Fara í innihald

FIFA 23

Úr Wikibókunum

FIFA 23 er fótboltatölvuleikur gefinn út af fyrirtækinu Electronic Arts. Hann kom út 30. septemeber 2022. Tölvuleikurinn komst á lista Guinness World Records sem mest seldi íþróttatölvuleikur í heimi. Hægt er að spila leikinn á Nintendi Switch, Playstation 4 og 5, Windows, Xbox One og Xbox Series X/S.

Ultimate Team

[breyta]

Ultimate Team í FIFA 23 er stilling sem gerir þeim sem spila leikinn kleift að hanna og byggja upp sitt eigið draumalið, með þeirra uppáhalds fótboltaleikmönnum. Til þess að búa til betra lið þurfa spilendur að keppa leiki og reyna að vinna sér inn pening. Með peningnum geta spilendur keypt sér betri fótboltaleikmenn og selt fótboltaleikmenn úr sínu liði.

Career Mode

[breyta]

Career Mode er stilling í FIFA 23 þar sem spilandi er þjálfari og velur sér lið sem hann vill nota og keppir með því liði. Spilandi velur hversu mikinn pening fótboltaklúbburinn á og sér um að kaupa og selja fótboltaleikmenn fyrir liðið. Það er annað hvort hægt að velja sér fótboltaklúbb sem er til í raunveruleikanum eða búa til sinn eiginn fótboltaklúbb.

Ef spilandi ákveður að búa til sinn eiginn fótboltaklúbb í Career Mode þarf hann að velja nafn á liðið sjálft og heimavöll liðsins, útlit keppnisbúninga og á hvaða getustigi liðið er á.

My Player

[breyta]

Í stillingunni My Player býr spilandi til fótboltaleikmann og spila leikinn sem hann. Hægt er að ráða hæð, þyngd, hárlit og fleira í fari fótboltaleikmannsins. Því næst velur spilandi í hvaða lið fótboltaleikmaðurinn er í og byrjar með lága einkunn (e. rating) sem hækkar því betur sem fótboltaleikmaðurinn spilar.

Hér má sjá leikmenn Chelsea og Everton

Kvennafótbolti í FIFA 23

[breyta]

Kvenkyns fótboltaleikmenn komu fyrst fram í tölvuleiknum FIFA árið 2016 en þá voru nokkur kvennalandslið í boði í leiknum. Í FIFA 23 er í fyrsta skipti í boði að spila með félagsliðum kvenna. Samtals eru 12 félagslið kvenna í boði, meðal annars stórliðin Arsenal, Chelsea, Manchester City, Lyon og Paris FC svo eitthvað sé nefnt.

Heimildir

[breyta]

Alex Blake. (2022, 4. október). FIFA 23 career mode guide: Lead your team to glory. https://www.digitaltrends.com/gaming/fifa-23-career-mode-guide/?fbclid=IwAR16dytXd5tYIvs09C3rLcGzAFPcna1h_lCo5-ma0g3MMTfNw1ZAHXURC-I

EA HELP. (2022, 1. nóvember). Your guide to play FIFA 22 Ultimate Team (FUT) as a beginner. https://help.ea.com/in/help/fifa/fifa-ultimate-team-fut/

GrubMagnet Gaming. (2022, 29. september). FIFA 23 How to Play Player Career[myndband]. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=b1c_yXy8HIM

Jonny Walfisz. (2022, 21. júlí). Fifa 23 to feature women's clubs for the first time. https://www.euronews.com/culture/2022/07/21/fifa-23-to-feature-womens-clubs-for-the-first-time?fbclid=IwAR3imhmrtyE7Kfl8iUevShlodESnHCIU01Nacae1TQYk2yDXIGZA3jF1VH4