Fara í innihald

Dungeons and Dragons

Úr Wikibókunum
Hópur spilar Dungeons and dragons.

Dungeons and Dragons (Drekar og dýflissur, oft táknað D&D) er leikur sem hefur tekið miklum vinsældum frá því að hann var gefinn út árið 1974. Þeir Gary Gygax og Dave Arneson bjuggu til leikinn. Leikurinn getur verið mjög fjölbreyttur eftir söguþræði og þátttakendum. Upprunalegi leikurinn er hannaður sem borðspil með miðaldarstíl en í raun og veru getur hann einnig verið hannaður út frá daglegu lífi, út frá hvaða viðfangsefni sem er.

Dungeons and Dragons leikur getur staðið yfir eins lengi og þátttakendur vilja. Sumir spilarar spila leik yfir eina góða sumarbústaðar helgi en aðrir hafa unnið í leiknum sínum í tugi ára. Í hverjum leik er einn sögumaður en hann sér um reglur og söguþráðinn. Í hverjum leik má einnig finna persónur en hver sem ákveður að taka þátt (fyrir utan sögumanninn) býr sér til persónu frá grunni sem hann mun koma til með að spila í leiknum. Það eru einnig til margar bækur sem hafa að geyma mörg tilbúin ævintýri.

Dungeons and dragons er spil sem hentar öllum aldurshópum en hægt er að hafa leikinn einfaldan og einnig flókinn. Í grunnskólum hentar leikurinn vel við mið- og unglingastig. Markmið leiksins er að fá nemendur saman, leysa verkefni, hafa samskipti og læra af söguefninu.

Persónur

[breyta]
Dreki úr heimi Dunegon and Dragons

Oft á tíðum má sjá mikið ímyndunarafl bakvið gerð sögupersóna. Þegar leikmaður útbýr persónu fær hann að velja hvernig hún er frá styrkleikum yfir í galla. Spilarinn sem býr til þessa persónu reynir því að haga sér eins og persónan en það stýrir oft sögunni. Einnig fær leikmaður að ákveða útlit persónunnar, drauma hennar og bakgrunn. Tröll, dvergar, púkar, menn, eðlur o.s.fl. kemur allt við í sögu Dungeons and Dragons.

Þetta fyrirkomulag er einnig hægt að færa yfir í raunveruleikann og skapa persónu sem tengist hversdagslífinu. Hægt er að flétta ýmsum sögum inn í spilið t.d. er hægt að útfæra Snorra sögu (sem kennd er á miðstigi í grunnskóla) á Dungeons and Dragons hátt.

það er því mikilvægt fyrir spilara að spyrja sjálfan sig nokkrar spurningar sem tengjast persónugerð áður en hafið er að gera persónu, en dæmi um spurningar eru:


Hvaða þörf eða tilgang hefur persónan þín?
Hvert er markmið hennar og hvernig ætlar hún að nálgast þetta markmið?
Hvaða hindranir hefur persónan upplifað og hvernig hefur það haft áhrif á líf hennar?


Dungeon Master

[breyta]
Spjald sem Dungeon Master notar til þess að fela frá spilurum upplýsingar tengt ævintýrinu.

Í hverju spili þarf að vera einn svo kallaður Dungeon Master (Dýflissu meistari). Hlutverk hans er að halda utan um reglugerðir og keyra áfram söguna með annað hvort sögu úr viðeigandi bókum eða með heimagerðu ævintýri (homebrew). Hann þarf því að finna leiðir til þess að gera söguna áhugaverða ásamt því að halda utan um verkefni spilara og samskipti þeirra við þennan tilgerða heim. Hlutverk hans er því ekki minna og spilar stórum parti í heimi og sérstaklega í hlutverki sem sögumaður.

Spilið

[breyta]

Spilið er byggt upp sem saga, saga sem sögumaðurinn segir frá. Í spilinu lenda leikmenn í allskyns uppákomum hvort sem það á við um þrautir, bardaga eða samskipti. Sögumaður útbýr ákveðna sviðsmynd en hún getur verið af ýmsu formi t.d. teiknuð upp á blað eða töflu, spilað er á sjónvarpi sem lagt er á bakið eða á tilbúnu borðspili.

Teningar sem notaðir eru í spilinu.

Einnig hefur það tíðkast að fólk spili spilið sem spunaspil (roleplay). Leikmenn spilsins nota ýmsa teninga til þess að koma sér áfram í sögunni. Ef tekið er dæmi um þetta þá eru leikmenn að leita að vísbendingum í herbergi. Leikmaðurinn kastar tening en það fer eftir því hversu háa tölu hann fær á teninginn. Því hærri tala sem kemur á teninginn því fleiri vísbendingar finnur hann.


Dungeons and Dragons verkefni

[breyta]
Dungeons and dragons mót.

Hægt er að tengja margvísleg verkefni við leikinn hvort sem hann er tengdur við skólakennslu eða við áhugamál. Þar sem að sagan getur verið breytileg þá er í raun og veru hægt að tengja hana við hvað sem er. Einnig geta leikmenn velt fyrir sér siðferðislegum spurningum og/ eða boðskapi sögunnar.

Leikurinn reynir mikið á félagsleg samskipti, stærðfræði, leikræna tjáningu og lausnarvinnu. Spilið getur einnig verið hluti af forvarnarstarfsemi í skólum þar sem nemendur koma saman í umsjá fullorðna. Þetta getur reynst vel fyrir nemendur sem hafa áhuga að æfa leikræna tjáningu og til þess að æfa spuna.


Tenglar

[breyta]

https://en.wikipedia.org/wiki/Dungeons_%26_Dragons

http://dnd.wizards.com/

https://is.wikipedia.org/wiki/Dungeons_%26_Dragons


Höfundur: Kolbrún Þórhildur Gunnarsdóttir