Duolingo
Hvað er Duolingo?
[breyta]Duolingo er tungumálaforrit sem kostar ekkert. Það eru 30 tungumál sem hægt er að læra, forritið minnir þig á að gera verkefni dagsins og þú getur komist í samband við fólk útí heim sem er að læra sama tungumál og þú. Verkefnin eru flokkuð niður í flokka eins og kyn,matur,fatnaður,kveðjur o.s.frv. Í verkefnunum æfiru skilning,framburð,ritunarhátt og orðaforða. Duolingo er eins og leikur, þú tapar lífi ef þú svarar vitlaust og þú vinnur pening með því að klára verkefni. Ef þú eyðir 34 klukkutímum í appinu jafngildir það sem einni önn í skóla[1], nema duolingo er frítt en ekki skólinn. Það er auðvelt í notkun og hægt að nota það hvar og hvenær sem er, þegar þér hentar.
Notkun
[breyta]Duolingo er mjög auðvelt í notkun. Ef þú notar heimasíðuna veluru þér bara hvaða tungumál þér langar að læra, velur þér markmið, hvort þú viljir nota appið á hverjum degi í 5-10-15 eða 20 mín og svo er bara að byrja. Appið virkar alveg eins. Þarft ekki að nýskrá þig eða neitt svoleiðis, þetta er bara eins þæginlegt og það gerist og mesti plúsin er að appið er frítt.
Form verkefna innan Duolingo eru margbreytileg:
[breyta]- Endurskrifa það sem þú heyrir
- Þýða talað mál yfir á ensku
- Þýða skrifaðan texta yfir á ensku
- Þýða enskan texta yfir á það tungumál sem þú ert að læra
- Þýða enskt talað mál yfir á það tungumál sem þú ert að læra
- Endursegja texta með aðstoð hljóðnema
- Velja rétt orð líkt og í krossaprófum
- Tímaverkefni
Duolingo notast við leikjafræði í verkefnum sínum og því má lýsa með eftirfarandi dæmum:
[breyta]- Þú færð fjögur líf (hearts) í hverri æfingu. Ef þú gerir villu í æfingu missirðu líf og ef þú missir fjögur líf þarftu að gera æfinguna aftur.
- Þú getur ekki lokið t.d. æfingu tvö án þess að hafa lokið æfingu 1.
- Tungumálum er skipt upp í Level
- Lingots. Hægt er að vinna sér inn Lingots með ýmsum hætti, t.d. með því að fara upp um Level, ná markmiðum sínum 10 daga í röð og með því að bæta við sig ákveðni hæfni. Ákveðinn fjöldi Lingots gerir þér kleift að sleppa úr degi, tvöfalda vinnuframlag, auka við tíma í tímaæfingum ásamt því að geta "keypt" sér viðbótarpróf í tungumálinu. Má því segja að Lingot sé gjaldmiðill innan Duolingo.
Tungumálin
[breyta]Tungumál fyrir enskumælendur
[breyta]Í heildina býður forritið uppá 30 tungumál og er alltaf að bæta við sig. En þau tungumál sem eru í boði fyrir enskumælendur eru:[2]
- Spænska
- Þýska
- Franska
- Ítalska
- Portúgalska
- Rússneska
- Hollenska
- Sænska
- Japanska
- Írska
- Tyrkneska
- Norska
- Danska
- Pólska
- Hebreska
- Gríska
- Vítenamiska
- Úkraníska
- Kóerska
- Esperanto
- Welsh
- Ungverska
- Swahili
- Rúmeska
- Kínverska
- High Valyrian
- Czech
- Klingon
- Hindi
- Indoneska
- Arabíska
- High Valyrian
- Czech
Tungumál sem eru ekki fyrir enskumælendur
[breyta]Þeir bjóða uppá ensku fyrir holland, portúgal, ítalíu, rússland og nokkur fleiri lönd en svo eru tvö tungumál sem þeir bjóða aðeins fyrir spán, Catalan og Guarani.
Verðlaun
[breyta]Duolingo hefur hlotið verðlaun frá 2013-2015 fyrir besta menntunarappið. 2013 kaus Apple Duolingo sem Iphone App of the Year, það var í fyrsta skipti sem að menntunarapp fékk þessi verðlaun. Einnig hefur appið unnið Best Education Startup 2014, Education category í Google Play 2013 og 2014. 2015 hlaut appið svo Play & Learning category verðlaun.
Tenglar
[breyta]https://en.wikipedia.org/wiki/Duolingo#Language_courses
https://itunes.apple.com/us/app/duolingo/id570060128?mt=8
https://play.google.com/store/apps/details?id=com.duolingo&hl=en