Fara í innihald

DabbleDB

Úr Wikibókunum

Hvað er Dabble DB

[breyta]

Dabble DB er gagnagrunnskerfi á netinu sem gerir okkur kleift að vinna með gögn á okkar eigin hátt. Í stað þess að þurfa að setja upp sérstakt forrit á okkar eigin tölvu (eða vinnutölvu), þá getum við uppfært gögn á netinu í gegnum Dabble DB og búið til okkar eigin gagnagrunn sem hægt er að nota til að vinna með gögn í gegnum netið. Dabble gerir okkur kleift að búa til gagnagrunn á netinu alveg frá byrjun, það er, við getum búið til gagnagrunn á auðveldan hátt og haft hann nákvæmlega eins og við viljum hafa hann. Einnig er hægt að setja inn á auðveldan hátt gagnagrunna sem til eru fyrir og þannig færa allar upplýsingar yfir í Dabble DB. Dabble DB býður líka upp á fyrirfram skilgreinda gagnagrunna (template) sem hannaðir eru fyrir það vinsælasta sem gagnagrunnar eru yfirleitt notaðir í. Kerfið gerir okkur kleift að vinna með gögn og breyta gögnum hvar sem er í ferlinu og hvenær sem er. Alltaf er hægt að búa til nýja hluti í grunninum og endurskipuleggja gagnagrunn sem fyrir er og þannig er alltaf hægt að endurskilgreina hvernig við skipuleggjum gögnin okkar á mjög auðveldan hátt.

Fyrir hverja er Dabble DB

[breyta]

Dabble DB nýtist nánast fyir hvaða einstakling sem er, sem dæmi um hvernig hægt er að nýta kerfið til ýmissa verka má nefna: Sölukerfi, verkefnisstjórnun, alls kyns skipulagning, starfsmannaskýrslur, kannanir, tölfræði, lista yfir viðstkiptasambönd (contact list) o.fl.


Hvernig nýtist Dabble DB

[breyta]

Búinn er til gagnagrunnur fyrir viðeigandi upplýsingar og gögn, gögnin eru svo sett inn í töflur sem notandi býr til. Út frá töflunum er hægt að vinna með gögnin á margvíslegan hátt, t.d. að birta súlurit fyrir gögn, gera dagatal með upplýsingum sem viðeigandi dagsetningar þurfa að hafa, draga saman gögn og birta yfirlit og margt fleira.


Gagnagrunnur búinn til í Dabble DB

[breyta]

Myndbandið hér sýnir hvernig við búum til okkar eigin gagnagrunn frá grunni.


Að vinna með gögn í Dabble DB

[breyta]

Endalausir möguleikar eru til staðar. Allt frá því að útbúa yfirlit yfir vinnustundir upp í að birta heimsmynd af trúarbrögðum. Meðfylgjandi myndband er lítið dæmi um hvernig hægt sé að nýta kerfið fyrir tímastjórnun og til að birta tölfræðileg gögn.


Hvernig nýtist þetta fyrir nemendur og kennara

[breyta]

Þetta kerfi nýtist mjög vel fyrir nemendur, bæði við vinnslu gagna t.d. við tímastjórnun og skipulagningu. Nemendur geta nýtt þetta kerfi fyrir alls konar tölfræðilegar upplýsingar og þannig getur þetta verið mjög öflugt tól til að búa til og finna upplýsingar varðandi tiltekin verkefni. Kennarar geta á sama hátt nýtt kerfið mjög vel, það er auðvelt að kenna nemendum á þetta kerfi ef kennari vill t.d. nýta kerfið til að vinna með gögn í ákveðnum verkefnum sem hann setur nemendum fyrir. Auk þess getur hann nýtt kerfið til að hafa góðar tölfræðilegar upplýsingar um nemendur og t.d. auðveldlega fundið vegin meðaltöl einkunna svo eitthvað dæmi sé nefnt. Þannig sést á þessu að þetta kerfi er hentugt fyrir bæði nemendur og kennara og ætti að vera gott tól fyrir báða aðila að vita af og nota. Að lokum er hér svo hlekkur á vefsíðu Dabble DB: DabbleDB.