Flogaveiki

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur: Steinunn Jónatansdóttir

Hvað er flogaveiki (epilepsi)[breyta]

Mynd:Epilepsy 1.jpg

Flogaveiki er starfrænn sjúkdómur í heilanum sem stafar af því að nauðsynleg samskiptaboð innan heilans truflast skyndilega af auknum rafboðum frá einstökum heilasvæðum eða öllum heilanum. Einstök heilasvæði verða ofvirk og merki fá þeim eru það sterk að þau yfirbuga allt annað tímabundið. Veldur þetta óeðlilegu atferli eða hegðun er kallast flogaveikikast.

Orsakir flogaveikinnar[breyta]

Orsakir eru ekki þekktar en kunna að tengjast heilaæxlum, alvarlegum höfuðáverkum t.d. í æsku, heilabólgu, heilasköddun við fæðingu o.fl. sem leiðir til vefrænnar löskunar heilafrumna. Ekki hefur þó tekist að greina vefrænar breytingar í heila nema í um þriðjungi flogaveiki tilfella. Ýmislegt bendir til þess að sjukdómurinn sé arfgengur því saga er um hann í ákveðnum ættum.

Tíðni flogaveiki á Íslandi[breyta]

Flogaveiki er fremur algeng og talið er að u.þ.b. 1 af hverjum 250 einstaklingum séu með sjúkdóminn. Hlutfall kynja er nokkuð jafn.

Meðferð við flogaveiki[breyta]

Koma má að mestu leyti í veg fyrir bráð flogaveikiköst með flogaveikilyfjum en gallin er að þau hafa mörg óþægilegar aukaverkanir.

Tegundir flogaveiki[breyta]

Barnaflogaveiki eða flogaveiki hin minni (petid mal) Kemur fram í börnum áður en þeu ná skólaaldri og eldist hún yfirleitt af þeim. Þau sitja oft að leik ásamt öðrum börnum og fá þá störu, heyra ekki ef á þau er kallað og kippast örlítið til (störuflog). Kastið varir í stuttan tíma eða u.þ.b. 30-40 sek..Þau muna ekki hvað gerðist þegar þau ranka við sér. Lítil ástæða er til þess að óttast þessa gerð flogaveiki.

Fullorðinsflogaveiki eða flogaveiki hin meiri (grand mal) Kemur fram í fullorðnum. Krampaflog er algengasta flogaveikiafbrigðið, líkaminn stífnar upp, einstaklingur fellur um koll og blánar, taktfastir rykkir eða krampar fara um allan líkamann, einstakingur missir meðvitund og froða vellur úr munnvikum, sjúklingur missir oft þvag. Kramaflogi lýkur eftir u.þ.b. 4-5 mínútur og vaknar sjúklingur ruglaður og þreyttur. Flestir sjúklingar vilja sofa eftir kast og erfitt getur reynst að vekja þá fyrsta klukkutímann eða svo.

Flogboði Sjúklingar fá gjarnan boð áundan kasti er kallast flogboði. flogboði birtist flogaveikisjúklilngum á ymsan hátt, t.d. sem óljós tilfinning um yfirvofandi kast, óþægileg lykt, undarleg hljóð, undarleg litaskynjun, verkir í kviðarholi o.fl. sem gerir þeim kleift að viðhafa rétter varúðarráðstafanir.

Fyrsta hjálp[breyta]

Eftirtöldum ráðum skal beita gegn krampaköstum

  1. Verja höfuð sjúklings og fjarlægja allt sem valdið gæti honum meiðslum ef hann ræki sig i það.
  2. Losa allt sem þrengi að hálsinum.
  3. Leggja sjúkling á vinstri hliðina.
  4. Gá að SOS-merki (armband eða hálsfesti)
  5. Bjóða fram hjálp þegar kastið íður hjá. Krampaveikiköst eru sjaldnast neyðartilfelli. Þau ganga yfir og krefjast sjaldnast læknishjálpar.
  6. Hringja í Neyðarlínuna (112) ef um eitthvað af eftirtöldu er að ræða:
  • Einhver fær krampa sem ekki er vitað til að sé flogaveikur (Þ.e. hefur enga sögu um flogaveiki eða óeðlileg flog).Það gæti verið merki um alvarlegan sjúkleika.
  • Kastið varir lengu er fimm mínútur þó svo sjúklingur sé með þekkta krampasögu.
  • Sjúklingurinn er lengi að jafna sig, fær annað kast eða á erfitt með öndun.
  • Í hlut á þunguð kona eða einhver sem ekki er fullfrískur.
  • Einkenni eru um áverka eða annan sjúkleika.

Ef um hitakrampa hjá ungbarni er að ræða er mikilvægt að kæla barnið niður sem fyrst. Opnið gluggann og færið barnið úr öllu nema nærfötum. Stundum getur reynst nauðsynlegt að fara með barnið út að glugga eða út að svaladyrum. Varist þó að láta slá að barninu. Einnig er gott að bleyta handklæði og leggja yfir barnið meðan á krampanum stendur, það kælir barnið snögglega niður.

Varúð:Ekki[breyta]

  • Gefa viðkomandi neitt að borða eða drekka.
  • Halda honum niðri.
  • Setja neitt á milli tanna fólks í flogakasti.
  • Skvetta vökva af neinu taki framan í eða upp í flólk í flogakasti.
  • Flytja fólk úr stað nema því stafi hætta af umhverfinu.


Heimildir[breyta]

  • Bogi Ingimarsson. 1995: Sjúkdómar í mönnum, kennsluefni fyrir framhaldsskóla. Reykjavík. Iðnú.
  • Rauðikross Íslands. 1999: Skyndihjálp og endurlífgun. Reykjavík. Mál og menning.

Ítarefni[breyta]