Fara í innihald

Grasker

Úr Wikibókunum

Grasker eru skyld agúrku, kúrbít og melónu. Graskersfjölskyldan er stór. Þau eru yfirleitt appelsínugul, gul, græn eða brúnleit og flestir þekkja þau sem grænmeti hrekkjavökunnar þar sem þau eru holuðu að innan og skorin út andlit í þau og notuð sem ljósker. Graskerin eru upphaflega frá Mexíkó og Perú.

Hýðið á graskerjum er venjulega hart og er ekki borðað. Þegar hýðið hefur verið fjarlægt kemur í ljós þétt grænmeti sem hægt er að nota á ýmsan máta í matseld.

Fræin sem eru innst er hægt að nýta ef þau eru tekin úr, skoluð og þurrkuð, þau má síðan baka í ofni og krydda. Graskersfræolía er framleidd úr graskersfræjum.

Uppskerutími graskerjanna er síðla sumars og byrjun hausts. Grasker eru mikið notuð í súpur, brauð, ofnrétti, grænmetisrétti og bökur.

Grasker ræktuð á Íslandi

[breyta]

Á Íslandi ræktuðu hjón Kristinn Lárusson og Halldóra Ottósdóttir grasker árum saman og var birt mynd af þeim í Dagblaðinu árið 1990 með tvö grasker annað 10 kíló og hitt 12 kíló, sem þau höfðu ræktað í gróðurhúsi sínu í Sandgerði. Þar sem engar býflugur voru í gróðurhúsinu þurftu hjónin að frjóvga blómin sjálf og til þess notuðu þau pensil og eftir þeim var haft að það hefði verið auðvelt að rækta graskerin. Halló jói ég veit hvar þú átt heima á norðurvangi

Grænmeti og ávexti daglega

[breyta]

Lýðheilsustöð ráðleggur að allir borði 5 skammta af grænmeti og ávötum á dag. 5 skammtar samsvara 500 grömmum og er ráðlagt að af því séu a.m.k. 200 gr af grænmeti og 200 gr af ávöxtum. Börn að 10 ára aldri þurfa heldur minni skammta. {{|Lýðheilsustöð|2006|Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri|Reykjavík|Lýðheilsustöð|}}

Fjölbreytni mikilvæg - prófum nýjar tegundir

[breyta]

Mikilvægt er að úrvalið af grænmeti og ávöxtum sé fjölbreytt. Grasker hafa ekki verið lengi á boðstólum á Íslandi og margir veigra sér við að prófa nýtt grænmeti ef ekki fylgja leiðbeiningar um hvernig eigi að nýta það. Íslensku Vigtarráðgjafarnir hafa mælt með þeirri reglu að prófa nýja tegund af grænmeti og ávöxtum hvenær sem tækifæri gefast. Þessi uppskrift af dásamlegri graskerssúpu er frá Íslensku Vigtarráðgjöfunum.

Kremuð graskerssúpa

[breyta]
  • 100 gr laukur eða púrrulaukur
  • 100 gr sellerírót
  • 100 gr gulrætur
  • 400 gr grasker
  • Biti af engiferrót
  • 8 dl vatn
  • 3 hænsnakraftsteningar
  • 180 gr 10% sýrður rjómi
  • Salt og pipar
  • Cummin
  • Safi úr 1 sítrónu
  • Fersk timían
  • Cumminfræ

Skerið grænmetið í teninga og sjóðið meyrt í vatninum með hænsnakraftinum. Mixið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél og bætið sýrða rjómanum útí. Smakkið til með kryddinu, sítrónusafa og timían. Hitið súpuna vel á ný. Ristið cumminfræ og stráið yfir súpuna þegar hún er borin fram.

Ristuð graskersfræ

[breyta]
  • 150 gr graskersfræ
  • ½ tsk gróft salt
  • ¼ tsk cummin
  • ¼ tsk engifer
  • ¼ tsk hvítlauksduft
  • Hnífsoddur cayennapipar
  • 1 msk olífuolía

Bakið í 30 mínútur við 175º. Blandið graskersfræjunum saman við kryddið og olíuna. Dreifið úr blöndunni á bökunarpappír og setjið á ofnplötu. Bakið í miðjum ofninum og snúið öðru hverju á meðan bakað er. Kælið og geymið í lokuðu íláti. Notið fræin úr graskerjunum ykkar eða kaupi þau í pokum.