Gallabuxur

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

Þetta er wikibók um gallabuxur. Allir þekkja gallabuxur og flestir ættu að vita að tilvist þeirra er orðin vel löng en hversu löng? Hér verður fjallað um upphaf gallabuxna og ýmsar útgáfur á gallabuxum og umhverfisþáttum vegna tilvist þeirra. Í lokin er krossapróf um efnið.

Gallabuxur

Upphaf gallabuxna[breyta]

Levi Strauss
Jacob Davis

Gallabuxur komu fyrst fram árið 1795 þegar Svissnenskur bankamaður að nafni Jean-Gabriela Eynard og bróðir hans Jacques fóru til Genoa. Hersveitir André Masséna komu í bæinn árið 1800 og Jean-Gabriel var treyst fyrir birgðum hersveitanna. Hann lét þá fá búning sem höfðu verið búnir til úr bláu efni sem kallað var „bleu de Genes“ sem seinna átti eftir að verða kallað „blue jeans“ eða bláar gallabuxur. Levi Strauss, sem var ungur maður árið 1851, fór frá Þýskalandi til New York til þess að vinna með eldri bróður sínum sem rak búð. Árið 1953 fluttir hann til San Francisco til þess að opna sína eigin „dry goods“ búð, sem fékk nafnið Levis Strauss & Co. Wholesale house. Jacob Davis var klæðskeri sem keypti oft mikið af efni frá Levi´s fyrirtækinu. Svo árið 1872 skrifaði Davis bréf til Strauss til að spyrja hann hvort þeir ættu að fara samstarf í að búa til og selja föt sem innihéldu rivets(þ.e. hnoð eða naglar). Kopar rivets áttu að vera notuð í föt sem styrking á stöðum eins og í hornum á vösum og neðst í buxnaklauf. Strauss var til í þetta samstarf og þann 20. maí 1873 fengu þeir einkaleyfi fyrir „Improvement in Fastening Pocket-Openings“ eða bæting á festingu á vasa opnunum. Mennirnir gerðu tilraunir með ýmis efni þar sem niðurstaðan varð að denim(gallaefni) væri best fyrir vinnubuxur og fóru þeir að framleiða buxur með rivets í gallaefni. Upphaflega voru buxurnar þeirra aðeins notaðar af verksmiðjuverkamönnum, námuverkamönnum, bóndum og nautgripasmölum í Vesturhluta Norður-Ameríku. Á þessu tímabili voru karlmannsbuxur með buxnaklaufina niður að framan en kvennabuxur niður á vinstri hlið. Þegar Levi Strauss & Co fengu einkaleyfi á nútímalegu, fjöldframleiddu buxurnar árið 1873, þá voru tveir vasar framan á og einn aftan á með kopar rivets. Seinna voru buxurnar endurhannaðar í það útlit sem við þekkjum, með fimm vösum og þar með talið litlum úravasa og kopar rivets.

Framleiðsla ýmiskonar útlita gallabuxna[breyta]

Litun[breyta]

Bygging efnisins indigo

Gallabuxur voru að venju litaðar bláar með náttúrulegu indigo litarefni. En nú til dags eru flest gallaefni lituð með gervi indigo lit. Allt að 20 þúsund tonna af indigo er búið til árlega í þessum tilgangi en í hverju pari af gallabuxum er einungis notast við nokkur grömm af litnum. Ef lita á gallabuxur í öðrum lit eru önnur litarefni notuð, nú eru gallabuxur framleiddar í hvaða lit sem er.

Pre-shrinking[breyta]

Árið 1962 kynnti Levi Strauss pre-shrunk gallabuxur, sem áttu ekki að minnka eftir að hafa verið keyptar sem varð til þess að kaupendur gætu keypt rétta stærð á sig. Þessar gallabuxur voru þekktar undir nafninu 505 regular fit gallabuxur. Þessar 505 gallabuxur voru nánast alveg eins og 501 gallabuxurnar fyrir utan hneppta buxnaklauf. Levi´s fyrirtækið kynnti einnig slim boot-cut fit undir nöfnunum 517 og 527, munurinn á þeim var að 517 sitja á mittislínunni en 527 voru fyrir neðan mitti. Seinna fór Levi´s að þróa aðra stíla af gallabuxum eins og loose, slim, comfort, relaxed, skinny og regular fit með þrengra sniði um kálfa.

Notað útlit[breyta]

Notað er klórþvegið útlit á gallabuxum er búið til með alls konar efnum eins og akrýlresín, fenól, klór, potassium permanganate, vítissódi, sýrur og fleira. Rifnar gallabuxur eru oft þannig bara vegna notkunnar en stundum eru þær gerðar þannig viljandi af framleiðanda og eru stundum jafnvel dýrari en þær sem eru órifnar. Kaupendur sem vilja eignast buxur sem hafa verið notaðar geta keypt buxur sem hafa verið framleiddar á ákveðin hátt til að ná þeim þannig. Til þess að buxurnar verði þannig þá er sandblasting gerður með efnum sem eru sett í þvottaferlið á buxunum eða jafnvel notaðu sandpappír.

Umhverfis- og mannúðarsjónarmið[breyta]

Eitt par af týpískum bláum gallabxum notar 3479 lítra af vatni á líftíma sínum. Inní því er einnig vatnið sem fer í að vökva bómullarræktunina, framleiðsla gallabuxnanna og þau óteljandi skipti sem eigandi buxnanna þrífur þær. Framleiðsla buxna með notað útlit getur haft meira skemmandi áhrif á umhverfið heldur en venjulegar gallabuxur, en það fer eftir því hvernig úrgangsefnin eru unnin. Sandblasting og að nota sandpappír í gallabuxnaframleiðslu getur valdið silicosis hjá starfsmönnum og í Tyrklandi hafa fleiri en 5000 fataframleiðslustarfsmenn veikst af þessu og vitað er að 46 hafi dáið vegna þess. Sum fyrirtæki hafa bannað sandblasting í framleiðslu sinni vegna þess.

Krossapróf[breyta]

1 Hver fór í samstarf og bjuggu til gallabuxur?

Levi Strauss og Jacob Davis
Levi Strauss og Jean-Gabriela Eynard
Jean-Gabriela Eynard og Jacques Eynard
Jacob Davis og Andre Masséna

2 Hvaðan er Levi Strauss?

Bandaríkjunum
Bretlandi
Þýskalandi
Frakklandi

3 Hvað heitir efnið sem litar gallabuxur bláar?

Bleudye
Indigo
Blár vítissódi
Putsoa

4 Hvaða ár komu pre-shrunk buxur á markað?

1945
1962
1976
2005

5 Til hvers er vítissódi notaður í framleiðsluferli á gallabuxum?

Lita þær
Gera þær pre-shrunk
Þvo þær
Búa til notað útlit

6 Hvað notar eitt par af gallabuxum á líftíma sínum?

1649
3479
9820
8462


Heimildir[breyta]

Sullivan, J. (2006). Jeans: A cultural history of an American icon. New York: Gotham Books

Jump up to:a b Downey, Lynn (2007). "A Short History of Denim"(PDF). official Levi Strauss & Co. historian. Sótt 1. mars 2019.

Wagman-Gellar, Marlene (2010). Eureka!: The Surprising Stories Behind the Ideas That Shaped the World, Eureka #3 (1871) (unpaginated). Penguin Group (USA), Inc. Sótt 1. mars 2019.

Hobson, J. (2013-07-01). "To die for? The health and safety of fast fashion". Occupational Medicine. 63 (5): 317–319. doi:10.1093/occmed/kqt079. ISSN 0962-7480.

"A History Of Blue Jeans: From Miners' Wear to American Classic - Nature and Community - MOTHER EARTH NEWS". Mother Earth News. Sótt 1. mars 2019.

"Style: August 2015". New Orleans Living Magazine. Sótt 1. mars 2019.

Elmar Steingruber "Indigo and Indigo Colorants" Ullmann's Encyclopedia of Industrial Chemistry 2004, Wiley-VCH, Weinheim. doi: 10.1002/14356007.a14_149.pub2

"Levi Strauss & Co. Timeline" (PDF). Archived from the original (PDF) on 9 October 2012. Sótt 1. mars 2019 https://web.archive.org/web/20121009083805/http://levistrauss.com/sites/levistrauss.com/files/librarydocument/2012/8/2012-company-timeline-short.pdf

Der preis der Bluejeans documentary by Studio Hamburg 2012.

Laura Craik (8 March 2014), "Am I too old for ... ripped jeans?", The Times: 11

Kaufman, Leslie (1 November 2011). "Tim Tries to Minimize Water Use". NYTimes.com. Sótt 1. mars 2019. https://www.nytimes.com/2011/11/02/science/earth/levi-strauss-tries-to-minimize-water-use.html

"History Of Denim | Elsham Jeans & Cotton Processing | Official Website". elsham-eg.com. Sótt 1. mars 2019.

"Sandblasted jeans: Should we give up distressed denim?". BBC News. 30 September 2011.