Gerð viðskiptaáætlana
Höfundur: Guðný Anna Vilhelmsdóttir. Þessi Wikibók er verkefni í námskeiðinu Kennarinn í starfi vorið 2007 við KHÍ
Þetta er Wikibók um gerð Viðskiptaáætlana. Hún sýnir hvernig hefðbundin áætlun er sett upp og farið yfir hvernig er best að setja hana upp. Sýnt er hvernig kaflar hennar eru uppsettir og hvað eru helstu atriði þeirra. Þessi útfærsla á viðskiptaáætlun sem sýnd er hér fyrir neðan er bara eitt dæmi um útfærslu en hægt að útfæra þær á ýmsa vegu eftir markmiði hennar. Mjög algengt er að viðskiptaáætlanir séu um 25 síður og við þær bætast viðaukar. Skemmtilegt er að nota myndir, töflur og framv. við gerð þeirra en það gerir hana skemmtilegri aflestrar en sé eingöngu notast við texta.
Dæmi um uppsetningingu á Viðskiptaáætlun
[breyta]Þetta er eitt dæmi um uppsetningu en uppsetning getur verið á marga vegu.
Útdráttur / samantekt
[breyta]Þessi kafli sem er sá fyrsti í áætluninni er skrifaður síðastur og er hann einn mikilvægasti kafli hennar. Þessi kafli er best að hafa ekki meira en eina síðu að lengd og því mikilvægt að hann sé hnitmiðaður og áhugaverður. Ef þessi fyrsti kafli vekur ekki áhuga lesandans er hætt við að ekki verði lesið meira af henni og hún lendi niður í skúffu.
Viðskiptahugmyndin og fyrirtækið
[breyta]Tilgangurinn með þessum kafla er útskýra viðskiptahugmyndina, markmið og hvernig er áætlað að ná markmiðunum.Gott er að skipta kaflanum niður í undirkafla t.d eins og hér er sýnt að neðan:
Viðskiptahugmyndin
Markmið
Núverandi staða
Leiðir til að ná settum markmiðum
Form fyrirtækisins
Stofnendur, eigendur og samstarfsmenn
[breyta]Tilgangurinn með þessum kafla er að gera lánveitendum, fjárfestum eða styrkveitingaraðilum grein fyrir þeim sem standa að baki viðskiptahugmyndarinnar. Það er mikilvægt að sýna fram á kosti og hæfileika þeirra sem standa að baki hugmyndarinnar þar sem oft á tíðum er ekki síður verið að fjárfesta í fólki en hugmyndum. Hér þurfa að koma fram upplýsingar eins og hver er stofnandinn, menntun hans og þekking. Reynsla og fyrri störf og hvert verður hlutverk hans í daglegum rekstri. Það kemur vel út að setja inn mynd að stofnanda inn í þennan kafla svipað og gert er í starfsferilskrá.
Varan og /eða þjónusta og hvernig hún verður til
[breyta]Varan og / eða þjónustan, lýsing
Framleiðsla og/eða þjónusta
Sérstaða
Ytri aðstæður
Markaðs- og sölumál
[breyta]Hver er þörfin?
Markaðsstærð
Áætluð markaðshlutheild
Markhópar
Samkeppnisaðilar
Markaðsstefna; dreifing, kynning, verð og verðstefna
Verk- og tímaáætlun
[breyta]Mikilvægt er að gera verk og tímaáætlun fyrir viðskiptaáætlunina. Tilgangurinn er að gefa raunhæfa mynd af því hve lengi tekur að framkvæma einstaka verkþætti. Gott er að setja þessa áætlun fram á grafískan hátt sem gefur góða yfirsýn yfir framvindu áætlunarinnar. Of löng tímaáætlun getur orðið ómarkviss og því er gott að gera áætlun til u.þ.b. 12 mánaða og hafa hana nákvæma.
Fjármál
[breyta]Þrátt fyrir að kaflinn um fjármál þurfi að vera vel unnin þjóna of miklar og nákvæmar upplýsingar litlum tilgangi og eiga slíkar upplýsingar heima í viðaukum.
Hægt er að skipta kaflanum upp í: Stofnkostnað þar sem fram þarf að telja allan stofnkostnað. Stofnkostnaður er allur sá kostnaður sem hlýst af því að hrinda nýrri hugmynd eða fyrirtæki í framkvæmd. Inn í þennan lið fer kostnaður svo sem tæki og búnaður, þróunarkostnaður, húsnæði og innréttingar, kostnaður við markaðsáætlun, laun og annað. Rekstraráætlun þar sem fram koma áætlaðar tekjur ásamt kostnaði í minnst 3 ár. Hægt er að skipta tímabilum í ár, ársfjórðunga eða mánuði. Efnahagur, í efnahagsreikningi kemur fram fjárhagsstaða fyrirtækisins. Það þarf að áætla skuldir, eignir, reikna stöðu lána og taka tillit til afskrifta. Sjóðstreymi, ekkert fyrirtæki kemst af án lausafjárs og því er mikilvægt að gera áætlun um greiðsluflæði. Benda má á forrit inn á heimasíðu Impru, www.impra.is þar sem hægt er að slá inn forsendur og gera þessar áætlanir.
Viðaukar
[breyta]Í viðauka er hægt að setja hin ýmsu fylgiskjöl. Þetta geta verið upplýsingar tengdar hugmyndinni, myndir og fleira.
Heimildir notaðir við vinnslu bókarinnar:
[breyta]www.nyskopun.is
www.impra.is
Ítarefni
[breyta]