Fara í innihald

Eurovision

Úr Wikibókunum

Um verkefnið

Þessi vefleiðangur er lausn mín á verkefni sem sett var fyrir í Upplýsinga- og samskiptatækni í skólakerfinu hjá Háskóla Reykjavíkur.

Leiðangurinn hentar öllum 10 ára og eldri.


Kynning

[breyta]

Bjössi er 14 ára strákur sem er að fara í Eurovision teiti til ömmu sinnar. Hann er lítill áhugamaður um Eurovision en öll fjölskyldan ætlar að mæta svo hann ætlar ekki að missa af herleg heitunum. Hann hefur þó áhyggjur af því að verða ósamræðuhæfur vegna vanþekkingar sinnar á keppninni og biður þig því að aðstoða hann að finna ýmsar upplýsingar um framlag Íslands hingað til sem hann getur notað til að í það minnsta virðast samræðuhæfur í gleði sem þessari.


Verkefni

[breyta]

Verkefnið felst í því að leita svara við eftirfarandi spurningum með aðstoð vefsins:

  • Hvenær hóf Ísland þátttöku í Eurovision og hvaða lag var framlag okkar það ár?
  • Hvaða íslensku söngvarar hafa verið fulltrúar Íslands oftar en einu sinni?
  • Í hvaða sæti lenti Íslenska framlagið 1992?
  • Hversu oft hefur Ísland ekki verið með í aðalkeppninni sökum þess að hafa ekki komist upp úr forkeppninni?
  • Hvað heitir íslenski söngvarinn sem var púaður niður af sviðinu að flutningi loknum árið 2006?
  • Hvert er framlag Íslands í ár?
  • Hvar verður keppnin haldin í ár?
  • Veldu þitt uppáhalds framlag Íslands til Eurovision, safnaðu upplýsingum um það með aðstoð vefsins og búðu til kynningu sem þú kynnir fyrir bekkjarfélögunum.


Bjargir

[breyta]

http://www.google.is

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20070219170323/www.ruv.is/heim/vefir/eurovision/

http://www.tonlist.is

http://www.eurovision.co.nr/

http://www.isholf.is/cactus/esc/main.html


Mat

[breyta]

50% - Kynning

25% - Svör við spurningum

25% - Þátttaka


Niðurstaða

[breyta]

Nú ættir þú að vera orðin einhverju nær um hvernig nota má netið til upplýsingaöflunar og séð að hægt er að undirbúa sig fyrir mis skemmtileg tilefni sem gæti orðið til þess að njóta þeirra betur. Ef þetta verður til þess að þú njótir þín betur í næsta Eurovision teiti, þá er það bara bónus. Snið:Vefleiðangur