Fara í innihald

Höfuðlús

Úr Wikibókunum

Höfundur Brynja Dís Guðmundsdóttir

Þetta er wikibók um höfuðlús, um hvað hún er, hvernig hún smitast og hvernig losna skal við hana. Hún hentar sem kennsluefni fyrir alla sem vilja fræðast um lúsina og þá helst losna við hana.

Höfuðlús[breyta]

Höfuðlús til samanburðar til eldspýtu og mynt

Höfuðlúsin er af ætt útsníkla, en það eru sníkjudýr sem lifa utan á öðrum lífverum[1]. Þær lifa á hári á höfði fólks og nærast á því að sjúga blóð úr því. Lúsin er að öllu skaðlaus en getur valið miklum kláða og óþægindum, ásamt því að hún gerir sár í hársvörðinn þegar hún nærist. Lúsin er um 2,5 – 3 mm að stærð, hún er flöt og vænglaus. Lúsin er venulega gráleit í útliti en þegar hún hefur nærst á blóði, þá verður líkaminn rauðleitur[2]. Lúsin getur skriðið um 6 – 30 sm á mínútu, hún getur hvorki flogið, stokkið eða synt. Þær lifa í um 30 daga, en geta eingöngu lifað 15-20 klukkustundir utan hársins.

Nit[breyta]

Nit til samanburðar við eldspýtu

Líkt og önnur skordýr þá verpir lúsin eggjum. Kvendýrið verpir um 3 – 4 egg á dag. Egg lúsarinnar eru kölluð nit. Nitin eru lögð sem næst hársverðinum eða um 3-5mm frá hársverðinu. Nitin eru um 0.8mm að stærð og lúsin festir þau við hárið með sérstöku efni sem hún framleiðir. Nitin klekjast út við 22°C hita. Algengast er að finna nit fyrir ofan eyru eða við hárlínuna aftan á hnakkanum[3].

Smitleiðir[breyta]

Lúsin er í raun bráðsmitandi og er landlæg á Íslandi. Hún er algengur óvinur í grunnskólum og reglulega þarf að grípa inn í heilu bekkina og reyna stöðva smit. Hægt er að biðja nemendur um að ganga um með buff á höfðinu svo þau smiti síður sín á milli, en algengast er að hún smitist í skólanum. Þaðan fer hún heim og smitast í foreldra og/eða systkini, sem svo bera þetta með sér í vinnu eða skóla. Smit með fatnaði og innanstokks­munum er afar ólíklegt en hins vegar getur lúsin farið á milli hausa ef bein snerting verður frá hári til hárs í nægilega langan tíma til að lúsin geti skriðið á milli, Höfuðlús, sem fallið hefur út í umhverfið, verður strax löskuð og veikburða og getur ekki skriðið á annað höfuð og sest þar að [4].

Einkenni og greining[breyta]

Lúsakambur

Afar fáir fá mikill einkenni af lúsinni, en helstu einkenni er kláði. Kláðinn kemur af ofnmæmisviðbrögðum vegna munnvatns lúsarinnar, en hún spýtir munnvatni í hársvörðinn þegar hún sýgur blóð. Til að greina hvort lús sé í hári, þarf að kemba hárið með lúsarkambi og leita með nákvæmni af lúsinni. Best er að hafa hvítt blað undir hárinu og kemba frá hársverði og alla leið niður hárið, þannig grípur kamburinn lús eða hnit og skilar á blaðið. Lúsin sést best á hvítu blaði. Einnig er hægt að kemba hárið blautt, setja hárnæringu í það og kemba. Ef það finnst lús þarf að grípa til ráðstafana og losna við hana.

Hvernig skal losna við lús?[breyta]

Til að losna við lúsina er annaðhvort hægt að kemba vel í gegnum hárið og grandskoða það og finna öll nit eða nota lúsarsjampó. Í dag er frekar mælt með lúsarsjampó, en hægt er að kaupa það án lyfseðils í öllum apótekum. Lúsarsjampó drepur bæði lúsina og nitin sem komin eru í hárið. Þau virka flest á þá leið að bera þarf sjampóið í þurrt hárið og láta bíða í 10 mínútur. Eftir það er sjampó skolað úr og kempt yfir til að ná öllum dauðu lúsunum og nitunum úr hárinu. Ein meðferð á að duga við að losna við lúsina. Til að forðast frekari smit, þarf að kempa alla fjölskyldumeðlimi og ganga úr skugga um að enginn af þeim sé með lús. Best er að kemba daglega í tvær vikur eftir að smit og meðferð, til að vera alveg viss um að lúsin sé farin.

Ítarefni[breyta]

Tegundir lúsasjampóa
Höfuðlús á Doktor.is
Um höfuðlús á Wikipedia
Um smit á höfuðlús á Wikipedia

Spurningar[breyta]

  1. Hvað er lús?
  2. Hvernig smitast lúsin?
  3. Hvernig á að losna við lús?

Krosspróf[breyta]

1 Hvað er lúsin stór?

1-1,5mm
2,5-3mm
3-5mm
5,5-6mm

2 Hvað kallast egg lúsarinnar?

Glit
Nit
Lúsaregg
Bit

3 Hvað lifir lúsin lengi utan hárs?

Hún deyr ekki utan hárs
5-10 klukkustundir
30-45 klukkustundir
15-20 klukkustundir

Heimildir[breyta]

  1. Vísindavefurinn. (e.d.). Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum?. Sótt 4. mars 2018 af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6902
  2. Wikipedia. (22. febrúar 2018). Head louse. Sótt 4. mars 2018 af https://en.wikipedia.org/wiki/Head_louse
  3. Vísindavefurinn. (e.d.).
  4. Doktor.is (e.d.). Höfuðlús, lús. Sótt 4. mars 2018 af http://doktor.is/grein/hofudlus-lus