Fara í innihald

Ferðasaga frá Vestfjörðum 1887

Úr Wikibókunum

Andvari - 1. Tölublað (01.01.1887)

Ísland er nærri því klipið í sundur á einum stað, þar sem Gilsfjörður og Bitrufjörður skerast inn úr Breiðafirði og Húnaflóa. Vestfirðir eru sérstakt land fyrir sig og þó með hinu sama eðli og sömu jarðmyndun sem aðrir hlutar landsins. Eiðið, sem tengir Vestfirði við meginlandið, er ekki nema tæp míla á breidd og hæð þess (hjá Krossárvatni) 727 fet yfir sjó. Vestfirðir eru ákaflega vogskornir, landið er eigi meira en rúmar 170 ferhyrndar mílur, en strandlengjan mun vera nálægt 250 mílum. Vestfirðir eru hálendi, sem skorizt hefir í sundur í eintómar pjötlur af fjörðum, víkum og dölum. Þykkum lögum af blágrýti er hlaðið hverju ofan á annað, dala- og fjarðarifurnar skerast beint niður í gegn um þau og stefna eins og geislar í allar áttir frá hæstu bungunum

Blágrýtislögin liggja lárétt eða jafnt hallandi gegn um landið allt, og firðirnir hafa sjaldan nokkur áhrif á legu þeirra; það er því auðséð, að firðirnir eru síðar myndaðir en blágrýtislögin og hafa skorizt eins og geysimiklar glufur gegn um lárétt hamrabeltin. Á milli fjarðanna eru opt að eins örrnjóir kambar, með ýmsum skörðum, lægðum og hvilftum; eru þeir pó optast flatir að ofan, þar sem breiddin annars er nokkur til muna, en vatnsrennslið hefir myndað dali niður til beggja hliða.

Ef firðirnir næðu saman, yrðu Vestfirðir eintómar eyjar, mjög sviplíkar Færeyjum, en þó stærri og hrikalegri. Land á Vestfjörðum er mjög sæbratt, víða þverhnýptir hamrar í sjó fram, undirlendi svo að segja ekkert, örmjóar ar landræmur með sjónum og stuttir dalir; vegir eru víðast illir og torsóttir, og fara menn víða annaðhvort fótgangandi eða sjóveg, með því að eigi er gott að nota hesta nema á stöku stað. Af þessu leiðir, að fáir ferðast um Vestfirði aðrir en þeir, sem mega til; hafa fáir innlendir eða útlendir menntamenn ferðazt um þessi héruð til rannsókna og lítið hefir verið skrásett um landafræði og náttúrufræði Vestfjarða síðan þeir Eggert Ólafsson og 0. Olavius fóru þar um á öldinni sem leið. Sum héruð vestanlands eru að mestu ókunn öðrum en þeim, sem þar búa, og vil ég taka til dæmis Hornstrandir. Ég tókst því á hendur sumarið sem leið, að ferðast til rannsókna um nokkurn hluta Vestfjarða; fór ég um Barðastrandarsýslu, Strandasýslu og Hornstrandir norður á Horn, og ætla ég mér, ef kringumstæður leyfa, að skoða það sem eptir er á næsta sumri.


Ætla ég mér að haga svo ritgjörð þessari, að ég segi fyrst frá ferðum mínum um Barðastrandarsýslu, síðan frá ferðunum um Strandasýslu og Hornstrandir, og svo, ef allt fer með feldu, mun ég í næst árgangi af þessu tímariti skýra frá Isafjarðarsýslu og hnýta þar við nokkrum athugasemdum um Vestfirði í heild sinni.

I. Barðastrandarsýsla,

[breyta]

Um kvöldið 30. júní 1886 fór ég á stað úr Reykjavík sjóleiðis vestur á Bíldudal og kom þar að morgni 2. júlí. Fylgdarmaður minn, Ögmundur Sigurðsson, hafði farið landveg með hestana og beið mín þar. Á Bíldudal dvaldi ég 3 daga, bjó mig til ferðar og skoðaði ýmislegt í nágrenninu. Landslag er hér einkar vel fallið til þess að rannsaka blágrýtislögin í fjöllunum og áhrifin, sem vatnið hefir á þau.

Blágrýtislögin liggja hvert ofan á öðru, eins og þeim væri hlaðið; eru optast rauðleit lög á milli, gömul aska, er kom við gosin; hún er nú orðin að móbergi. Þessi lög gera það að verkum, að vatnið á miklu hægra með að vinna á blágrýtisfjöllunum. Frostið hefir heldur eigi litla þýðingu: vatnið síast inn í rifur og holur steinsins og frýs þar; við frostið stækkar rúmtak pess, spenniaflið verður svo mikið, að steinarnir springa; á háum heiðum á frostið hægt með að vinna, enda sést það glöggt: þar eru steinarnir á yfirborðinu allir sprungnir í sundur í flögur og flísar; með þessu móti getur frostið smátt og smátt mulið í sundur fjöllin, einkum þegar loptslagi er svo háttað, að frost og þíður allt af skiptast á, því þá getur krapturinn verið síverkandi. Vatnið hefir engu minni áhrif beinlínis: það færir molana úr stað, nýr þá og nuddar og leysir þá í sundur; hjálpa ýms efni til þess, sem í vatninu eru, svo kemísku áhrifin verða heldur eigi lítil.

Með því að skoða blágrýtisfjöllin, sést það glöggt, að vatnsrennslið og áhrif pess fylgja vissum lögum, sem allt af taka sig upp aptur og aptur; fjallsblíðarnar eru mismunandi að útliti, eptir því, hve langt er komið og hve miklu vatnið hefir áorkað; þar er óraskandi stigbreyting, sem er komin undir efninu og kraptinum, sem á það verkar. Þar sem vatnið streymir niður þverhnýpta fjallsbrún, leitast allir lækirnir við í fyrstu að vera jafnhliða og falla beint niður, eptir þyngdarlögmálinu; fellur hver buna stall af stalli og grefur í fyrstu röð af smáskvompum inn í bergið, því þar sem mýkri lögin eru milli blágrýtisrandanna, á vatnið hægra með að leysa sundur og þar kemur hola inn í bergið. Smátt og smátt fer vatnsrennslið að dýpka; því hin harðari berglög detta í sundur þegar linari lögin milli þeirra berast á burt. Með því nú að allir lækirnir, sem falla niður af bergbrúninni, ekki hafa jafnörðugt starf, því harka bergsins og aðrar kringumstæður eru alltaf mismunandi, þá eru sumir lækirnir fljótari að grafa sér farveg en aðrir; sá lækurinn, sem dýpst grefur sig í bjargbrúnina, leiðir hina smærri til sín, því þegar bann er orðinn djúpur, hallar að honum á báðar hliðar og við það neyðast hinar næstu vatnssitrur til að renna í dýpri lækinn.

Það er hvorutveggja almennt: að sjá í fjöllunum jafnhliða vatnssitrur, þar sein vatnsáhrifin eru enn þá stutt komin, og eins hitt, að sjá margar vatnsæðar sameinast eins og hríslur efst. Smátt og smátt grefur þessi vatnshrísla við fjallsbrúnina sig dýpra niður og myndast þá fyrst lítil hvilft í bergið, sem allt af stækkar meir og meir og getur að endingu orðið skál eða ketilmyndaður botn eða dalur, og rennur þá niður úr honum lækur í djúpu gili; í læknum er sameinað vatnsmegn allra vatnsæðanna í hríslunni. Niður úr skálinni berst leir, möl og grjót, og fyrir neðan, þar sem gilið kemur niður í dalinn, myndast flatvaxin grjótkeila, sem að stærð sinni svarar til dalskvompunnar í fjallinu, því þaðan er allt grjótið runnið, eins og sandur í neðri enda á stundaglasi.

Úr hlíðunum og klettunum kring um skálina hrynja steinarnir sí og æ niður í botn hennar og þaðan berast þeir niður um gilið; í vatnavöxtum á vorin einna mest. Áin eða lækurinn í gljúfrinu skiptist opt á grjótkeilunni og fellur um hana alla í kvíslum; þegar keilan er orðin breið og gilið er orðið djúpt, þá fer gróður að vaxa á grjótrústinni; af því vatnið er svo mikið, myndast þar smá mýrarblettir og fen, en allt af steypast þó snjóflóð við og við niður úr skálinni.

Þar sem sólin skín á um hádegi, er kraptur hennar mestur; þar þiðnar meira af snjónum en undan sólu; þess vegna verða áhrif vatnsins þar örari og hvatari; ég hefi tekið eptir því, að víða eru fjöllin meira sunduretin og skörðóttari móti sólu en undan. Á Vestfjörðum eru víðast mjóar fjallaálmur milli fjarðanna og nagar vatnsrennslið fjöllin á báða vegu; það ber því opt við, að slíkar hvilftir mætast í miðju fjallinu og er þá fyrst örmjór hryggur eða kambur á milli, en ef vatnsmegnið er jafnmikið beggja megin, þá stækka hvilftirnar jafnt og eyða hryggnum, sem er á milli peirra; kemur pá skarð í fjallið.

Drangar á Hornströndum eru auðsjáanlega svo til orðnir, að vatnið hefir jöfnum höndum nagað hinn mjóa fjallskamb beggja megin og við það hafa skörðin orðið til og háar strýtur á milli. Þegar tveir botnar mætast, þá er það opt, að annar hefir meira vatnsmegn, og verður hann þá yfirsterkari og færir sig smátt og smátt yfir á hins landareign; að lokum dregur hann til sín vatnsæðarnar frá hinum, nagar skarð þvert yfir fjallið og heldur áfram uns hann er búinn að saga fjallið sundur niður undir rætur, og hættir eigi fyr en hallinn er orðinn svo lítill, að vatnið hefir ekki lengur afl til að naga bergið og bera burtu það, sem niður í dældina fellur.

Auk þess eru djúpar skálar eða botnar algengir í fjöllunum vestra; þær eru eins og katlar og hafa ekkert afrennsli; ekkert gil eða gljúfur er fram úr þeim; eru katlar þessir að öllum líkindum myndaðir á ísöldinni af áhrifum jökla, og skal þeirra síðar getið.

Frá Bíldudal fór ég snöggva ferð í Dufansdal og Þernudal til pess að skoða surtarbrand. Dufansdalur er stuttur dalur allgrösugur suður frá Otrardal; »Þar þótti Grelöðu illa ilmat úr jörðu«, sem segir í Landnámu. Á eyrunum fram með ánni kvað vera mór með fauskum undir mölinni og deigulmór eða ísaldarleir undir mónum. Ofarlega í dalnum fellur lítil kvísl að norðanverðu í Dufansdalsá; heitir hún Laugará; þar er laug og hvítt holt ofar með hverahrúðri; eins eru hvítir hverasteinar nær bænum; þar hefir áður verið töluverður jarðhiti, þó hann sé nú að mestu horfinn. Ég gekk upp í fjallið sunnan við dalinn til þess að skoða surtarbrandinn; surtarbrandslagið er þar 561 fet yfir sjó undir neðstu blágrýtisklöppunum; sést þar bæði steinbrandur, móberg og hvítur leir og surtarbrandsflögur innanum með flötum kvistum og stönglabrotum; eigi er hægt að

sjá lagskiptinguna greinilega, því allt er þar skriðuhlaupið. Surtarbrandslagið gengur allt í kring um fjallið; kemur það einna bezt- fram framan í múlanum milli Dufansdals og Þernudals, við ganghlein, sem þar skagar fram úr fjallinu. Í Þernudal er surtarbrandurinn 438 fet yfir sjó; er það líklega sama lagið og í Dufansdal; mun því halla svo til suðurs og austurs. Surtarbrandurinn er fyrir neðan foss í ánni, en Efridalur heitir fyrir ofan; mjög er þar skriðuhlaupið, svo lega jarðlaglaganna sést óglöggt; þó sést þar, hvernig blágrýtishraunið hefir eytt skóginum, er surtarbrandurinn myndaðist; í neðstu rönd blágrýtisins, sem á honum hvílir, er hnoðað saman gjalli, hnullungum og leir. Í leirnum eru kvistir, stönglar og mosatægjur, en hvergi blöð.

Í fjöllunum fyrir innan Bíldudal eru margir gangar og taka þeir sig flestir upp í Langaneshlíðinni hinum meginn við fjörðinn. Í fjallinu beint á móti kaupstaðnum á Bíldudal er mjög einkennilegur gangur, fjarska stór; í fyrstu sýnist svo, að fjallið sé rennslétt, eins og fjöl, og engin lagskipting í því, eins og vanalega í basaltfjöllum; en þegar nánara er að gáð, þá sést, að þar er hliðin á geysistórum gangi, sem hefir nærri sömu stefnu og fjörðurinn, en vatn hefir etið allt bergið frá nyrðri hlið gangsins, svo hún stendur ber eins og risavaxinn hlífiskjöldur fyrir framan enda basaltlaganna í fjallinu. Þegar riðið er upp dalinn, sést, að gangurinn sumstaðar losnar frá og er geil bak við, og sumstaðar framrás fyrir vatnið þvers í gegn um hann.

Víða sjást hér á fjallsbrúnum stór laus björg, sem borizt hafa til á ísöldinni og orðið þarna eptir pegar jökullinn bráðnaði. Frá Bíldudal fórum við 5. júlí fjallveg pann, sem heitir Hálfdán, niður í Tálknafjörð; snjór var enn nokkur á fjallinu, en pó ekki ófærð. Gróðrarlítið er hér efra eins og upp á flestum fjöllum hér í nánd. Fjöllin milli fjarðanna á suðvesturkjálka Vestfjarða eru nærri alveg gróðurlaus, er miklu meiri gróður í fjöllum inn með Breiðafirði og það þó þau séu töluvert hærri; getur verið, að sífeldar saltblandnar hafgolur og næðingar valdi þessu.

Hálfdán er 598 fet á hæð; þar fann eg ísrákir (stefna þeirra er N. 60° A.), sést af þeim, eins og mörgum athugunum, er ég gerði seinna um sumarið, að Vesturland allt hefir verið þakið þykkum ísmötli á ísöldinni og varla nokkur þúfa upp úr snjó. Í fjallinu upp af Botni í Tálknafirði kvað vera surtarbrandur, en hann var nú snævi þakinn. Biðum við síðan um Mikladal og að Vatneyri. Patreksfjörður er eins myndaður og hinir firðirnir vestra, nema hvað syðri hlið hans er eigi jöfn þeim sem hin nyrðri, en þar ganga inn ýmsir dalir og höfðar eða fjallaálmar á milli; víðsýnið verður því meira og eigi eins aðþröngt eins og svo víða á Vestfjörðum, og er því fallegra á Patreksfirði en við flesta hina smærri firðina. Mér var sagt, að surtarbrandur væri uppi á Raknadalsfjalli og hafði verið tekið töluvert af honum og brúkað til eldsneytis.

Fórum við 5 saman frá Vatneyri upp í Mikladal og síðan suður og upp á fjallið, er þar gróðurlaus urð hið efra, fórum við fyrir botninn á Raknadal; hann er djúpur, stuttur og klettóttur; þar norður af eru breiðir hjallar hver upp af öðrum; snjór var undir hjallabrúnunum og þar kvað surtarbrandurinn vera (tæp 1500 fet yfir sjó), en nú var hann undir snjó, svo ekkert sást, og snerum vér við svo búið aptur.

Rauðisandur

[breyta]

7. júlí hélt ég á stað suður á Rauðasand. Liggur vegurinn fyrst inn með Patreksfirði fram með langri og hrattri hlíð, er stórgrýtisurð neðan í hlíðinni og björgunum alla vega tildrað á rönd, eins er sumstaðar fram með firðinum að sunnanverðu; það lítur nærri því eins út, eins og urð þessi hafi fallið allt í einu úr fjallinu við stórkostlegan jarðskjálfta. Syðsti endinn á Patreksfirði beygir nokkuð til norðurs, er landslag þar nokkuð annað, höfðar og hólabungur úr blágrýti, svo dalurinn verður breiðari þó fjörðurinn mjókki.

Fórum við yfir Dalsfjall nokkru fyrir utan Skápadal og síðan brattar sneiðingar niður á Rauðasand. Armóðr enn rauði þorbjarnarson nam Rauðasand. Hrólfr enn rauðsenzki var sonarsonur hans, hann fór til Gunnbjarnarskerja og gerði seinna virki á Strandarheiði. Þegar maður lítur af fjallsbrúninni yfir þetta byggðarlag, sem er lukt hömrum á þrjá vegu, og sér rauðgulan sandinn, hvíta brimrákina og dimmbláan fjörðinn fyrir framan, þá mætti ætla, að sandurinn hefði fengið nafn af lit sínum, en þó heitir hann líklega fremur eptir hinum fyrsta landnámsmanni.

Rauðisandur hefir myndazt í bogadregnu viki milli Skorar og Látrabjargs, bergið er snarbratt fyrir ofan, en byggða landið marflöt mjó ræma fyrir neðan. Straumurinn út með Barðaströnd ber með sér aur og skeljasand og hefir hann smátt og smátt safnazt í vikið í hlé fyrir utan Skorina, og þannig er Rauðisandur til orðinn. Þó að byggðin sé afskekkt, þá er þar þó mjög fagurt, einkum útsjónin yfir Breiðafjörð. Bæjarós er stórt lón um flóð og fellur sjórinn þá alveg upp að Bæ, en um fjöru eru þar eintómar leirur með stórum pollum og álum. Vestur úr ósnum gengur langur áll milli byggðarinnar og rifsins, og er hann kallaður Fljót. Bæirnir standa uppi undir berginu og eru þeir snotrir á að líta, með rauðum þiljum og hvítum vindskeiðum; fyrir neðan þá er graslendi rennslétt niður að Fljótinu, fyrst mýrar, síðan harðar grundir næst sjónum. Á hinu gamla höfðingjasetri Bæ gisti ég tvær nætur hjá Ara bónda Finnssyni.

Í Bæ bjuggu lengi afkomendur og ættingjar Eggerts riddara Eggertssonar. Árið 1579 ræntu Englendingar, sem kunnugt er, á Vestfjörðum, þá bjó Eggert Hannesson í Bæ, Englendingar ræntu þar, tóku Eggert höndum og varð að leysa hann út með kvennsilfri, sem var nóg á 13 konur. Segir Espólín gjörla frá ráni þessu.

8. júlí fór ég til pess að skoða suTtarbrandinn eða kolin undir Skorarhlíðum, vorum við fimm saman og riðum fyrir innan ósinn, fram hjá Naustabrekku og upp á fjall hjá Sjöundá, eptir dalverpi, unz við komum upp undir Stálfjall, skildum við hestana eptir uppi á fjallinu og gengum niður Ölduskarð, brattar skriður milli hamra niður undir sjó, og nokkurn kipp austur með berginu, unz við komum að surtarbrandinum. Kolalögin eru rétt niður við sjó og er myndunin öll með leirlögum þeim, sem eru á milli kola og surtarbrandsflísanna, 25 —30 fet á þykkt og hallar til austurs eða suðausturs 6—7°.

Surtarbrandsmyndun þessi er sambreiskingur af margs konar lögum, hvítgrá leirlög, stórgerður leirsteinn, sumstaðar járnrauður leir, en á milli alstaðar surtarbrands- og kolalög, sum aðeins 1/4 - 1/2 þumlungur, 2—3 þuml. og hin ykkustu 5—6 þumlungar. Lögin þykkna og þynnast á ýmsum stöðum; standa víða út úr kvistir og samþrýstir þunnir trjádrumbar. Neðst er móleitt móberg og sést eigi,hve langt það nær niður. Kolin eru fullt eins góð eins og þau, sem fundizt hafa nálægt Hreðavatni, og geta orðið að töluverðum notum fyrir pá, sem næst búa; þau eru svo nálægt sjó, að hægt er að flytja þau ef vel gefur, en veðrið verður að vera gott, því hér er engin höfn og engin lending. Ef kolin eru sótt sjóleiðis, verður að senda menn á meðan til pess að taka þau upp og skilja þau frá leirsteinslögunum; er það æði seinleg vinna og er eigi tiltökumál fyrir þá, sem koma sjóveg, þar sem engin er lending og mjög brimasamt, að tefja sig á því. Að flytja kolin landveg upp á Stálfjallið upp Ölduskarð er eigi hægt, því þessi leið er illfær gangandi mönnum. Kolalögin eru svo þunn, þó þau séu mörg, að ég get ekki séð, að það sé tilvinnandi

að leggja nokkurt verulegt í kostnað til pess að vinna þþau. Ofan á surtarbrandsmynduninni er stuðlaberg hér um bil 4 mannhæðir á hæð, þá gjallkennt óreglulegra blágrýti nokkru þykkra, þá taka við 15—16 blágrýtíslög með rauðum móbergslögum á milli alla leið upp á bergbrún; blágrýtislögin öll sem liggja ofan á surtarbrandinum eru hér um bil 2000 fet á þykkt.

Á takmörkum surtarbrandslaganna sjást glögg merki þess, að stuðlabergshraunið hefir haft töluverð áhrif á myndanir þessar, er það rann, því næst því er leirinn sundursoðinn og dreginn saman í smáar súlur. Það er einnig útlit fyrir, að brennisteinsgufur hafi, eptír að hraunið rann, enn um nokkurn tíma verkað á myndanir pessar, því blágrýtið er sundursoðið að neðan og á takmörkunum fann ég dálítið af brennisteini; getur þetta annað hvort hafa komið af eldfjallagufum, er komu við gosið, eða af gufum sem myndazt hafa er jurtagróðurinn tók að umbreytast. Um kvöldið snerum við aptur og gengum upp Ölduskarð, riðum við síðan út undir Sjöundá upp á fjallinu og skoðaði ég surtarbrand. sem kemur fram efst í fjallinu 640 fet yfir sjó í Landbroti upp af Skor.

Er illt að komast að þeim surtarbrandi í bröttum skriðum, en myndunin er hin sama og sú, er ég fyr gat um undir Stálfjallinu; eru þetta efiaust sömu lögin; þau liggja hér svo hátt, en ganga niður að sjó undir Stálinu vegna hallans. Fyrir neðan sést Skorarvogur, þar er höfn allgóð, þaðan sigldi Eggert Ólafsson í síðasta sinni árið 1768 og fórst með konu sinni á leiðinni yfir Breiðafjörð, eins og öllum er kunnugt. Sá galli er á þessari höfn, að eigi er hægt að setja þar skip upp, svo þeim sé óhætt fyrir brimi, svo háir eru vogbakkarnir; liggja hamrasker 3 fyrir framan: Nónsker og Kríustapar tveir, nokkru vestar er Kálstapi. Upp af höfninni er fagurt og grösugt land, var þar áður bær, en nú er par útibeit góð frá Sjöundá. í björgunum fyrir ofan Rauðasand er víða dálítið af surtarbrandi hátt upp í fjalli, bæði bjá Gröf og Bæ. Í Bæ sá ég allstórt borð búið til úr surtarbrandsflögu. Á heimleiðinni frá Sjöundá riðum við leirurnar yfir Bæjarós, því þá var fjara; eru mestu ókjör af skeljum á rifinu og í leirunum hrúgurnar eptir fjörumaðkinn hver við aðra og sumstaðar »trekt«-myndaðar holur smáar; þar er kúfiskur undir (kúskeljar) og andar hann gegn um holur pessar. Kópatekja kvað vera töluverð á grandanum. Til eru munnmæli um það, að sandurinn hafi áður verið grasi vaxinn, en það eru víst ýkjur einar.

Frá Bæ á Rauðasandi fór eg 9. júlí út að Hvallátrum. Þegar maður ríður út með sandinum er bergið þverhnýpt fyrir ofan; eru blágrýtislögin einstaklega glögg, klípa þau sig hvert inn á milli annars, svo endarnir ganga á misvíxl, hallast þau öll til suðausturs Q-l-2-30 ); margir gangar eru í berginu og standa fram eins og bríkur; er stefna peirra flestra frá SV tíl NA. í yzta horninu nálægt Brekku eru mörg merki pess, að landið hefir hafizt; fyrst varð fyrir okkur uppmjór malarhóll rúmlega 100 feta hár; er grjótið í honum brimbarið og stór björg á milli; utar taka við hjallar með sjóbörðu grjóti. Þar sem bærinn Brekka stendur, hafa skriður fallið úr fjallinu og hefir sjórinn, er þá stóð hærra, lamið grjótið og myndað hólapyrping; hólar þessir eru nú grasi vaxnir og á þeim bærinn.

Frá Brekku liggur brattur vegur upp á fjallið og er síðan farið með bjargbrún út í Keflavík. Veðrið var gott og útsjónin yndisfögur yfir Breiðafjörð allan, sjórinn dimmblár og Snæfellsjökull tindrandi hvítur í suðrinu. Keflavík er hvilft niður í bergið og fláir út af henni á alla vegu, þar er einn bær; fyrir neðan bæinn er breitt og hátt melbarð, er grjótið í barði þessu allt ísnúið og brimbarið, hefir jökull á ísöldinni gengið niður undir sjó og hefir brimið verkað á grjótið, sem jökullinn ók á undan sér; þegar jökullinn var bráðnaður, fór lækur að grafa sér farveg gegnum malarbarðið og er nú kominn niður að föstu bergi. Melbarðið er rúm 200 fet á hæð.

Úr Keflavík fórum við Látraheiði (1234 fet á hæð) að Hvallátrum. Heiðin er mjög gróðurlítil, öll með urð og mosa; heiði þessi er æði fjölfarin, því margir sækja fugl út í bjargið. Á leiðinni mættum við nokkrum lestum;: það var kvennfólk af Rauðasandi, sem var gangandi, en rak á undan sér hesta með steinbít og fugli. Utarlega á heiðinni er Látravatn, á því var fullt af ritu; utar eru þrjú önnur vötn, Djúpadalsvatn, Flagahlíðarvatn og Saxagjárvatn. Á Látrum var eg einn dag um kyrrt til þess að skoða bjargið

Fuglabjargið

[breyta]

Fuglabjargið nær alla leið frá Keflavík að Látravík nærri tvær mílur; fyrst er Keflavíkurbjarg, síðan Breiðuvíkurbjarg (Lambahlíð með Eyjaskorarnúp), þá Bæjarbjarg út í Saxagjá, þá Látrabjarg að Látravík. Í Bjarnarnúp milli Látra og Breiðuvíkur er og nokkur fugl. Í Látrabjargi eru nokkrar dalaskvompur hér og hvar, vestast Djúpidalur, svo Geldingaskorardalur, svo Lambahlíðardalur. Látrabjarg er rúm 1400 fet á hæð, þar sem það er hæst; er í því eintómt blágrýti með rauðum móbergslögum á milli, er ein blágrýtishyllan niður af annari og sitja fuglarnir á þeim. Miðlandahylla gengur eptir endilöngu bjarginu; er hún sumstaðar breið, en tekst í sundur hér og hvar og verður þar eigi gengin. Sumstaðar eru gangar eða bergbríkur upp í gegnum basaltlögin, t. d. Tröllkonuvaður milli Barðs og Kálfaskorar; sumstaðar eru hellrar í berginu, t. d. Jötunsaugu undan Kálfaskor; þangað seig Árni Thoroddsen á Látrum eitt sinn við annan mann og hafa ekki aðrir par komið; ferðin er mjög hættuleg, 40 faðma loptsig.

Jötunsaugu eru skútar tveir með hapti á milli og gengur langur dimmur rangali inn af og niður á við. Sumstaðar eru skorur eða gjár niður í bjargbrúnina; í Lambahlíðum má víða ganga niður að sjó og er fjara fyrir neðan; úr Saxagjá má líka ganga niður að sjó; en það, sem vanir menn ganga hér, sýnist vera ótrúleg fífldirfska fyrir þá, sem óvanir eru að horfa á menn skríða eins og flugur eptir þverhnýptum björgum.

Fuglaveiðar byrja í bjarginu 2. júlí og enda þegar 14 vikur eru af sumri. Þegar sól er gengin úr bjarginu á kvöldin, byrja menn að síga, og er hætt allri veiði þegar sólin kemur aptur, af því að fuglinn er styggur í sólskini. Mest er af langvíu í bjarginu; þar er líka hringvía; það er afbrigði af langvíunni, sem Faber kallar »Uria troile leucophtalmos«. Á smástöllum sitja hér og hvar stuttnefjur eða nefskerur (Uria Brunnichii); þær eru þrýstnari um búkinn heldur en langvíurnar og netið digrara og styttra. Langvíurnar sitja helzt á löngum hyllum. Þar í bjarginu er og töluvert af álku, lunda, ritu, svartbak og máfum, en fátt af fýlungum. Langvíur, hringvíur, nefskerur og álkur kallast einu nafni svartfugl. Svartfuglinn er alfarinn í 18. og 19. viku sumars; er hann áður orðinn styggur og ungarnir stórir. Rituungar eru teknir í 15. viku, og í 16. viku fer ritan; kofnatekja er töluverð í Bæjarbjargi, en lítil annarsstaðar; í kofnatekju er farið í 17. og 18. viku og er lundinn alfarinn í hinni 20. Svartfuglinn á marga óvini; að bjarginu safnast alls konar vargur sér til bráðar; tóurnar eru einna skæðastar; af þeim eru opt drepnar 60—70 á ári í hreppnum. Auk þess koma stórir hópar af hröfnum til þess að ná í eggin, og fálkar og arnir til þess að drepa fuglinn. Sumstaðar í bjargskorunum er töluverður jurtagróður, skarfakál, hvönn, burnirót o. fl., en þar situr fuglinn ekki; hann vill helzt vera á berum hyllum.

Hornbjarg er almenningur, en Látrabjarg telst undir ýmsar jarðir, svo aðrir, sem vilja nota bjargið, verða að borga eitthvað fyrir lánið; landeigandi tekur vanalega sérstakan hlut, optast tíunda hvern fugl, sem veiðist. Einn hlutur er borgaður fyrir festi og þeir fá hættuhlut, er síga; opt eru tveir um einn hættuhlut. Vanalegt verðlag á svartfugli á brún er gömul vætt fyrir stórt hundrað. Arðurinn af bjarginu er mikill fyrir þá, sem næst búa. Sumarið 1886 veiddust í Látrabjargi 36000 svartfuglar, eptir því sem nákunnugur maður, Guðmundur bóndi Sigurðarson í Hænuvík, hefir skrifað mér. Á ytra bjarginu eru brúkuð hjól undir festar, af því þar er svo bratt, en innar er mikil ofanganga. Þegar sigið er, gæta 10—15 menn festarinnar, og standa þeir allir, nema sá, sem er við hjólið; hann situr og spyrnir í. Lengst er sígið 120 faðma; vaðnum er brugðið undir lendar á sigamanninum og kappmellu um mittið; sigamaðurinn ber með sér leynivað niður á hylluna, þar sem hann ætlar að snara fuglinn, og er leynivaðurinn bundinn neðan í endann á aðalvaðnum, þegar hann fer upp aptur, ef einn eða fleiri menn eiga að fara niður á sömu hylluna; sá sem niður er kominn á undan, stýrir svo ferð þess, sem á eptir kemur, með leynivaðnum.

Sigamennirnir ganga eptir sillunum og snara fuglinn, hefir hver þeirra langa stöng með hrosshárssnöru á endanum; er það mikið komið undir vana og fimleika, hve mikið hver fær. Jafnóðum og fuglinn er snaraður, eru fuglakippurnar dregnar upp á brún; eru kippurnar bundnar hver fyrir ofan aðra á vaðinn; þegar maður fer upp í sömu ferðinni, eru fuglakippurnar hafðar fyrir ofan hann, svo maðurinn, ef steinn fellur, geti dregið sig inn undir kippurnar. Stundum er gengið neðan í bjarg; ganga menn þá lausir og klifra eptir örmjóum röndum, stundum upp fyrir mitt bjarg, styrkir þá hver annan með litlu bandi. Af stærri hyllunum er sigið á þá palla, sem eigi verður gengið í, og hafa menn til þess handvaði. Fyrir neðan fara bátar með bjarginu og er fuglinum kastað niður til þeirra.

— Þegar fuglarnir eru reyttir, er fiðrinu skipt í þrennt: hvítt brjóstfiður, svart fiður af hryggnum og svart fiður af bausnum. Vængirnir eru klipptir og reyttir á vetrum. Á svartfuglinum kvað vera bláleit lús, nærri helmingi stærri en færilús; er fullt af henni á hyllunum í bjarginu. Daginn sem ég skoðaði bjargið var rigning og þoka; fórum við fyrst niður í Djúpadal og svo vestur með bjargbrúninni; þokan streymdi eins og reykur upp um skorurnar og fuglarnir þutu gegnum þykknið, eins og kólfum væri skotið fram og aptur; ef maður lagðist fram á brúnina, þá var gaman að sjá fuglamorið á sillunum og allt lífið og fjörið í þessum stóra hóp.

Utarlega undan bjarginu gengur Barðið fram úr því; það er bergrani, beittur að ofan eins og saumhögg, með brimlöðrinu allt í kring; flúðir eru fram í sjóinn út af Barðinu og hefir hafrótið skafið ofan af þeim; þar hafa myndazt djúpir katlar í blágrýtið; sumir kvað vera allt að því tvær mannhæðir á dýpt; hringiðan í briminu hefir snúið lausum björgum í hring og sorfið bergið. í Barðinu var krökkt af fugli, svo varla sýndist vera auður blettur, og þó höfðu þar nóttina áður verið tekin 18 stór hundruð af fugli; af brúninni eru 90 faðma sig niður í Barðið. A bjargbrúninni er víða nokkur gróður og góð beit fyrir fé, en mjög opt hrapar það niður fyrir eða það hættir sér niður á sillur, sem það kemst eigi úr, og verður þá að síga eptir því.

Látravík er breið og stutt; er rif fyrir framan og skeljasandur mikill inn af; hefir hann fokið inn eptir öllum fjöllum og norðan við bjargið eru upprifin börð með hvítgulum skeljasandi; eyrarnar inn af rifinu eru þó að gróa upp, og stórt svæði, sem áður var gróðurlaust, er orðið að graslendi á hinum síðustu 30 árum. Á Hvallátrum eru fiskiveiðar allmiklar; sóttu menn þangað fyrrum úr fjarlægum héruðum vestanlands, jafnvel úr Reykhólasveit og Steingrímsfirði, en nú koma þar miklu færri, helzt úr Vestureyjum, Múlasveit og af Barðaströnd.

Á Látrum er einkum fiskaður steinbítur; þessi fiskur er algengastur á sviðinu frá Látrabjargi norður að Djúpi, en lítið um hann sunnar og norðar. Eins og kunnugt er, hefir steinbíturinn sterkar og hvassar tennur og notar þær til þess að mola sundur öðuskeljar og krækling; öðufiskurinn er aðalfæða steinbítsins og er hann mestur þar sem nægð er af þessari fæðu; safnast stórar torfur af steinbítum pangað og hætta ekki fyr en þeir eru búnir að eta allt sem til er; sögðu sjómenn mér, að þegar aðan væri búin, æti hann hrúðurkarl og fleira þess konar; þegar slíkt finnst í steinbítsmaganum, fer hann að halda burt frá þeim stöðvum og leita þangað sem meiri er átan. í góðum fiskiárum fást opt á Hvallátrum 5—600 steinbítar í hlut, en í lakari árum 2—300. Steinbíturinn er víða á Vestfjörðum aðal-fiskæti manna; er hann hertur, en þó stundum saltaður og hafður í súpumat á vetrum. Beinin eru brúkuð fyrir kýr og fé, og eins barðir steinbítshausar; þegar fiskilítið er, taka menn þó opt kinnfiskana úr hausunum, áður en peir eru gefnir skepnunum. Steinbítsroð er alstaðar hér um slóðir notað í skóleður á vetrum; kvennfólk notar og víða roðskó á sumrum. Eins og geta má nærri, eru roðskór ekki sérlega haldgóðir, og þegar menn fara langa leið gangandi, þurfa þeir að hafa með sér heila kippu af roðskóm; ég hefi heyrt menn vestra — líklega í spaugi — ákveða lengd fjallvega með því að segja, að það væri svo eða svo margra »roðskóa heiði. Sunnar en steinbíturinn er töluvert af hlýra, og rekur stundum mikið af honum brimrotuðum; 1795 rak mikla mergð af hlýra á Rauðasandi, og fékkst nokkru fyr svo mikill hlýri á Barðaströnd, að 300 og meira kom á hvern bæ . Á vetrum ganga 4 skip opin til hákarlaveiða frá Látrum, eru 10 —11 menn á hverju skipi, og eru sjaldan styttra en sólarhring úti, 2—3 vikur sjóar undan Bjargi.

Hinn 11. júlí fór eg frá Látrum í Breiðuvík; var koldimm poka á hálsinum, er vér fórum yfir. í Breiðuvík er fremur ljótt land og uppblásið, hvítgulir sandar og roksandur upp í fjöll; eins kvað vera í Kollsvík; er sumstaðar mór með stórum lurkum undir sandinum í víkum þessum, því grasvöxturinn og sandfokið hafa skipzt á. Sjóbúðir eru hér nokkrar og útræði. Úr Breiðuvík fór ég yfir Hafnarfjall (1087 fet) í Örlygshöfn. í dalverpi norðaustur af bænum í Breiðuvík er núið fjöruborð töluvert yfir sjó. Þegar kemur á brúnina á Hafnarfjalli, sér yfir fagran og grösugan dal upp af Örlygshöfn; eru sléttir bakkar fram með vaðlinum og skeljasandur undir. Austan við vaðalinn er múli, snarbrattur og hvass að ofan eins og saumhögg; hann heitir Hafnarmúli.

Ganga dalir inn frá Patreksfirði og múlar á milli, austan við Hafnarmúla: fyrst Mosdalur óbyggður, svo Vatnsdalur, svo Skolladalur óbyggður, síðanj Kvígindisdalur og Sauðlauksdalur. Vegurinn fyrir framan Hafnarmúla er fremur slæmur, stórgrýtisurð og björg; klettarnir fyrir ofan hrikalegir og skútandi, á hyllunum víða hvannir, blóðrót og skarfakál, og alstaðar sitrar vatnið niður. Um kvöldið kom ég að Sauðlauksdal og var þar um nóttina.

Sauðlauksdalur er orðinn nafnfrægur í sögu landsins, af því þeir dvöldu þar Eggert Ólafsson og Björn Halldórsson, og finnast enn þá ýmsar menjar þessara manna. Jörðin Sauðlauksdalur eyðist líklega innan skamms tíma alveg af roksandi, og þó presturinn sé dugnaðarmaður, á er ekki hægt að berjast við slíkt ofurefli; mestur hluti túnsins má heita farinn. Nokkru fyrir utan túnið sést enn þá stór steingarður, sem átti að verja sandfoki; garður þessi er kallaður Ranglátur. Eptir því sem sagan segir lét séra Björn Halldórsson sóknarmenn hlaða þennan garð nauðuga um hásláttinn; hvort satt er, veit ég ekki. Langt út í fjörðinn gengur stór og mikill tangi af eintómum skeljasandi út af Sauðlauksdal; kemur sandurinn úr sjónum og rýkur svo upp dalinn og upp í fjöll; vatnið er allt af að minnka og grynnka af þessum sífellda sandíburði. Ég ímynda mér, að sandur þessi eigi kyn sitt að rekja suður til Breiðafjarðar. Á grunnum sæ milli eyjanna þroskast þang og þari ágætlega; þar verður því mikill urmull af lægri sædýrum, skeljum og þess konar; straumarnir bera þangið út með Barðaströnd og skeljasandinn út með Skorarhlíðum, fyrir Látrabjarg og inn í víkur og firði fyrir norðan.

— Ofarlega í túninu í Sauðlauksdal er stór ferbyrnd garðrúst, mjög sandorpin; er sagt, að það séu hinar einu leifar, sem eptir sjást af görðum þeim er þeir Eggert og Björn gerðu í hinar merkilegu ræktunartilraunir sínar. Í kirkjunni eru ýmsir fornir munir; þar er hökull, sem Eggert Ólafsson gaf 1764, og patínudúkur; gamlir kaleikar og fleira. í kirkjugarðinum er legsteinn úr rauðleitum sandsteini yfir Helgu Arngrímsdóttur hins lærða; hún var gipt Birni Magnússyni á Bæ á Rauðasandi; sonur þeirra var Páll Björnsson, prófastur í Selárdal, einn með lærðustu guðfræðingum á Islandi í þá daga, en fjarskalega hjátrúarfullur og eitraður mótstöðumaður allra galdramanna; hann og Þorleifur Kortsson lögmaður komu því til leiðar, að margir voru brenndir, sem grunaðir voru fyrir galdra. Frá Sauðlauksdal fór ég inn með Patreksfirði og svo Kleifaheiði suður á Barðaströnd.

Vegurinn upp á Kleifaheiði liggur fram með djúpu gili (Bárðargili); er hann nýlagður og óvanalega góður, eptir því sem um er að gera á Vestfjörðum. Ofan til á heiðinni eru klettarnir allir fágaðir af ís; þó eru óvíða glöggar ísrákir; heiðin er 1284 fet á hæð. Þegar fer að halla suður af, sést glöggt, hve reglulega blágrýtislögin hallast niður að Breiðafirði (4 ); þó sýnast neðstu lögin hér, eins og víðar á Barðaströnd, steypast meir niður til suðausturs en hin efri.

Þegar kemur niður af heiðinni, kemur maður niður að Haukabergi; er þar stór vaðall, Haukabergsvaðall; stendur hærinn á holtahjalla, sem áin helir brotizt gegnum. Um kvöldið riðum við inn að Haga. Manni bregður við á Barðaströndínni, hvað vegirnir eru góðir; því hér eru alstaðar sléttir bakkar með sjó fram eða sandar, svo það er gaman að láta spretta úr spori eptir öll klungrin og einstigin, sem maður daglega verður að berjast við í fjörðunum. Í Haga dvaldi eg nokkra daga. Hagi er, eins og allir vita, gamalt höfðingjasetur og bezta jörð. Útsjón er þar einkar fögur yfir Breiðafjörð og fjöllin á Snæfellsnesi; bærinn stendur á melhjöllum kippkorn frá sjó; eru hjallar þessir gamlir brimbarðir malarkambar. Fyrir neðan bæinn er rennslétt niður að sjónum og engjar næst bænum. í Haga hafa verið lélegir ábúendur um stund, svo jörðin er mjög niðurnídd, en nú eru komnir þar góðir menn, svo jörðinni fer vonandi fram; bærinn er varla annað en rúst, og reisulegri hefir bær Davíðs Skevings sýslumanns verið, sá er brann fyrir jólin 1777. Svo er víða hér á landí með böfuðbólin, að þegar merkismaðurinn eða merkismennirnir eru dánir, sem komið hafa öllu í lag, þá taka skrælingjarnir við, og að fám árum liðnum sér þess ekki merki, að þar hafi nokkurn tíma maður búið.

Barðaströnd

[breyta]

Á Barðaströnd er einstaklega fallegt: rennsléttar grundir eða sandar með sjónum, stórar engjar, skógi vaxnir dalir hið efra og bezta sauðbeit, útsjónin einkarfögur yfir Breiðafjörð og aðfiutningar hægir; þar er og ágætlega vel fallið til jarðeplaræktar, í sendnum jarðvegi móti sólu, enda er þar að tiltölu mikil kartöplurækt. Fjörubeit er ágæt á Barðaströnd, og eru fjárhús alstaðar við sjóinn á malarbakkanum; á stöku stað eru grindur hafðar í húsum, en víðast hvar er sandur borinn í húsin og áburðinum og sandinum mokað í sjóinn; úr kúamykjunni er búinn til klíningur og honum hrennt.

Af þessu má ráða, á hverju stigi búskapurinn er á Barðaströnd, enda er víst leit á héraði, þar sem allt er jafn-fagurt úr náttúrunnar hendi og þó jafnilla hagnýtt; menntunarleysið og þar af leiðandi dugnaðarleysi og fátækt hafa lengi verið þessari strönd til hnekkis; kaupstaðurinn í Flatey hefir víst heldur aldrei verið Barðstrendingum til sérlegs hagnaðar eða framfara. Allt hefir, eins og vant er, gengið með eilífum lánum; Barðstrendingar hafa lánað Eyjamönnum slægjur, skógarhögg til hrístekju og kolagerðar og látið þá skemma fyrir sér landið, þeir hafa selt þeim kindur fyrir kofur o. s. frv. Búskapurinn batnar víst varla fyr en nógu margir efnaðir utanhéraðsmenn hafa setzt þar að og geta kollvarpað gömlum vana og rótgrónum hleypidómum hinnar innfæddu kynslóðar, eða ef ungir menn innanhéraðs, sem eitthvað hafa numið, taka rögg á sig og hjálpa við þessari gullfallegu sveit.

Milli Hagatöflu og Brjámslækjarfjalla myndast breið hvilft inn í fjöllin skeifumynduð; sameinast þar margir smáir dalir efra og renna úr þeim smá-ár niður á láglendið í skeifubotninum, og hefir þar myndazt breiður ós, Hagavaðall; má ríða þar yfir leirurnar um fjöru. Dalirnir, sem ganga upp af vaðlinum, eru þessir helztir: Hagadalur, Arnarbýlisdalur, Mórudalur og Vaðaldalur; eru dalir pessir fagrir og grösugir og í þeim mikill skógur, einkum í Arnarbýlisdal og Mórudal;

14. júlí skoðaði eg Hagadal og Arnarbýlisdal. Arnarbýlis dalur er mjög fagur, með skógivöxnum hamrastöllum beggja megin; áin felluT ofarlega í miðjum dalnum í gljúfur, er ganga um þveran dalinn; önnur gjúfur austanvert í dalnum eru lóðrétt á hin; gljúfur þessi eru að ölium líkindum sprungur, en ekki etin af vatni. Neðst í dalnum eru háar klappabungur, allar ísnúnar með sköfnum og fægðum hnúðum og hvilftum. Hinn 15. júlí fór ég frá Haga að Brjánslæk til þess að skoða surtarbrandinn, sem þar er; riðum við fyrir innan vaðalinn og svo út hjá Hvammi og Rauðsdal. Við Kross er lítilfjörleg laug við vaðalinn; hiti hennar 30 l/t° C. Út með fjallinu er fagurt land, sléttar grundir og engjar og fjörur fyrir neðan, blágrýtislögin mjög regluleg í fjallinu og móbergslög ofan til. Fram með ströndinni allri sést gamall marbakki, 100—200 fet yfir sjó; malarkambur þessi er mishár; sést víðast brimbarið grjótið, en sumstaðar er grassvörður ofan á; það er auðséð víða að blágrýti er innan í, en kápa af möl utan um; basaltlagið hefir áður staðið fram í sjóinn sem brimbarinn fjallsfótur. Hér eru víða stórir gangar í fjallinu; sjást þeir hið efra, eins og framstandandi bríkur eða hleinir