Discord

Úr Wikibókunum

Hvað er Discord?[breyta]

Discord er frír hugbúnaður á netinu fyrir tölvur og síma sem geirr notandum kleift að eiga samskipti á rásum sem að allir geta búið til. Discord hýsir spjallrásir hvort sem það er í hljóði, mynd eða texta sem að stjórnandinn getur haldið utan um á ýmsa vegu. Discord hefur verið að innleiða tól frá öðrum vinsælum forritum og er reglulge við bætt. Ekki verður farið yfir alla notkunarmöguleika á Discord því tóla listinn er stór og möguleikarnin margir.

Notkunarmöguleikar[breyta]

Fyrir kennara:[breyta]

Kennarar gætu nýtt Discord til að búa til spjallrás fyrir áfangan með mörgum undirrásum, rás fyrir t.d. tilkynningar, útdeila heimanámi, almenn samræða, lærdómshópa og markt annað. Hægt er að tengja rásir við vefsíður og gætu sumar rásir bara bergmálað uppfærslur sem að verða á öðrum vefsvæðum t.d. tilkynningar og heimanám.

Fyrir nemendur:[breyta]

Nemendur geta nýtt Discord til að mynda lærdómshópa, ræða um verkefni, ræða um fyrirlestra, senda skrár, fengið hjálp frá kennara og jafnvel gefið myndstreimi af skjánum sínum svo að kennari geti hjálpað betur. Hver nemandi getur verið í mörgum rásum og hver rás getur verið með gífurlegt magn af undirrásum. Discord heldur vel utan um hvað þú hefur séð, hvað þú ert að missa af og getur látið vita ef þú ert að missa af einhverju.

Uppsetning:[breyta]

Til að setja upp Discord þarf einungis að gera notendaaðgang, hægt er svo að nota það í gegnum vafrara eða með því að setja það upp í hvaða nýlega stýrikerfi sem er bæði fyrir borðtölvur og snjallsíma. Hver sem er gætur gert sína eigin rás og sent út boðshlekk til þeirra sem hann vill. Einfalt er að henda upp spjallrásum en smá lærdóm þarf til að setja upp góða rás með mörgum undirrásum sem þjóna sérhæfðum tilgang, takmörkuðum leifum og stigveldi fyrir marga stjórnendur.

Discord hjálp[breyta]

Hjálparborð sem gagnast vel þeim sem vilja læra á hin ýmsu tól sem að Discord hefur að bjóða. https://support.discordapp.com/hc/en-us