Fléttur

Úr Wikibókunum

Þessi wikibók fjallar um fléttur og er hugsað sem námsefni fyrir nemendur sem eru að byrja í námi í hársnyrtiiðn og fyrir þá sem vilja fræðast um fléttur. Til eru allskonar útgáfur af fléttum og verður farið yfir þær helstu hér fyrir neðan ásamt spurningum og krossaprófi sem hægt er að taka eftir lestur.

Öfug föst flétta

Hvað eru fléttur[breyta]

Venjuleg flétta sem er með þrem hlutum

Fléttur í hár er flókin uppbygging eða munstur sem myndast þegar þrír eða fleiri hlutar af hári eru tengdir saman, hægt að gera einnig með sveigjanlegu efni eins og garni eða vír. Hægt er að flétta á marga vegu og eru þær mis flóknar en einfaldasta og algengasta fléttan er gerð úr þremur hlutum af hári og er fléttuð beint niður að hálsi. Fléttur hafa verið gerðar í þúsundir ára í mörgum mismunandi menningarheimum og til margvíslegra nota. Fléttur eru ekki einungis notaðar til að gera fjölbreyttar greiðslur í hár heldur einnig til að gera reipi og skreytingar. Fléttur hafa einnig verið notaðar til að gera tagl á hestum fyrir eins og polo. Grunnurinn á hinum ýmsu fléttum er oftast sá sami nema með öðruvísi útfærðslum.

Saga fléttunar[breyta]

Fléttun

Saga flétturnar er rekin aftur um 30.000 ár. Á sumum svæðum voru fléttur leið til samskipta. Í hnotskurn gæti einn einstaklingur greint mikið af upplýsingum um hvort annað, hvort þau voru gift, sorg eða aldur fyrir dómstóla, einfaldlega með því að fylgjast með greiðslu þeirra. Fléttur voru leið til félagslegs lagskiptingar. Ákveðnar greiðslur voru einkennandi fyrir tilteknum ættkvíslum eða þjóðum. Afrískt fólk eins og til dæmis Himba-fólkið í Namibíu, hefur verið að flétta hárið í gegnum aldirnar. Í mörgum Afríku ættkvíslum eru greiðslur einstakar og notaðar til að auðkenna hverja ættkvísl. Fléttu mynstur eða greiðslur geta verið vísbending um stöðu innan samfélagsins, aldurs, hjúskaparstöðu, auð, vald, félagsleg staða og trú. Fléttun er jafnan félagsleg list. Vegna þess tíma sem það tekur að flétta hárið hefur fólk oft tekið tíma til að hittast á meðan verið er að flétta og þegar það er að fá sér fléttur. Það byrjar með öldungunum sem gera einfalda hnúta og fléttur fyrir yngri börn. Eldri börn horfa á og læra af þeim, byrja að æfa sig á yngri börnunum, og að lokum læra hefðbundna hönnun. Þetta býr til hefð fyrir tengsl milli öldunga og nýrrar kynslóðar. Snemma höfðu fléttur marga notkun, eins og skreytingar í búningum, sverðskreytingar, skálar og húfur, læsingar (eins og þær sem gerðar voru í Japan til að tryggja dýrmætar teafurðir með því að nota vandaða hnúta.) og vopn (slings, til dæmis). Efni sem notuð eru í fléttum geta verið mismunandi eftir staðbundnum efnum. Til dæmis notuðu Suður-Bandaríkjamenn mjög fínar trefjar úr ull álpakka og lama, en í Norður-Ameríku voru notuð bison trefjar. Um allan heim hafa grænmetis trefjar eins og gras, net og hamp verið notaður til að búa til fléttur. Í Kína, Kóreu og Japan er silki enn helsta efnið sem er notað. Í Ameríku er fléttað leður einnig algengt.

Venjulegar fléttur


Hvaða verkfæri þarf til[breyta]

Hár fléttunar verkfæri

Til að gera fléttu þarf í raun ekki mikið nema það þarf að hafa teygjur eða spennur til að festa fléttuna. Bursta til að greiða hárið áður en byrjað er að gera fléttu og gott er að nota pinnagreiðu til að hjálpa við að gera beinar skiptingar. Spennur þarf einnig til að festa styttra hár í fléttunni. Skraut er líka hægt að nota þegar það á við.


Föst flétta[breyta]

Föst flétta sem er á ensku kölluð french braid

Föst flétta

byrjar með því að skipta hárinu efst á höfðinu í þrjá hluta og er eins og venjuleg flétta en í staðinn er hári bætt við á leið niður að hálsi og er allt hár tekið með sem endar í venjulegri fléttu í síddinni sem eftir er þegar komið er að hálsinum. Það getur verið miserfitt að flétta fasta fléttu eftir því hvernig hár er verið að flétta og eftir lengd, gott getur verið að nota spennur ef hár er styttra vegna til dæmis toppar til að það haldist í fléttunni. Hægt er að flétta fasta fléttu á mismunadi vegu allt frá einni í fleiri, á ská og til hliðar.

Tæknin við að gera fasta fléttu


Öfug föst flétta[breyta]

Öfug föst flétta

Öfug föst flétta sem er á ensku kölluð dutch braid er uppbyggð eins og venjuleg föst flétta nema er öfug þá er í stað þess að hver hluti fléttunar fari yfir hvern er hann fléttaður undir hárið og verður þá fléttan úthverf og verður meira áberandi yfir hárinu og er eins og hin hægt að gera á ýmsa vegu.

Tæknin við að gera öfuga fasta fléttu


Hálf föst flétta[breyta]

Hálf föst flétta

Hálf föst flétta er hægt að gera venjulega eða öfuga og er gerð þannig að í annari hliðinni er alltaf sleppt því að bæta við hári, svo hún verður þá hálf þar sem ekki er bætt við hári öðru megin.

Hálf öfug föst flétta


Fiskiflétta[breyta]

Fiskiflétta

Fiskiflétta sem er á ensku kölluð fishtail braid líkist föstum fléttum og er hægt að gera á þann hátt eða eins og venjulega einfalda fléttu en er gerð úr tveimur hlutum þar sem lítil skipting er tekin yfir í hinn hlutann til skiptis. Þessi stíll var kallaður Grecian flétta á 19. Öld.

Tæknin við að gera fiskifléttu


Fossflétta[breyta]

Fossflétta

Foss flétta sem er á ensku kölluð waterfall braid er eins og föst flétta hvort sem hún er venjuleg eða öfug nema skilinn er eftir einn lokkur á milli sem úr verður falleg fljótandi flétta.

Tæknin við gerð fossfléttu


Spurningar[breyta]

  1. Hvað er venjuleg flétta gerð úr mörgum hlutum?
  2. Hver er munurinn á fastri fléttu og öfugri fastri fléttu?
  3. Hvað er það sem er einnig oft gert úr fléttum?
  4. Hvað er fiskiflétta gerð úr mörgum hlutum?
  5. Hvað er oft greint eftir því hvernig fléttur eru í hárinu?

Krossapróf[breyta]

1 Hvað er nauðsynlegt að nota við gerð fléttu?

Vatn
Bursta
Hárvörur
Teygjur/spennur

2 Afhverju er taglið á hestum fléttað?

Til að fá krullur
Fyrir polo
Svo það sé ekki fyrir
Vegna hefðar

3 Hvernig er hægt að láta fléttur haldast í styttra hári?

Það er ekki hægt
Með hárspreyi
Gera hana minni
Nota spennur

4 Hvað er venjuleg flétta gerð úr mörgum hlutum?

Tveimur
Fjórum
Þremur
Fimm

5 Hver er tæknin við gerð fossfléttu?

Hún er gerð með tveimur hlutum
Annari hliðinni sleppt
Lokkum sleppt
Hún er gerð öfug


Verkefni[breyta]

  • Finnið til það sem þarf við gerð fléttu og æfið ykkur á mismunandi útfærslum af fléttum.
  • Til að auðvelda æfinguna er gott að horfa á myndböndin hér fyrir neðan til að sjá sjónrænt hvernig hver flétta er gerð.
  • Æfing og meiri æfing er best til að ná tökum á að gera fléttur.


Heimildir[breyta]


Ítarefni og tenglar[breyta]