Franskt horn

Úr Wikibókunum

Höfundur og þýðandi: Harpa Helgadóttir 2023

Um hljóðfærið[breyta]

Náttúrulegt horn

Franskt horn eða horn er hljóðfæri sem tilheyrir hljóðfæraflokki málmblásturshljóðfæra. Sá sem leikur á horn er kallaður hornleikari. Flestöll horn eru úr undu málmröri með svokölluðu munnstykki, sem hornleikarinn blæs í, á öðrum endanum og svokallaðri bjöllu á hinum endanum sem hljóðið berst út um. Málmrörið víkkar smám saman frá munnstykki hljóðfærisins til bjöllunnar sem er bjöllulaga. [1] Tónhæð er stjórnað með samspili nokkurra þátta; 1) hraða loftstreymisins í gegnum hljóðfærið sem hornleikarinn stýrir með lungum sínum og þind 2) munnsetningu hornleikarans, þ.e. þvermáli varaopsins og spennu í varavöðvum 3) ventlum (á horni með ventlum) ventlum sem hornleikarinn þrýstir á með vinstri hönd og stýra þannig loftflæðinu inn í viðbóttarrör frá ventlunum sem ýmist stytta eða lengja hljóðfærið 4) hægri hönd hornleikarans í bjöllu, hornleikarinn getur breytt tónhæðinni með því að stilla þvermál bjölluopsins með því að breyta staðsetningu handar sinnar inni í bjöllunni. [2]

Saga hljóðfærisins[breyta]

Ventlalaust málmhorn

Uppruna hljóðfærisins má rekja til notkunar raunverulegra dýrshorna til blásturs. Málmhorn komu til sögunnar sem veiðihorn en þau voru málmrör sem undið var upp á og endaði vafningurinn í bjöllu. Þessi fyrstu málmhorn voru ventlalaus og því voru tónhæðabreytingar alfarið gerðar með vörum hljóðfæraleikararns. Horn komu ekki fram með ventlum til tónhæðabreytinga fyrr en á 19. öld. Um miðja 18. öld tóku hornleikarar upp á því að stinga hægri hönd inní bjöllu hljóðfærisins í þeim tilgangi að stytt eða lengja hljóðfærið og breyta þannig tóni hljóðfærisins. Árið 1818 smíðuðu þýsku hornsmiðirnir Heinrich Stölzel og Friedrich Blümel til fyrsta hornið með ventli. Í fyrstu neituðu margir íhaldssamir hornleikarar að leika á horn með ventlum og litu svo á að ventlalausa, náttúrulega hornið væri betri smíð. Ventlarnir útvíkkuðu tónsvið hljóðfærisins og gerðu hornleikurum kleift að leika í ólíkum tóntegundum. [3] [4]

Tegundir[breyta]

Einfalt horn[breyta]

Einfalt horn í F

Einfalt horn er búið til úr einu málmröri tengdu þremur ventlum. Einfaldleiki einfalda hornsins gerir það einfaldara í notkun og léttara í vigt. Þar að leiðandi læra byrjendur í hornleik yfirleitt fyrst á einfalt horn áður en þeir skipta yfir á tvöfalt. Einföld horn eru yfirleitt í F en þau fást líka í B. F hornið gefur hinn þekkta horn tón en B hornið auðveldar hornleikurum að spila á hærri áttundum þar sem það býður upp á nákvæmari tónskiptingu milli hárra tóna en í neðri áttundum er ekki hægt að leika alla tóna á B horni. [5]

Tvöfalt horn[breyta]

Tvöfalt horn í F og B

Þrátt fyrir tilkomu ventla reyndist einfalda F hornið er ekki jafnt nákvæmt í hærri áttundum. Fyrst um sinn var lausnin sú að leika frekar á einfalt B horn en B horninu fylgdu vandamál í lægri áttundum. Þýski hornsmiðurinn Eduard Kruspe fann lausn á þessu vandamáli og fyrsta tvöfalda hornið leit dagsins ljós árið 1897. Í tvöföldu horni eru einfalt F horn og einfalt B horn sameinuð í eitt og sama hljóðfærið. Tvöfalt horn hefur fjórða ventilinn sem gerir hornleikaranum kleift að skipta á augabragði frá F horninu yfir á B hornið eða öfugt með þumlinum. Fjórði ventillinn breytir lengd hljóðfærisins og sömuleiðis verkun hinna þriggja ventlanna sem hvor um sig er tengdur tveimur viðbótarrörum í ólíkum lengdum. [6]

Krossapróf[breyta]

1 Franskt horn tilheyrir hljóðfæraflokki

tréblásturshljóðfæra
strengjahljóðfæra
málmblásturshljóðfæra
ásláttarhljóðfæra
hljómborðshljóðfæra

2 Hvert eftirfarandi atriða hefur ekki áhrif á tónhæð horntóna

ventlar
málmgerð
munnsetning
hönd í bjöllu
hraði loftstreymis gegnum hljóðfærið

3 Á hvaða öld komu ventlahorn fyrst til sögunnar?

16. öld
17. öld
18. öld
19. öld
20. öld

4 Hvaða tegund horns hentar byrjendum í hornleik best?

Einfalt horn
Tvöfalt horn
Ventlalaust horn
Náttúrulegt horn

5 Hversu marga ventla hefur tvöfalt horn?

tvo
þrjá
fjóra
fimm


Ítarefni[breyta]

Horn. (e.d.) Britannica. https://www.britannica.com/art/brass-instrument

Meinweiser, Joseph Alexander. (2016). The History of the Horn and how it Applies to the Modern Hornist. Chancellor’s Honors Program Projects. https://trace.tennessee.edu/utk_chanhonoproj/1994

Philharmonia Orchestra. (2013, 7. ágúst). Instrument: Horn [myndband]. YouTube. https://www.youtube.com/watch?v=cK0UFgnrIqY&t=225s

Wilkshire, TJ. (2020, 2. desember). A Very Brief History of the French Horn [bloggfærsla]. Queensland Symphony Orchestra. https://qso.com.au/news/blog/a-very-brief-history-of-the-french-horn

Heimildir[breyta]

French horn. (2023). Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/French_horn

Horn (instrument). (2023). Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Horn_(instrument)

  1. Horn (instrument)
  2. French horn
  3. Horn (instrument)
  4. French horn
  5. French horn
  6. French horn