Góður stóll
Höfundur: Thelma Hrund Þessi síða er í vinnslu
Góður stóll er auðstillanlegur hvað varðar hæð, sætisdýpt, bakstuðning og auðvelt er að stilla setu þannig að hún halli fram. Góður stóll á hjólum þarf að vera stöðugur og hafa fimm arma, hjólin mega ekki renna mjög lipurlega og undirlagið þarf að henta, það er veita smá mótstöðu. Stóllinn þarf að veita góðan stuðning við mjóbakið. Ef notast er við stólarma þarf að gæta þess að þeir séu í réttri hæð þar sem of háir armar keyra axlirnar upp og skapa spennu. Setstaðan skiptir líka máli, grunnsetstaða er þegar við sitjum eftir 90° reglunni það er mjaðmir, hné og öklar eru í 90°. Við vinnum aðrar setstöður út fá þessari grunnsetstöðu og reynum að stilla okkur í grunnstöðuna nokkrum sinnum yfir daginn.
Mikilvægt er að hver og einn læri á sinn stól og noti þá mögleika sem hann hefur upp á að bjóða. Til eru margar gerðir af stólum og mismunandi stólar henta við mismunandi verk: Skrifstofustólar, Vinnustólar, Hnakkar, Letingjar, Hægindastólar o.fl..