Fara í innihald

Fylgjufæðing

Úr Wikibókunum

Fylgjufæðing

[breyta]

Ákvað að gera wikibók um fæðingu fylgjunnar, þar sem þessi hluti barnsfæðingar er mér hugleikinn sem ljósmóður.

Tilgangurinn með þessari wikibók er að verðandi móðir geti tekið upplýsta ákvörðun um hverju hún óskar eftir við fylgjufæðingu.

Fæðingunni er oft skipt í þrjú stig, það fyrsta er þegar leghálsinn þynnist og opnast. Annað stig fæðingar er sá tími í fæðingu þegar konan er að rembast og barnið færist niður fæðingaveginn og fæðist. Síðan er það þriðja stig fæðingar, það hefst þegar barnið er fætt og því líkur þegar fylgjan er fædd.

Fylgja er líffærið sem tengir barnið í móðurkviði við móður sína. Á milli móður og barns liggur naflastrengurinn.

Meðferð við fylgjufæðingu.

[breyta]

Meðferð þegar fylgjan fæðist er mismunandi. Algengast er að bjóða upp á svokallaða virka meðferð, sérstaklega á sjúkrahúsum. Einnig er heilbrigðum hraustum konun í eðlilegri fæðingu oft boðið upp á lífeðlisfræðilega umönnun á þriðja stigi fæðingar.

Virk meðferð.

[breyta]

Þegar við veitum virka meðferð, þá er konu gefið lyfið syntocinon, oftast í vöðva í rassi eða læri. Þá er mælt með því að bíða í einhverjar mínútur helst ekki minna en 3 mínútur, eða þar til sláttur er hættur í naflastreng, með að skilja á milli og klippa naflastrenginn. Síðan er fæðingu fylgjunnar stjórnað með togi á naflastreng, þegar samdráttur kemur í legið.

Lífeðlisfræðileg umönnun.

[breyta]

Þegar við veitum lífeðlisfræðilega umönnun á þriðja stigi fæðingar, þá er þeim breytingum sem verða á leginu leyft að gerast án inngripa og fylgjan fæðist án utanaðkomandi hjálpar. Margir mæla með að ekki sé skilið á milli og naflastrengur sé klipptur fyrr en fylgjan er fædd þegar við notum lífeðlisfræðilega umönnun. Þegar einkenna um að fylgjan sé að losna verður vert þá er móðirin beðin um að rembast eða fylgjunni hjálpað að fæðast, eftir að merkja verður vart um hún sé farin að losna.

Val milli virkrar meðferðar og lífeðlisfræðilegrar umönnunar á þriðja stigi fæðingar.

[breyta]

Heilbrigð hraust kona, í eðlilegri fæðingu án verkjalyfja (má nota glaðloft), Má óska eftir að vera veitt lífeðlisfræðileg umönnun á þriðja stigi fæðingar. Þegar veitt er lífeðlisfræðileg umönnun þá þarf fæðingin fram að því að hafa verið eðlileg, það er eðlilegt fyrsta og annað stig fæðingar. Ekki er æskilegt að bjóða konu upp á lífeðlisfræðilega nálgun þegar áhættuþættir eru fyrir blæðingu eftir fæðingu.

Hvaða þættir þurfa að vera til staðar þannig að hægt sé að bjóða upp á llífeðlisfræðilega umönnun á þriðja stigi fæðingar.

  • Konunni líður vel.
  • Ótruflað samband móður og barns.
  • Eðlilegt fyrsta og annað stig fæðingar.
  • Móðirin ekki fengið nein verkjalyf í fæðingu (nema glaðloft og parasetamól).
  • Móðirin ekki fengið dreypi með syntocinon.
  • Konan sé róleg, tengd fæðingunni, að tenglsamyndun sé að eiga sér stað.
  • Ekki að blæða frá konunni.

Þessi stund eftir fæðinguna þegar móðir og barn eru að kynnast er mjög mikilvæg. Muna að þetta er tilfinningastund en ekki tilkynningastund. Móðirin verður að vera í flæði hormóna fæðingarinnar til þess að hægt sé að bjóða upp á lífeðlisfræðilega nálgun. Á þessari stundu er líkami móðurinnar að jafna sig eftir fæðingu barnsins og tengslamyndun að hefjast. Móðir og barn eiga að vera húð við húð, móðirin að finna lyktina af barninu, engin að ræða við móðurina. Móðirin á að vera að tengjast barninu, þannig að hormónið oxýtósín geti farið að myndast aftur og hæsta gildi þess kemur svo eftir fæðinguna til að tryggja tengslamyndun og byrja að losa fylgjuna. Þegar veitt er lífeðlifræðileg nálgun þá þarf konan að vera í umhverfi þar sem henni líður vel, er ótrufluð og finnst að ekki sé verið að fylgjast með henni.

Gott að vita.

[breyta]

Vitað er að bið eftir fylgjunni þegar veitt er lífeðlisfræðileg nálgun á þriðja stigi fæðingar getur verið aðeins lengri en þegar veitt er virk meðferð.

Rannsóknir styðja að veitt sé virk meðferð og þá á blæðing eftir fæðingu að vera minni.

Þó mega heilbrigðar hraustar konur, án áhættuþátta fyrir blæðingu eftir fæðingu, í eðlilegri fæðingu óska eftir að vera ekki veitt virk meðferð. Hér á Íslandi er stuðst við leiðbeiningar NICE, Þar er lögð rík áhersla ósk verðandi foreldra. Konur hafi tækifæri til að velja hvað er rétt fyrir þær.

Spurningar:

[breyta]
  1. Hver er helsti munurinn á virkri meðferð og lífeðlisfræðilegri nálgun á þriðja stigi fæðingar?
  2. Hvaða konur geta óskað eftir lífeðlisfræðilegri nálgun á þriðja stigi fæðingar?
  3. Er mælt með að kona sem fær sterk verkjalyf í fæðingu, óski eftir lífeðlisfræðilegri nálgun á þriðja stigi fæðingar?

Heimildir:

[breyta]

http://www.nationalpartnership.org/research-library/maternal-health/hormonal-physiology-of-childbearing.pdf

https://www.nice.org.uk/guidance/cg190/chapter/Recommendations#third-stage-of-labour

Ítarefni:

[breyta]

Ecstatic Births ebook, þú getur eignast hana ef þú verður áskrifandi að updates hjá http://sarahbuckley.com/

https://www.nice.org.uk/guidance/cg190/chapter/Recommendations#third-stage-of-labour