Grátur ungbarna

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
  • ungbarna(Guðbjörg S. Kristjánsdóttir)

--Gudbkris 13. september 2007 kl. 09:58 (UTC)

Höfundur Guðbjörg Sigríður Kristjánsdóttir

Þetta er Wikibók um magakveisu kornabarna

Inngangur[breyta]

Í þessarri wikibók mun ég fjalla um óværð ungabarna og mikinn grát sem því fylgir, sem oftast er kölluð magakveisa. Hvaða ástæða er fyrir ungbarnakveisu? Hvað hefur áhrif á hana? og hvernig er best að styðja við bakið á foreldrum barna sem gráta mikið.

Mikill grátur ungbarna[breyta]

Öllum börnum er það eðlislegt að gráta. Grátur er áhrifamikið merki í tjáskiptum ungra barna og hegðun til að tengjast öðrum. Hann kemur á félagslegum tengslum barns við umönnunaraðila og er tæki til að lifa af. Grátur ungabarna stuðlar að nánd milli umönnunaraðila og barnsins, tengslamyndun og samskiptum.

Fyrstu mánuði eftir fæðingu barns læra foreldrar að túlka grát, til dæmis með tilliti til hungurs, kulda, raka, þreytu, sársauka og fleira. Hjá börnum eldri en þriggja mánaða breytist grátur í frumtjáskipti þar sem barnið getur tjáð þörf fyrir ákveðinn félagsskap, hvernig því líkar við ákveðið fólk, fyrirbæri og breytingar eða venjur. Það verður því flóknara að túlka skilaboð gráts eftir því sem barnið eldist. Mikill grátur hjá ungabörnum hefur oft verið kallað „magakveisa“ og eru til margar skilgreiningar á því hvenær við getum sagt að um magakveisu sé að ræða. Sú skilgreining sem mest hefur verið notuð þegar meta á hvenær grátur barns er orðið vandamál er frá 1954 og kemur frá Wessel o.fl. Það er þegar ungabarnið grætur án þekktrar ástæðu sem stendur yfir í minnst þrár klukkustundir á dag, í meira en þrjá daga á viku, í meira en þrjár vikur. Mörgum foreldrunum finnst að grátur barna sem gráta minna en þetta sé vandamál. Börn sem gráta mikið og læra seint að hugga sig sjálf eða láta illa huggast, þrátt fyrir fjölda aðferða teljast kveisubörn.

Orsök fyrir miklum gráti[breyta]

Nýr skilningur á því hvaða orsök séu fyrir því að börn gráta mjög mikið hefur verið tengt við tilfinningalegan þroska þeirra og erfiðleika hjá þeim við sjálfstjórnun. Þessir erfiðleikar geta verið vegna breytinga hjá ungabarninu en einnig vegna meðfæddra eiginleika hjá þeim. Truflanirnar verða í sjálfsstjórnun atferlis þar sem þau lenda í vandræðum með að aðlagast að áreitum og geta illa samræmt ytri og innri örvun. Börnin sem eru með þessa erfiðleika verða til dæmis ofurnæm, lítið næm eða lítið virk, virk eða ágeng. Ofurnæmu börnin gráta oft mikið. Foreldrar geta hjálpað börnunum sínum með því að skilja þetta og koma til móts við barnið.

Innan við 5 % ungabarna sem gráta mikið eru með líkamleg eða líffræðileg vandamál svo sem bakflæði, fæðuofnæmi, lactosu óþol eða magakrampa. Hegðun ungabarna þarf að skoða út frá tilfinningalegum þroska þeirra og sambandi þeirra við umönnunaraðila.

Líðan móður hefur áhrif á geðheilsu ungabarna. Í rannsókn á 1204 ungabörnum kom í ljós að sálfélagsleg vandamál móður höfðu áhrif á langvarandi grát hjá þriggja mánaða börnum. Helstu sálfélagslegu áhættuþættirnir hjá mæðrunum voru stress, lítill stuðningur maka, óviðunandi kynferðislegt samband, sálfélagsleg vandamál á meðgöngu, erfið fæðing og upplifun af dónalegu starfsfólki sjúkrahússins. Grátur ungabarna tengist oft tengslum móður og barns þar sem kvíði og þunglyndi hjá móður hefur mikil áhrif á tengslamyndunina. Í rannsókn sem var gerð á 93 foreldrum tveggja mánaða barna til þess að meta hvort líðan foreldra hefði áhrif á ungabarnið og hvort það væru tengsl á milli magakveisu og fæðingaþunglyndis. Niðurstöðurnar voru að því meiri þunglyndiseinkenni hjá mæðrum því meiri foreldrastreita og minna sjálfsmat var hjá foreldrunum. Einnig var samband milli tíðrar þunglyndiseinkenna mæðra og þess að fjölskyldan skynji barnið sem erfiðan einstakling með erfitt skap og gráti mikið og sé pirrað.

Umönnunaraðilar eru misnæmir fyrir gráti barna og þolið gagnvart honum er mjög persónubundið. Þess vegna er mikilvægt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að safna upplýsingum frá foreldrum til að skilja hvernig grátur verkar á foreldrana áður en safnað er upplýsingum varðandi magn og mynstur gráts. Félagsleg og menningaleg gildi, andleg líðan ummönnunaraðila og reynsla þeirra úr æsku ásamt fleiri þáttum hefur allt saman áhrif á það hvernig foreldrar bregðast við langvarandi gráti ungabarna.

Úrræði[breyta]

Fyrsta skrefið í meðferð erfiðra ungbarna er að meta ástand þeirra og einnig meta líðan foreldrana. Annað skrefið er val á aðgerðum, sem eru líklegar til að minnka grátinn, eða til að efla tengslamyndun, til að bæta líðan barns og foreldris eða til að bæta samskipti á milli þeirra. Tveimur samtalsaðferðum var beitt í könnun sem var gerð á því hvað reyndist besta aðferðin til að aðstoða mæður sem áttu börn sem grétu of mikið. Önnur aðferðin var samtal þar sem lögð var áhersla á að setja sig í spor mæðranna og sýna þeim samhygð. En hin aðferðin eru samtöl byggð á hugrænni atferlismeðferð og er tilgangurinn með þeim að stuðla að reglu í athöfnum með barnið, minnka örvun á áreitum sem geta stuðlað að gráti, gefa upplýsingar um sjálfshuggunarhæfni ungabarna, fræða um eðlilegan grát og að lokum taka mið af þroska og skapgerðareiginleikum hvers barns fyrir sig. Þessi hugrænu atferlismiðuðu viðtöl leiddu til marktæks bata barnanna. Það að sýna samhygð hafði ekki marktæk áhrif. Samanburðarrannsókn var gerð á 23 ungabörnum, til þess að meta áhrif þess að kenna foreldrum um hegðun ungabarna. Í úrtakinu voru börn yngri en fjögurra mánaða með magakveisu og var upplýsingum safnað með dagbókafærslum foreldranna. Niðurstaðan var sú að þeir foreldrar sem fengu fræðslu um hegðun ungabarna náðu að minnka grát barna sinna tölvuvert mikið en ekki foreldrarnir í samanburðarhópnum þar var gráturinn eins mikill hjá ungabörnunum.

Heimildaskrá[breyta]

  • Alvares, M. (2004). „Cargiving and early infant crying in Danish community“. Journal Dev. Behav Pediatric, 25: 91-98.
  • Barr R.G. (1998). „Colic and crying syndromes in infants“. Pediatrics, 102: 1282-1286.
  • Barr R.G, Gunnar M. Colic (2000): „The ‘transient responsivity’ hypothesis“. Kafli 4. Í Barr R.G, Hopkins B., Green J.A., Crying as a sign, a symptom and a signal. CDM, Cambridge.
  • Brazelton T.B, Nugent J.K. (1995). Crying. CDM, 137, Mac Keith Press, London. Kafli 16 og viðaukar
  • Dihigo S.K.(1998). „New strategies for treatment of colic: modifying the perent/infant ineraction“. J Pediatric Healt Care 12 (5): 256-262.
  • Douglas H. (2006). Solihull Approach Resource Pack. The first five years (4.útg.). Cottenham, Camebridge. Jill Rogers Associations Ltd.
  • Dudley W.N., Kajrlsen K.A., Keefe M.R., Kotzer A.M. og Lobo M.L. (2006). „Reducing parenting stress in families whith irrateble infant“. Nursing Resurse 55 (3): 198-205.

ítarefni[breyta]

[1] [www.excellence-earlychildhood.ca/documents/St%20James-RobertANGxp.pdf -] [2] [3]


1 Hvað heitir höfuðborg Íslands?

Akureyri
Hólmavík
Ísafjörður
Hvað heitir fjallið í Reykjavík?

2 Hvaða fjall er í Reykjavík?

Hekla
Búlandstindur
Akrafjall
Esjan