Fara í innihald

Einföld algebra/Reglur/Tengireglan

Úr Wikibókunum

Tengireglan er nokkurs konar útvíkkun á víxlreglunni. Hún segir að ekki skiptir máli í hvaða röð við leggjum saman tölur eða í hvaða röð við margföldum.

Tengireglan fyrir samlagningu er sett fram svona með bókstöfum:

(a + b) + c = a + (b + c)

Við getum hugsað okkur til dæmis: (4 + 6) + 2 = 4 + (6 + 2) = 12.

Tengireglan fyrir margföldun er sett fram svona með bókstöfum:

(ab)c = a(bc)

Til dæmis er: (4 × 2) × 3 = 4 × (2 × 3) = 24

Þessar reglur gilda aðeins fyrir samlagningu og margföldun. Það sést hér:

10 - (2 - 5) = 13
(10 - 2) - 5 = 3