Grundarfjörður
Grundarfjörður er í dag lítill þéttbýlisstaður á Norðanverðu Snæfellsnesi, mitt á milli Snæfellsbæjar og Stykkishólms. Íbúar sveitarfélagsins voru í lok árs 2019, 820 talsins. Bæjarstjóri Grundarfjarðar er Björg Ágústsdóttir.
Grundarfjörður sem kaupstaður
[breyta]Áður en Grundarfjarðarkaupsstaður fékk kaupstaðarréttindi árið 1787 hafði verið nokkur verslun á Grundarkampinum og eru elstu heimildir fyrir því frá byrjun 16. aldar. Einokunarverslun DAna var komið á 20. apríl 1602 og var þá mælt svo fyrir að siglt yrði á yfir 20 íslenskar hafnir víðs vegar um landið. Ein þessara hafna var Grundarfjörður og er þá líklega verið að tala um Grundarkamp sem þótti álitlegur staður til lendingar.[1] Var Grundarfjörður einnig sem úthöfn frá Ólafsvík á dögum Konungsverslunar síðari[2] 1774-1787.[3] Það er svo 1786 þegar afnema á einokunarverslunina á Íslandi að Grundarfjörður kemur til sögunnar fyrir alvöru sem ákjósanlegur staður fyrir verslun og viðskipti á Vesturlandi. [4][5] Mælir Jón Arnórsson, sýslumaður Snæfellinga, fyrir hinum nýja kaupstað 13. apríl 1787. Taldi hann vera sæmilegt garðræktarland fyrir væntanlega kaupstaðarbúa, milli Síkisins og Grundarár, á Grundarkampi. [6] Grundarfjörður fékk kaupstaðarréttindi á sama tíma og Reykjavík og fjórir aðrir staðir á Íslandi. Átti Grundarfjörður að vera miðstöð verslunar fyrir Snæfellsnes og Breiðarfjörð. Einnig átti amtmaður Vesturamts að sitja í Grundarfirði.[7] Á fyrstu tveim áratugum fríhöndlunar á Íslandi, voru að nafninu til sjö verslunarstaðir í Grundarfjarðarumdæmi, þ.e. Straumfjörður á Mýrum, Búðir, Arnarstapi, Ólafsvík, Grundarfjörður, Stykkishólmur og Flatey.Í öllu kaupstaðarumdæmi Grundarfjarðar voru árið 1791, 7.438 íbúar og árið 1801 voru þeir 8.187.[8] Verslun á Grundarfirði lognaðist smám saman útaf þegar líða tók á. [9] Enginn af fyrrverandi þjónum konungsverslunar sóttist eftir því að gerast sjálfseignarkaupmaður í Grundarfirði. Þótti sölunefnd það því mikið happ, þegar fyrirtækið Henrich van der Smissen í Altona ákvað að stofna verslun í Grundarfirði 1788.[10] Árið 1807 voru kaupstaðarréttindi Grundarfjarðar afturkölluð. Árið 1816 voru Grundarfirði veitt kaupstaðrrétindi að nýju, eftir að reynslan sýndi að Grundarfjörður væri skár í sveit settur en Ísafjörður sem kaupstaður fyrir allt Vesturland. Árið 1830 opnaðir Jón Daníelsson verslun í Grundarfjarðarkaupstað. Kaupstaðarréttindin voru síðan endanlega afturkölluð 1836, en í staðinn varð Grundarfjörður löggiltur verslunarstaður, þar sem kaupmenn máttu versla í Grundarfirði en þurftu ekki að eiga þar heima, og vera með verslun sína þar. Árið 1870 var verslun á Grundarkampi algjörlega liðin undir log og enginn verslunarmaður bjó þar lengur. Árið 1897 eru verslunarréttindin svo flutt í Grafarnes, þar sem byggðin stendur í dag. [11]
Holdsveikraspítalinn á Hallbjarnareyri
[breyta]Holdsveikraspítalinn á Hallbjarnareyri einn hinna fjögurra holdsveikraspítala, Hallbjarnareyrarspítali eða Hospítalseyri eins og hann var einnig nefndur og var starfræktur í landinu á árunum 1655-1848. Vorið 1655 lögðust fyrstu fjórir holdsveikisjúklingarnir inn á holdsveikraspítalann á Hallbjarnareyri. Árið 1857 var spítalinn síðann lagður niður og var jörðin síðan leigð út. [12]
Sjávarútvegur
[breyta]Í Grundarfirði er í dag stór of flott höfn sem verið er að lengja. Í raun eru þrjár hafnir á hafnarsvæðinu, Norðurgarður er stærsta höfnin sem verið er að lengja, síðan er önnur minni bryggja á sama svæði og á öðrum stað er smábátahöfnin staðsett. Í Grundarfirði eru í dag starfandi tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki, það eru G.Run sem er nýlega búið að opna stærðarinnar hátæknifrystihús, vinnur þar ferskfisk, og gera út tvo skip Hring SH og Runólf SH, en Runólfur SH kom nýr í flotann haustið 2019, og leysti þá af eldri togara sem þeir áttu Helga SH. Hitt fyrirtækið er Soffanías Cecilsson, sem er í dag í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings, en heldur ennþá sínu upprunalega nafni, þeir gera út tvö skip sem komu ný haustið 2019, Farsæl SH og Sigurborgu SH. Í Soffaníasi er unnin saltfiskur.
Þjónusta
[breyta]Hina ýmsu þjónustu má finna á vef Grundarfjarðarbæjar sem tengist bænum. Þar má finna nokkra mismunandi flokka þjónustu þ.e. Skólar og menntun:
- Leikskólinn Sólvellir
- Grunnskóli Grundarfjarðar
- Tónlistarskóli Grundarfjarðar
- Heildsdagsskóli
- Fjölbrautarskóli Snæfellinga
Velferð og fjölskylda
- Félags og skólaþjónustan
- Félagsleg heimaþjónusta
- Félagsleg ráðgjöf
- Eldri borgarar
- Málefni útlendinga
Íþróttir og tómstundir
- UMFG -ungmennafélag Grundarfjarðar
- Golfklúbburinn Vestarr
- Félagsmiðstöðin Eden
- Skotfélagið Skotgrund
- Hesteigendafélag Grundarfjarðar
Þessi nokkur atriði eru bara brot af þeirri þjónustu sem finna má í Grundarfirði, en þetta er sú þjónusta sem tengist helst Grundarfjarðarbæ.
Ferðaþjónusta
[breyta]Í Grundarfirði má finna fjölbreytta ferðaþjónustu, gistingu, veitingastöðum, hvalaskoðun og kajak siglingum.
Landbúnaður
[breyta]Í sveitunum sem eru í kringum Grundarfjörð má finna hænsnabú, kúabú, fjárbú og hestabú.
Örnefni
[breyta]Nokkur dæmi um Örnefni sem tengjast Grundarfirði eru:
- Eyrarfjall
- Klakkur
- Bár
- Naustir
- Setberg
- Eldhamrar
- Grund
- Kirkjufell
- Brimlárhöfði (Stöðin)
- Sæból
- Kverná
- Eiði
- Berserkseyri
- Hellnafell
- Borgarbraut
- Mýrarhyrna
- Kvíabryggja
- Gráborg
Þetta er bara lítið brot af þeim örnefnum sem finna má innan Grundarfjarðar
átthagafræðiverkefni
[breyta]Fyrir 6.-7. bekk:
Örnefni og náttúrperlur
[breyta]Veljið þrjú örnefni í kringum Grundarfjörð, þau sem ykkur þykir fallegust. Getið þið fundið útskýringu á því að afhverju þetta örnefni hafi verið valið á staðinn sem það er. Gætuð þið notað eitthvað af örnefnunum sem þið fundið til þess að skíra eitthvað svæði í skólanum eða skólalóðinni. Veljið eina náttúrperlu sem ykkur þykir fallegust í bæjarfélaginu ykkar, sem þið finnið svo myndir af (eða takið) og gerið stutta lýsingu á henni. Þegar þið eruð búin að finna það sem beðið er um munið þið setja upp heimasíðu á weebly.com sem þið svo að lokum kynnið fyrir bekknum ykkar.
Námsmat: Sjálfsmat, jafningjamat og kennaramat. Fyrir 8.-9. bekk: Nemendahópnum er skipt í fjóra hópa og fær hver hópur mismunandi efni til að vinna með, svara þar spurningum sem settar hafa verið fram um hvert efni. Gera myndband í iMovie þar sem þessum iðnaði er lýst sem og þeim upplýsingum sem nemendur hafa safnað út frá spurningunum sem þau fá. Hægt er að fara á staðinn, taka viðtöl og allt hvað eina sem þeim dettur í hug til að koma lýsingu á þeim iðnaði sem þau fengu sem best til skila. Námsmat: kennaramat, jafningjamat, sjálfsmat
Hópur 1 - Fiskiðnaður
[breyta]Hvaða fyrirtæki vinna við þetta í Grundarfirði? Hvaða bátar eru gerðir út frá Grundarfirði? Hvaða fyrirtæki koma að löndun og hvernig er aflinn vigtaður? Hvernig væri hægt að auka við þennan iðnað í Grundarfirði?
Hópur 2 - Ferðaiðnaður
[breyta]Hvað gengur þessi iðnaður út á? Hvaða fyrirtæki hafa atvinnu að þessum iðnaði í Grundarfirði? Hvernig er þessum iðnaði sinnt í Grundarfirði? Hvernig væri hægt að auka þennan iðnað í Grundarfirði?
Hópur 3 - Þjónusta
[breyta]Hvað gengur þessi iðnaður út á? Hvaða fyrirtæki hafa atvinnu að þessum iðnaði í Grundarfirði? Hvernig er þessum iðnaði sinnt í Grundarfirði? Hvernig væri hægt að auka þennan iðnað í Grundarfirði, gera eitthvað betur eða bæta?
Hópur 4 - Búskapur
[breyta]Hvað gengur þessi iðnaður út á Hvaða fyrirtæki hafa atvinnu að þessum iðnaði í Grundarfirði Hvernig er þessum iðnaði sinnt í Grundarfirði Hvernig væri hægt að auka þennan iðnað í Grundarfirði, gera eitthvað betur eða bæta.
Fyrir 10. bekk
10. bekkur - Sagan
[breyta]Nemendur taka fyrir afmarkaða hluta sem tengjast sögu Grundarfjarðar. Nemendur fá verkefni upp sett þar sem þau fá heimildir upp gefnar ásamt því að þurfa sjálf að leita sér að auka heimildum. Nemendur setja upp myndir sem þau finna ásamt upplýsingum á weebly síðu sem þau kynna svo fyrir bekknum sínum, þau meta sig sjálf í hópastarfinu og metið einnig aðra hópa. Til nemenda: Þið hafið 4-5 kennslustundir til þess að vinna úr heimildum og setja upp heimasíðuna, og í 6 kennslustundinni verður heimasíðan kynnt fyrir samnemendum og sjálfsmat og jafningjamat fer fram ásamt kennaramati. Kennarar munu einnig meta frammistöðu nemenda í hópastarfinu.
Hópur 1 - Grunnskóli Grundarfjarðar
[breyta]Heimildir : Grunnskóli Grundarfjarðar tímarit, Skólahald í Eyrarsveit í bókinni fólkið, fjöllin og fjörðurinn 7. Ásamt heimildum af netinu. Finnið upplýsingar um stofnun grunnskólans Húsnæði, hvernig var það byggt? Hvaða ár var hver áfangi byggður? Skólastjórnendur. Hverjir hafa verið skólastjórnendur? Nemenda fjöldi fyrsta árið, síðan fyrir 30 árum (ef hægt, allavega sirka), 20 árum, 10 árum og svo í dag. Hvernig var börnum kennt fyrst áður en til varð grunnskólinn eins og við þekkjum hann. Fleiri upplýsingar sem ykkur þykir merkilegar um uppbyggingu skólans og barnafræðsluna.
Hópur 2 - Holdsveikraspítalinn á Hallbjarnareyri
[breyta]Heimildir: Holdsveikraspítalinn á Hallbjarnareyri í bókinni fólkið, fjöllin og fjörðurinn 6, Holdsveiki á Íslandi bók eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur, Hospítalseyri í bókinni fólkið, fjöllin og fjörðurinn 3. Ásamt heimildum af netinu. Hvaða ár var holdsveikispítalinn á Hallbjarnareyri stofnaður Hversu margir voru sjúklingarnir þegar mest var? Hverjir voru forstöðumenn hans? Hvenær lagðist hann af? Hvað er holdsveiki? Fleiri upplýsingar sem ykkur finnst merkilegar um Holdveikispítalann á Hallbjarnareyri.
Hópur 3 - Grundarfjarðarkaupstaður hinn forni
[breyta]Heimildir: Frakkar í Grundarfirði í bókinni fólkið, fjöllin og fjörðurinn 3, Verslunin í Grundarfirði í bókinni fólkið, fjöllin og fjörðurinn 4, Grundarfjarðarkaupstaður hinn forni í bókinni Fólkið, fjöllin og fjörðurinn 1. Ásamt heimildum af netinu. Hvenær fékk Grundarfjörður kaupstaðarréttindi? Hvenær misstu þeir réttindin? Hvar var Grundarfjarðarkaupstaður staðsettur? Hvernig var verslunin? Hverjir voru verslunarmenn á staðnum? Fleiri upplýsingar sem ykkur finnst merkilegar um Grundarfjarðarkaupstað hinn forna
Krossapróf
[breyta]
- ↑ Páll Líndal: Bæirnir byggjast, bls. 371
- ↑ Sigfús Haukur Andrésson: Verslunarsaga Íslands 1774-1807, II bindi, bls. 509
- ↑ Sigfús Haukur Andrésson: Verslunarsaga Íslands 1774-1807, I bindi, bls. 11
- ↑ Sigfús Haukur Andrésson: Verslunarsaga Íslands 1774-1807, I bindi, bls. 58
- ↑ Páll Líndal: Bæirnir byggjast. bls.23 og 61
- ↑ Sigfús Haukur Andrésson: Verslunarsaga Íslands 1774-1807, II. bindi, bls.509-510
- ↑ Páll Líndal: Bæirnir byggjast, bls. 373
- ↑ Sigfús Haukur Andrésson: Verslunarsaga Islands 1774-1807, II bindi, bls. 495
- ↑ Sigfús Haukur Andrésson: Verslunarsaga Islands 1774-1807, II bindi, bls. 495
- ↑ Sigfús Haukur Andrésson: Verslunarsaga Islands 1774-1807, II bindi, bls. 510
- ↑ Sigfús Haukur Andrésson: Verslunarsaga Islands 1774-1807, II bindi
- ↑ Holdsveikraspítalinn á Hallbjarnareyri í bókinni fólkið, fjöllin og fjörðurinn 6, Holdsveiki á Íslandi bók eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur, Hospítalseyri í bókinni fólkið, fjöllin og fjörðurinn 3