Faglegt námssamfélag

Úr Wikibókunum

Faglegt námssamfélag[breyta]

Wikilexía faglegt námssamfélag er upplýsinga síða um faglegt námssamfélag. Wikilexían er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á faglegu námssamfélagi. Neðst á síðunni má finna verkefni og vangaveltur fyrir þá sem eru þyrstir í meiri upplýsingar um faglegt námssamfélags. Höfudur að þessari wikilexiu er Anton Örn Björnsson

Hvað er faglegt námssamfélag[breyta]

Ekki er til ein alþjóðleg skilgreining á hugtakinu faglegt námssamfélag og því er búið að túlka hugtakið á ólíkan máta. Það virðist þó vera rauður þráður í túlkun hugtaksins og er túlkunin sú að í faglegu námssamfélagi er fagfólk að deila þekkingu sinni og fara í gegnum þjálfunina og kennsluna með gagnrýnum hætti. Hugtakið felur ekki einungis í sér faglegt námssamfélag hjá einum einstakling í kennslu heldur er það líka hugsað út frá samfélagslegu samhengi þar sem einstaklingar koma saman til að deila trú og skilning á ákveðnu efni, samskipti og samvinnu, gagnkvæmni, áhyggjur af einstaklingum og þeim sem eru minnimáttar og síðast en ekki síst innihaldsrík samskipti (Stoll, 2006).

Markmið faglegs námssamfélags[breyta]

Faglegt námssamfélag er kröftugt námssamfélag er lögð áhersla á alúð við samskipti með það að markmiði að ná árangri og skapa menningu í skólastarfinu þar sem á sér stað gagnkvæm virðing, traust, umhyggja og hvatning. Í þess konar námssamfélagi hvetur skólamenningin kennara til að takast á við ögrandi viðfangsefni og bera ábyrgð á stjórnun breytingastarfs (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2015).

Afhverju er faglegt námssamfélag gagnlegt?[breyta]

Faglegt námssamfélag ýtir undir sameiginleg gildi og sýn sem getur verið mjög mikilvægt við mótun og þróun skólasamfélags því þá eru starfsmenn með sömu áherslur í námssamfélaginu og geta þá betur reitt á hvort annað í starfi sínu. Þeir sem fylgja fylgja faglegu námssamfélagi eru sammála því að starfsmenn skóla taki sameiginlega á byrgð á því að nemar geti lært sem getur hjálpað til við að koma í veg fyrir einangrun og hópþrýsting innan kennarasamfélagsins.

Það sem einkennir faglegt námssamfélag eru 5 þættir:

  • Sameiginleg ábyrgð
  • Sameiginleg gildi
  • Fagleg lausnarmiðun
  • Samstarf
  • jafningjahugarfar


Verkefni og Vangaveltur[breyta]

Til eru fjölmargar heimildir um faglegt námssamfélag og hvað gerir það gott. Í þessari wikilexíu má finna nokkrar vangaveltur sem verða setta hér að neðan. Vangavelturnar eru eitthverskonar verkefni fyrir þig sem hefur brennandi áhuga á faglegu námssamfélagi að gera.

  1. Hvað gerir faglegt námssamfélag gagnlegt
  2. Hversu stóran þátt spilar ígrundun í faglegu námssamfélagi
  3. Telur þú að allir skólar eigi að vinna eftir faglegu námssamfélagi, ef svo afhverju?
  4. Hver af þessum fimm þáttum sem einkenna faglegt námssamfélag finnst þér mikilvægastur, ef einhver einn hver þá og afhverju?

Krossapróf[breyta]

Hvert að eftirtöldu er eitt af einkennum faglegs námssamfélag?

vinátta
hatur
fiskabúr
Samstarf


Heimildir[breyta]

Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2015). Ákall og Áskoranir. Vegsemd og virðing í skólastarfi. Sótt af http://netla.hi.is/greinar/2015/alm/005.pdf

Stoll, L; Bolam, R; Mcmahon, A; Wallace, M; Thomas, Sally. (2006). Professional learning communities: A review of the literature. Journal of Educational Change. Vol.7(4), 221-258. Sótt af https://pdfs.semanticscholar.org/df69/ad43e89f8c039b8ca2ab1416044173c06284.pdf

Wikipedia, (e.d).