Höndlun skipa

Úr Wikibókunum

Vilbergur Magni Óskarsson, þessi síða er í smíðum.

Höndlun skipa (Ship handling) er það að fá skipið til að færast í þá átt sem við viljum, þegar við viljum og er þá aðallega átt við þegar skipinu er komið til hafnar, eða úr höfn. Útlistun á höndlun skipa / Ship handling

Skip hafa mis mikla stjórnhæfni og þar af leiðandi misauðvelt að höndla þau. Það fer eftir því til hvers skipið er hannað. Skip eru hönnuð með hagkvæmni og ákveðin not í huga, til að flytja ákveðna tegund af farmi milli staða en stjórnhæfni eða höndlunareiginleikar eru ekki endilega efst á blaði hönnuðarins.

Það er helst við hönnun skipa sem notuð eru í þjónustu við olíuvinnslupalla á hafi úti þar sem mikil stjórnhæfni er forsenda fyrir notagildi skipsins. "Supply ship"

Supply skip, ©Trond Abrahamsen

Til dæmis er stórt olíuflutningaskip almennt með mun verri stjórnhæfni en gámaflutningaskip af sömu stærð. Ástæða þess er að stór olíuskip eru venjulega í löngum siglingum með mikið magn í einu af einsleitum farmi fyrir einn aðila og koma því sjaldan að bryggju. Þessvegna er hagkvæmara fyrir þannig skip að nota þjónustu dráttarbáta en að fjárfesta í búnaði fyrir skipið sem eykur stjórnhæfni þess.

Stórt tank skip © Hans Hillewaert / CC BY-SA 4.0
Gámaskip, © Hans Hillewaert

Gámaskip aftur á móti geta haft margar viðkomuhafnir og þurfa oft að leggjast að bryggju undir gámakrönum og því ágætt að þau hafi góða höndlunareiginleika sem getur sparað notkun á dráttarbátaþjónustu.

Það sama á við um farþegaskip "Cruise ship" sem smíðuð eru í dag, þau hafa mikla stjórnhæfni þar sem þau eru oft að koma til hafnar, stundum jafnvel daglega eins og skip sem sigla um Miðjarðarhaf með farþega í skoðunarferð. Þau koma til margra hafna í viku hringferð. Það er því nauðsynlegt að slík skip hafi mikla stjórnhæfni og þar með auðvelt að höndla.

Farþegaskip, Christian Ferrer / Wikimedia Commons / cc-by-sa-4.0


Gerðir skipa[breyta]

Gerðir skipa eru margar og mismunandi allt eftir því til hvers skipið er ætlað. Fiskiskip eru mismunandi eftir því til hvaða veiða þau eru ætluð. T.d. Togari, línuskip, handfærabátur, nótaskip o.s.frv. Flutningadkip eru einnig flokkuð eftir því hverskonar farm þeim er ætlað að flytja. Einnig eru þar undirflokkar eins og t.d. lausafarmsskip, sem eru þá bæði þurrlestarskip og tankskip. Undirflokkar tankskipa eru m.a. olíuflutningaskip og gasflutningaskip.

Flutningaskip[breyta]

Flutningaskip eru flokkuð eftir því til hvers þau eru ætluð. Þurrlestarskip, stórflutningaskip, flytja t.d. korn, mjöl, kol og önnur jarðefni í stórum förmum og eru þá gjarnan með lestar fullar af sama farmi.


Stórflutningaskip, Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0 Generic


Krossapróf[breyta]

1 Hvaða skip hefur mestu stjórnhæfnina?

Olíuskip
Gámaskip
Supply skip
Togari

2 Hvað er rétt fullyrðing um flokka fiskiskip?

Það eru engir undirflokkar fiskiskipa
Það eru fjölmargir undirflokkar fiskiskipa
Það eru fjórir undirflokkar fiskiskipa
Það eru tveir undirflokkar fiskiskipa