Hárvöxtur

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

Inngangur[breyta]

Í þessari wikibók ætla ég að fjalla um hárvöxt, hver þróun hans er og hvað getur haft áhrif á hann.

Marianne Ernst, Long hair model

Vaxtarferli hársins[breyta]

Hárvöxtur er genatengdur og er hægt að skipta honum upp í þrjú stig vaxtarstig, breytingastig og stöðustig. Hárvöxtur hjá mönnum er óreglulegur þar sem hvert og eitt einasta hár gengur í gegnum sitt vaxtarferli og getur það tekið nokkur ár.


Vaxtarstig (anagen)[breyta]

Á þessu stigi er hárið að vaxa og getur það varið að meðaltali í tvö til sex ár, allt að 85% hársins á þessu stigi á hverjum tíma. Vaxtarhraðinn og lengd tímabilsins ákvarða mestu mögulegu lengd hársins.

Breytingarstig (catagen)[breyta]

Á Þessu stigi hrúgast frumur upp í botni hársrótarinnar og hún þornar, vöxtur stöðvast og hárrótin fer að færast upp eftir hárslíðrinu (þekur hárrótina). Aðeins 1% hársins er á þessu stigi á hverjum tíma, frekari vöxtur á sér ekki stað fyrr en eftir stöðustigið. Þetta tímabil varir aðeins í stuttan tíma eða í nokkra mánuði

Stöðustig (telogen)[breyta]

Hér skreppur hárpípan saman svo fullmótað hárið þrýstist upp á við frá hárslíðrinu og hárið losnar burt. 14% hársins er á þessu stigi á hverjum tíma. Eins og á breytingastiginu þá og varir þetta stig aðeins í stuttan tíma eða í nokkra mánuði.

Svo byrjar hringrásin aftur.


Ólíkar hárgerðir hafa ólík hlutföll geta verið á milli vaxtar- og stöðustigs. Skegghár hefur t.d álík vaxtarstig og höfuðhár. Augabrúnir og augnhár hafa önnur hlutföll vaxtar og segja þau að augnhár og auabrúnir vaxi í u.þ.b. tíu vikur en séu á stöðustiginu í u.þ.b. níu mánuði. Þess vegna vaxa augabrúnir hægt eftir rakstur en hratt eftir plokkun.

Áhrifaþættir[breyta]

Margt getur haft áhrif á hárvöxt t.d sjúkdómar og skortur á næringarefnum. Reyndar getur allt sem hefur áhrif á líkamsástand haft áhrif á hárslíðrið og þar með hárvöxtinn. Konur verða oft varar við hárlos eftir barnsburð. Ástæðan er sú að á meðgöngunni varir vaxtarstigið lengur, hárið fellur ekki frá rótinni. Eftir fæðinguna fer síðan mikið hár á stöðustigið þar með talið hárið sem átti að falla áður, það fellur nú á sama tíma og hin og veldur þetta miklu hárlosi. Þetta hárlos veldur mæðrum oft áhyggjum þótt þetta stafi af hormónastarfsemi líkamans þar sem hann er að reyna að ná fyrra jafnvægi.

Medication-hair-loss

Rannsóknir hafa sýnt fram á að sum steinefni einkum kasíum, hægir á frumuskiptingunni í hárslíðrinu. Veldur þetta því að hárið fer af vaxtarstigi og yfir á stöðustig. Sjúkdómar og lyfjagjafir geta haft áhrif á hárvöxt, annaðhvort með því að flýta fyrir að stöðustig byrji eða valdið því að afbrigðileg hár myndist. Mjög mikilvægt er fyrir fagmanninn að vita hvort viðskiptavinur hafi átt í veikindum eða taki einhver lyf að staðaldri, þar sem efnameðferð á hári s.s permanent og litun getur haft áhrif á útkomu og skaðað hár sem er veikt fyrir.

Eðlilegt[breyta]

Alveg eðlilegt er fyrir okkur að missa um það bil 50-100 hár á dag. Talið er að frost og kuldi geti haft áhrif á hávöxtin og talið er að konur fari mest úr hárum í mánuðunum október og nóvember, þó er enn ekki vitað hvers vegna. Hárið á höfði okkar vex að meðaltali 0,44 millimetra á dag eða rúmlega 13 mm á mánuði. Getur hraði á vextinum þó verið ólíkur milli einstaklinga. höfuðhár eru yfirleitt á bilinu 100.000 til 150.000, getur þó að sjálfsögðu breyst og hárunum fækkað hjá fólki sem missir hárið, til dæmis hjá karlmönnum sem fá skalla. Þar sem margir þættir geta verið valdur að miklu hárlosi er gott ef mikið hárlos á sér stað og stendur lengi yfir að hafa samband við lækni. Hann getur úrskurðað úr hvað gæti verið valdur þess.

Spurningar[breyta]

  1. Hvað ræður vaxtastigum hársins ?
  2. Hver eru þrjú stig hárvaxtar ?
  3. Hvers vegna geta verið ólík hlutföll á milli vaxtar- og stöðustigs ?
  4. Hvers vegna fær fólk hárlos?
  5. Hvað ber að ath hjá viðskiptarvinum áður en efnameðferð fer fram?
  6. Hvert ber fagmanni að benda viðskiptavinum sínu að fara ef óvenjulega mikið og langt tímabil af hárlosi hefur verið til staðar?

Lítið verkefni[breyta]

Gaman getur verið að lita smá lokk í hári alveg niður að rót. Fylgjast svo með hversu langt hann vex á mánuði. Ef nokkrir gera þetta á sama tíma væri gaman að sjá útkomu um lengd á mánuði, hversu hraður vaxtartíminn er hjá hverjum einstakling fyrir sig.

Krossapróf[breyta]

1 Hver eru þrjú stig hárvaxtar?

fyrsta stig, annað stig, þriðja stig
vaxtarstig, miðstig, endastig
vaxtarstig, breytingarstig, stöðustig

2 í stöðustigi...?

vex hárið í 2 mánuði
skreppur hárpípan saman og hárið dettur
skreppur hárpípan saman og hárið vex
krullast hárið

3 hversu mörg % af hárinu eru á vaxtarstiginu á sama tíma?

85%
100%
50%
1%

4 hefa öll hár sama vaxtartíma?

nei
ja

5 Hvað hefur áhrif á hárlos?

barneignir
sjúkdómar
lyf
allt ofantalið


Heimildir og ítarefni[breyta]