Fara í innihald

Forritun í XCB/Atvik

Úr Wikibókunum

Atvik skipta sköpum í X-forritun (sjá event-driven programming á ensku Wikipediu).

Atvik og síur[breyta]

Þegar gluggi er búinn til skal taka það fram hvernig atvikum hann skal fylgjast með svo honum sé ekki sendar óþarfa upplýsingar. Atvik geta til dæmis veitt upplýsingar um aðgerðir lyklaborðs eða músar.

XCB-fallið xcb_create_window tekur til dæmis við færibreytunum value_mask (stafsíu, fasti skilgreindur í xproto.h sem veldi af 2) og value_list (lista) til að skilgreina atvik.