgrænku úr fötum, hellið nýmjólk í blettinn og svo uppþvottalegi og nuddið saman.