Geta notað hugtök eins og þrýsting og eðlismassa og tengt þau fyrirbærum í daglegu lífi

Úr Wikibókunum

Kraftar í straumefnum[breyta]

Þrýstingur í straumefnum[breyta]

  • Straumefni skapa núningskrafta en einnig þrýsting.
  • Þrýstingurinn er sá ,,þungi" sem hvílir á tilteknu flatarmáli. M.ö.o. kraftur sem verkar á tiltekið svæði.
  • Þrýstinginn má reikna út með því að deila með flatarmálinu í kraftinn.
  • Eining fyrir þrýsting er njúton á fersentimetra, eða N/cm2.


Flotkraftur[breyta]

  • Kraftur (þrýstingur) eykst með dýpi og það hefur í för með sér að sá kraftur sem verkar á neðra borð hlutar er stærri en sá kraftur sem verkar á efra borð hans. Lokakrafturinn stefnir upp og verkar gegn þyngdarkraftinum sem dregur hlutina niður.
  • Krafturinn sem verkar upp á við kallast flotkraftur og eiginleiki hlutanna sem rekja má til hans kallast fleytihæfni.
  • Lögmál Arkimedesar: tengsl milli flotkrafts og þyngd efnisins sem hlutur ryður frá sér (flotkraftur á hlut er jafn þyngd þess vökva sem hluturinn ryður frá sér).
  • Eðlismassi hluta segir til um hvort þeir fljóta eða ekki. Eðlismassi = massi/rúmmál (dæmi ísjaki flýtur í sjó)
  • Getum því tengt við lögmál Arkimedesar: hlutur flýtur í vökva ef eðlismassi hlutarins er minni en eðlismassi vökvans.
  • Spýta hefur eðlismassann 0,8 g/cm3. Ál 2,7 g/cm3. Ál sekkur en spýta flýtur í vatni þar sem vatn hefur eðlismassa um 1,0 g/cm3. Af hverju fljóta þá skip smíðuð úr stáli (7,8 g/cm3)

Vökvaknúin tæki[breyta]

  • Sameindir vökva í afmörkuðu rými eru samþjappaðar. Þrýstingur sem verkar á einum stað í vökvanum dreifist jafnt um allann vökvann (mynd 2-12 bls. 39)
  • Vökvahemlar og vökvalyftarar byggjast á því að þrýstingurinn verkar jafnt til allra hliða. Í þessum tækjum veldur kraftur sem verkar á lítinn flöt vökvans gríðarmiklum krafti á margfalt stærri flöt. Upphaflegi krafturinn hefur áhrif um allann vökvann og jafnframt margfaldast stærð kraftarins.
  • Mynd 2-13 bls. 40, einnig bremsur á bíl sem stöðva allan bílinn (kraftur fótar að stöðva þungann bíl...)


Lögmál Bernoullis[breyta]

  • Uppgötvaði að þrýstingur í vökva á hreyfingu er minni en í vökva sem hreyfist ekki. Því hraðar sem vökvi streymir því minni verður þrýstingurinn sem hann skapar.
  • Prófið með pappírsræmu. Þrýstingurinn í loftstraumnum sem myndast þegar þú blæst er minni en ríkir í kyrrstæða loftinu í kring (þrýstingur undir meiri). (lýs.bls. 41)
  • Skoðið mynd 2-16 bls. 41 af flugvélarvæng
  • Bungan á efra borði veldur því að yfirborðsflöturinn veðrur lengri en sá á neðra borði. Þegar vængurinn færist áfram hlýtur loftið fyrir ofan að fara lengri leið og þarf því að fara hraðar en loftið undir honum.
  • Loft sem streymir hratt skapar minni þrýsting en loft sem fer hægar og þess vegna er minni þrýstingur fyrir ofan vængina en fyrir neðan hann.
  • Krafturinn sem verkar á vængina og ýtir þeim upp kallast lyftikraftur. Þegar flugvél flýgur lárétt er lyftikrafturinn jafn þyngd vélarinnar.
  • Þegar flugvél fer gegnum loftið verkar það á hreyflana með krafti fram á við sem kallast knýr eða spyrna. Krafturinn sem verkar gegn knýnum er viðnám. Þess vegna eru flugvélar hafðar straumlínulaga til að minnka viðnámið.


Heimildir[breyta]

Kraftur og hreyfing, Bls. 35-43. Hálfdan Ó. Hálfdanarson þýddi og staðfærði. fl. 1998, Námsgagnastofnun.